Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Góð könnun fyrir Sósíalista og Sjálfstæðisflokkinn

Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands mæl­ist með mesta fylgi sitt í nýrri könn­un MMR. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bæt­ir við sig og vant­ar lít­ið upp í kjör­fylgi sitt.

Góð könnun fyrir Sósíalista og Sjálfstæðisflokkinn
Gunnar Smári Egilsson Formaður framkvæmdaráðs Sósíalistaflokks Íslands. Mynd: Pressphotos

Ný könnun markaðsrannsóknafyrirtækisins MMR sýnir fylgisaukningu hjá Sjálfstæðisflokknum um þrjú prósentustig, á sama tíma og Viðreisn, keppinautur Sjálfstæðisflokkins á hægri væng stjórnmálanna, tapar 2,7 prósentustigum.

Á sama tíma eykst fylgi Vinstri grænna um tvö prósentustig, upp í 10,7%, sem er ríflega sex prósentustigum minna en í síðustu Alþingiskosningum 2017.

Stuðningur við ríkisstjórnina fer upp í 41,9%, sem er meiri stuðningur en við síðustu fjórar ríkisstjórnir að sama tíma liðnum eða minna.

Á sama tíma fellur Samfylkingin um 1,5% í stuðningi, niður í 15,1%, og Miðflokkurinn fellur um 1,8%, í 13,3%. 

Athygli vekur að Sósíalistaflokkur Íslands styrkir stöðu sína og nær fimm prósenta þröskuldnum til að ná fólki inn á þing. Forsenda þess að eiga rétt á jöfnunarsæti í alþingiskosningum er að hafa fengið 5% fylgi.

Fylgi flokksins mælist 5,3 prósent, en mældist 4,9% í síðustu könnun MMR í janúar. Sósíalistaflokkurinn hefur áður mælst mest með 5,3% í Þjóðarpúlsi Gallup í janúar í fyrra en hefur mælst með minni stuðning þar til nú. Sósíalistar fá meira fylgi en Flokkur fólksins, sem náði fjórum þingmönnum inn á þing 2017, en tveir þeirra gengu í Miðflokkinn. Þá vantar Sósíalista aðeins 1,5 prósentustig til að ná Framsóknarflokknum í fylgi.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 22% fylgi en fékk 25,2% atkvæða í síðustu alþingiskosningum. Það er sögulega lágt hjá flokknum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár