Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti

Pró­fess­or í lög­um seg­ir að ræðu­mað­ur á við­burði Hæsta­rétt­ar sé með um­deild­ar skoð­an­ir og lít­inn fræði­leg­an fer­il hvað varð­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. Óljóst sé af hverju þetta um­ræðu­efni hafi þótt passa inn í 100 ára af­mæl­is­há­tíð rétt­ar­ins.

Furðar sig á umdeildum ræðumanni hjá Hæstarétti
Mads Bryde Andersen Prófessor við lagadeild HR segir ræðumanninn hafa umdeildar skoðanir.

Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, furðar sig á því að Hæstiréttur hafi boðið Mads Bryde Andersen, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, að halda ræðu á hátíðarsamkomu um helgina í tilefni af 100 ára afmæli Hæstaréttar Íslands. Skoðanir hans á Mannréttindadómstól Evrópu (MDE) séu umdeildar, skrif hans hafi lítil áhrif haft innan fræðanna og umfjöllunarefnið hafi ekki passað við viðburðinn.

Andersen hefur meðal annars hvatt Dani til að komast hjá því að dómar MDE teljist bindandi þar í landi. Stundin greindi frá því á mánudag að lögmönnum þætti undarlegt að prófessorinn hafi verið valinn til að halda ávarp, í ljósi þess að fyrir yfirdeild MDE liggur nú mál sem varðar íslenska réttarkerfið. MDE dæmdi í mars í fyrra íslenska ríkið brotlegt vegna vinnubragða Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra þegar hún skipaði fjóra dómara við Landsrétt í trássi við mat hæfnisnefndar sumarið 2017. Íslensk stjórnvöld áfrýjuðu málinu til yfirdeildar MDE og fór málflutningur fram 5. febrúar síðastliðinn.

Bjarni Már MagnússonPrófessor við lagadeild HR segir ekki augljóst af hverju Hæstiréttur bauð Andersen að flytja ræðu um málefnið.

Forseti og varaforseti Hæstaréttar tóku ákvörðun um að erindi Andersen yrði hluti af dagskránni. Í svari við fyrirspurn í Fréttablaðinu í gær er hann sagður einn fremsti fræðimaður á sviði lögfræði á Norðurlöndunum. „Hann hefur í ræðu og riti látið sig miklu varða starfsemi og aðferðarfræði alþjóðlegra dómstóla og dómstóla á Norðurlöndum,“ segir í svari Hæstaréttar

Í færslu á Twitter segir Bjarni Már að svar Hæstaréttar sé áhugavert. „Í framhaldi af því verð ég að benda á að mjög lítill hluti ferils danska prófessorsins er helgaður starfsemi og aðferðarfræði alþjóðlegra dómstóla,“ skrifar hann. „Hann hefur skrifað lítillega um alþjóðlega gerðardóma á fræðilegum vettvangi og birt þrjár fræðigreinar á dönsku (2017, 2009 og 1997 (eina bls.)) um málefni er tengjast MDE (skv. birtingarskrá hans á heimasíðu Kaupmannahafnarháskóla). Google Scholar skráir engar tilvísanir í MDE greinar hans.“

Bjarni Már bendir á að aðrir norrænir sérfræðingar á sviðinu hafi ritað greinar og bækur sem hafa hundruðir eða jafnvel þúsundir tilvísana. „Óháð umdeildum skoðunum mannsins þá er ekki augljóst af hverju hann var þarna og hvers vegna umfjöllunarefni hans þótti passa á svona viðburði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár