Ísland er fyrirtaks leiksvið undir glæpasögur. Andrúmsloftið á kvöldin víðs vegar um höfuðborgina bíður draugagangs eða glæps, morðingja með flettivír, undir bílastæði Kringlunnar. Arkitektúrinn leikur hlutverk í sviðsetningunum og auðnin. Úr augum vegfaranda í daglegum erindagjörðum, eða á leið í leikhúsið, skín sekt eða að minnsta kosti grunsamlegt sakleysi: Þátttaka í hjúskaparbroti? Öðruvísi trúnaðarbroti? Kennitölubraski? Yfirhylmingum með skattsvikum, skattaskjólum? Búðarhnupli? Á alþjóðlegum mælikvörðum hafa fulltrúar landsins náð hæðum í efnahagsbrotum með aðstoð fjölskyldu- og annarra tengsla því landið telst of lítið fyrir lýðræðisleg vinnubrögð, þar sem allir þekkja alla, að sögn ráðafólks.
Velgengni íslenskra glæpasagna hófst fyrir um það bil þrjátíu og þremur árum þegar fyrstu bækur Arnaldar Indriðasonar komu út og glæpasögur Yrsu Sigurðardóttur, sem byrjaði að skrifa barnabækur, fylgdu í kjölfarið. Þau skipa heiðurssæti drottningar og konungs íslensku glæpasögunnar og skrifa sögur ásamt gróskumiklum hópi glæpasagnahöfunda sem þýddar eru á ótal tungumál og fara um víðan völl, langt …
Athugasemdir