Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Íslensk flugfélög nota félög í lágskattaríkinu Möltu til að ráða fólk

Pri­mera Air og Air Atlanta hafa not­ast við breska starfs­manna­leigu sem lýt­ur stjórn fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Pri­mera til að ráða starfs­menn er­lend­is. Starfs­manna­leig­an stofn­ar eign­ar­halds­fé­lög á Möltu sem ráða starfs­fólk. Þeg­ar Pri­mera Air varð gjald­þrota fékk þetta starfs­fólk ekki laun­in sín.

Íslensk flugfélög nota félög í lágskattaríkinu Möltu til að ráða fólk

Íslensku flugfélögin Primera Air, sem er gjaldþrota, og Atlanta hafa notast við breska starfsmannaleigu til að ráða fólk í gegnum félög á Möltu. Ef flugfélögin lenda í rekstrarerfiðleikum geta vinnuleg réttindi þessa starfsfólks reynst vera takmörkuð.  Starfsfólk Primera Air fékk ekki greidd laun frá Möltufélagi við gjaldþrot félagsins. 

Starfsmenn sem íslenska flugfélagið Primera Air var með í vinnu hjá sér í gegnum starfsmannaleigu í Bretlandi og félag í lágskattaríkinu Möltu reyndu að fá bresk stjórnvöld til liðs við sig til að fá greidd laun eftir að flugfélagið varð gjaldþrota síðla árs árið 2018. Í fyrra var Malta eitt af þeim löndum í Evrópu sem nefnd á vegum Evrópusambandsins taldi hafa „einkenni skattaskjóla“. Bresk stjórnvöld höfnuðu beiðninni á þeim forsendum að breska ríkisstjórnin eða breska þingið hefðu ekki lögsögu í málinu. Félagið á Möltu hét Asta Aviation Staffing Agency (ASTA) og notaði Primera Air það á grundvelli samninga við starfsmannaleiguna Mountain …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár