Íslensku flugfélögin Primera Air, sem er gjaldþrota, og Atlanta hafa notast við breska starfsmannaleigu til að ráða fólk í gegnum félög á Möltu. Ef flugfélögin lenda í rekstrarerfiðleikum geta vinnuleg réttindi þessa starfsfólks reynst vera takmörkuð. Starfsfólk Primera Air fékk ekki greidd laun frá Möltufélagi við gjaldþrot félagsins.
Starfsmenn sem íslenska flugfélagið Primera Air var með í vinnu hjá sér í gegnum starfsmannaleigu í Bretlandi og félag í lágskattaríkinu Möltu reyndu að fá bresk stjórnvöld til liðs við sig til að fá greidd laun eftir að flugfélagið varð gjaldþrota síðla árs árið 2018. Í fyrra var Malta eitt af þeim löndum í Evrópu sem nefnd á vegum Evrópusambandsins taldi hafa „einkenni skattaskjóla“. Bresk stjórnvöld höfnuðu beiðninni á þeim forsendum að breska ríkisstjórnin eða breska þingið hefðu ekki lögsögu í málinu. Félagið á Möltu hét Asta Aviation Staffing Agency (ASTA) og notaði Primera Air það á grundvelli samninga við starfsmannaleiguna Mountain …
Athugasemdir