Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Það er dimmt herbergi í mannssálinni

Lilja Sig­urð­ar­dótt­ir ræð­ir skáld­skap­inn, stöðu bók­mennta og sjón­varps­hand­rit sem hún vinn­ur að með Baltas­ar Kor­máki, ást­ina með Mar­gréti Pálu sem hún nán­ast elti­hrelli inn í sam­band með sér og upp­vöxt­inn.

Það er dimmt herbergi í mannssálinni

Ísland er fyrirtaks leiksvið undir glæpasögur. Andrúmsloftið á kvöldin víðs vegar um höfuðborgina bíður draugagangs eða glæps, morðingja með flettivír, undir bílastæði Kringlunnar. Arkitektúrinn leikur hlutverk í sviðsetningunum og auðnin. Úr augum vegfaranda í daglegum erindagjörðum, eða á leið í leikhúsið, skín sekt eða að minnsta kosti grunsamlegt sakleysi: Þátttaka í hjúskaparbroti? Öðruvísi trúnaðarbroti? Kennitölubraski? Yfirhylmingum með skattsvikum, skattaskjólum? Búðarhnupli? Á alþjóðlegum mælikvörðum hafa fulltrúar landsins náð hæðum í efnahagsbrotum með aðstoð fjölskyldu- og annarra tengsla því landið telst of lítið fyrir lýðræðisleg vinnubrögð, þar sem allir þekkja alla, að sögn ráðafólks. 

Velgengni íslenskra glæpasagna hófst fyrir um það bil þrjátíu og þremur árum þegar fyrstu bækur Arnaldar Indriðasonar komu út og glæpasögur Yrsu Sigurðardóttur, sem byrjaði að skrifa barnabækur, fylgdu í kjölfarið. Þau skipa heiðurssæti drottningar og konungs íslensku glæpasögunnar og skrifa sögur ásamt gróskumiklum hópi glæpasagnahöfunda sem þýddar eru á ótal tungumál og fara um víðan völl, langt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár