Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mótmæltu brottflutningi ungs transpilts við Stjórnarráðið

Hóp­ur fólks kom sam­an við Stjórn­ar­ráð­ið og mót­mælti í há­deg­inu.

Mótmælin í dag

„Maní á heima hér,“ hrópaði hópur fólks sem kom saman við Stjórnarráðið í miðborg Reykjavíkur í hádeginu og mótmælti fyrirhugaðri brottvísun transpiltsins Manís og fjölskyldu hans.

Fyrir liggur að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd verður ekki tekin til efnisvinnslu hjá Útlendingastofnun vegna þess að lagaleg heimild er fyrir því að vísa þeim beint úr landi á grundvelli Dyflinnar-reglugerðarinnar.

Fjölskyldunni, Ardeshir, Shokoufu og Maní, sem eru upprunalega frá Íran, en komu til Íslands í gegnum Portúgal, hafði verið tilkynnt að brottvísun yrði framfylgt af lögreglunni í gær, en henni var frestað vegna mótmæla. 

Læknar þvertóku fyrir að brottvísunin færi fram eftir að Maní var lagður inn á barna- og unglingageðdeild Landspítalans á sunnudagskvöld, þar sem hann var í annarlegu ástandi vegna álagsins sem fylgdi fyrirhugaðri brottvísun. 

Meðal þeirra sem hafa mótmælt eru kennarar í Hlíðaskóla, sem hafa sérstaka reynslu af því að liðsinna transbörnum.

Foreldrar ManísArdeshir og Shokoufu, foreldrar Manís, voru stödd á mótmælunum. Hér fyrir miðið.
Í viðtaliForeldrar Manís í viðtali við RÚV á tröppum Stjórnarráðsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár