Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Brautryðjendur í listaheimi, reikistjörnur og útgáfutónleikar

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 21. fe­brú­ar til 5. mars.

Brautryðjendur í listaheimi, reikistjörnur og útgáfutónleikar

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Lífsfletir & Að utan

Hvar? Kjarvalsstaðir
Hvenær? 22. feb.–3. maí
Aðgangseyrir: 1.840 kr.

22. febrúar kl. 16.00 verður haldið opnunarhóf fyrir tvær ólíkar sýningar eftir tvo ólíka brautryðjendur í íslensku listasenunni. Sú fyrri er samansafn af verkum sem Jóhannes S. Kjarval, sem Kjarvalsstaðir eru nefndir eftir, vann árin 1911–1928. Sýnd verða málverk og teikningar sem voru sköpuð erlendis, sem gefa innsýn í mótunarár Kjarvals og áhrifavalda hans. Sú seinni er yfirlitssýning á ferli Ásgerðar Búadóttur, en í verkum hennar sameinast aldagamlar aðferðir handverksins og frjáls sköpun nútímamyndlistar. Máttur teikningarinnar var ávallt mikilvæg undirstaða í verkum Ásgerðar og rík efniskennd og öguð vinnubrögð einkenna allt höfundarverk hennar.

Adda

Hvar? Mengi
Hvenær? 21. febrúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Adda spilar þjóðlagatónlist sem á sér rætur í hetju- og andhetjuleiðangri hennar um innra landslag sjálfsins. Á þeirri leið umbreytast þráhyggjur í möntrur, sjálfið verður taugahinsegin og sníður sér stakk úr femínisma og róttækri heimspeki. Lögin sveiflast á milli þess að vera sykursæt og hnyttin.

Föstudagspartísýning: Back to the Future

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 21. febrúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Fáar kvikmyndir hafa haft jafn mótandi áhrif á skilning almennings á tímaflakki og Back to the Future. Myndin skartar þeim Michael J. Fox og Christopher Lloyd sem Marty McFly og Dr. Emmet Brown, en McFly ferðast óvart 30 ár aftur í tímann og þarf að sjá til þess að foreldrar hans nái saman svo hann geti fæðst.

Reikistjörnur: Huginn

Hvar? Harpa
Hvenær? 22. febrúar kl. 14.00
Aðgangseyrir: 2.200 kr.

Skagastrandar-R&B-popparinn Huginn er ein af rísandi stjörnum íslensku tónlistarsenunnar. Auk plötunnar Eini Strákur (Vol. 1) hefur Huginn gefið út smelli eins og „Veist af mér“ og „Horfir á mig“. Hann kemur fram á tónleikaröðinni Reikistjörnur þar sem fjölskyldum gefst tækifæri til að sækja saman tónleika flutta í sal með ein bestu hljómgæði landsins.

Dauðadjúpar sprungur

Hvar? Ramskram
Hvenær? 22. febrúar–22. mars
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Myndirnar í sýningunni Dauðadjúpar sprungur eiga sér rætur í hjartasorg ljósmyndarans Hallgerðar Hallgrímsdóttur. Eftir að barn Hallgerðar fæddist andvana eigruðu hún og maki hennar um nærumhverfi þeirra. Myndavél hennar flaut stundum með og fangaði það sem var að brjótast um í undirmeðvitundinni. Sumar myndirnar eru marglaga og táknrænar, aðrar einfaldar og auðlesnar en allar eru þær hjúpaðar viðkvæmni og fjarlægð. 

Útgáfutónleikar Hatara

Hvar? Austurbær
Hvenær? 22. & 23. febrúar
Aðgangseyrir: frá 3.333 kr.

Eurovision-keppendurnir Hatari fagna útgáfu plötu sinnar Neyslutrans með tveimur tónleikum. Þessi gjörningapönkhljómsveit hefur aflað sér mikils stuðnings síðastliðin ár með sviðsframkomu og skilaboðum sem tækla tómlausa neysluhyggju, rísandi fasisma og siðferðislega afstæðishyggju með krítíska tómhyggju að vopni, klæddir í BDSM-búninga.

Benni Hemm Hemm

Hvar? Röntgen
Hvenær? 26. febrúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Benna Hemm Hemm áskotnaðist mikil frægð á fyrsta áratug þessarar aldar í indí-senunni sem var þá allsráðandi. Eftir nokkurra ára hvíld snýr hann aftur með plötuna KAST SPARK FAST sem kom út í síðasta mánuði. Tónleikarnir fara fram í litlum sal og er nánd við áhorfendur því mikil.

24 Myndir

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? 28. febrúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: frá 1.000 kr.

24 myndir eru píanótónleikar þar sem Hjörtur Ingvi Jóhannsson spinnur á staðnum stuttar tónsmíðar úr öllum 24 tóntegundum á píanó í ákveðinni röð. Lögð er áhersla á að tæma hugann á undan, þannig að tónlistin verði til á staðnum en byggist ekki á áður ákveðinni áætlun.

Rhythm of poison

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 28. & 29. feb, 4., 7., & 5. mars
Aðgangseyrir: 4.900 kr.

Rhythm of Poison er glænýtt verk eftir finnska danshöfundinn Elinu Pirinen, flutt af Íslenska dansflokknum. Verkið er fjörug og hrífandi tjáningarveisla þar sem iðkaður er dulvitundardans og dýrðlegur söngur í dásamlegri veröld dómsdagstónlistar og -mynda. Það er löngun danshöfundarins að vinna náið með ímyndunaraflið, kynhvöt, villileika og nánd.

Útgáfutónleikar Grafnár

Hvar? Tónlistarmiðstöð Stelpur rokka
Hvenær? 29. febrúar kl. 19.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Harðneskjulega harðkjarnapönksveitin Grafnár fagnar útgáfu breiðskífu sinnar, Útför Heigulsins, á þessum tónleikum, en platan kemur út á segulbandi. Með þeim spilar ögrandi femíníska dauðapönksveitin Börn, hraða og hráa tvíeykið í ROHT og unga og æsispennandi femíníska pönksveitin Spaðabani. Engum verður meinaður aðgangur vegna fjárskorts.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár