Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bjarni Benediktsson: „Þessi tillaga er ekkert annað en lýðskrum“

Al­þingi sam­þykkti gerð skýrslu sem ber sam­an greiðsl­ur Sam­herja fyr­ir veiði­heim­ild­ir í Namib­íu og á Ís­landi. Fjár­mála­ráð­herra greiddi at­kvæði gegn því að heim­ila skýrslu­beiðn­ina.

Sagði þingmenn þyrla upp moldviðri Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greiddi atkvæði gegn því að tekin yrði saman skýrsla með samanburði á því hvað Samherji greiddi í veiðigjöld í Namibíu annars vegar og á Íslandi hins vegar. Sagði hann skýrslubeiðnina lýðskrum.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kallaði beiðni þingmanna stjórnarandstöðunnar um skýrslu þar sem bornar væru saman greiðlsur Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu annars vegar og á Íslandi hins vegar, „ekkert annað en lýðskrum“. Stjórnarþingmenn kölluðu skýrslubeiðnina leikaraskap, popúlisma og sýndarmennsku. Skýrslubeiðinin var engu að síður samþykkt. Níu stjórnarþingmenn greiddu atkvæði á móti því, þar á meðal Bjarni.

Hart var tekist á í umræðum á Alþingi fyrir hádegi í umræðum um hvort heimila ætti beiðni um skýrslu hvar samanburður væri gerður á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og Íslandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar var fyrsti flutningsmaður skýrslubeiðninnar en þingmenn úr Viðreisn, Samfylkingu og Pírötum, auk Andrésar Inga Jónssonar sem stendur utan flokka, studdu beiðnina.

Vilja að mútugreiðslur verði reiknaðar með

Í greinargerð með skýrslubeiðninni kom fram að ákvörðun veiðigjalda hefði lengi verið ágreiningsmál í íslenskum stjórnmálum, endurgjald fyrir afnot af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar hafi verið háð pólitísku mati. „Það pólitíska mat hefur aftur í verulegum atriðum byggst á áliti þeirra hagsmunaaðila í útgerð sem eru fulltrúar þeirra fyrirtækja sem gjaldið greiða. Með öðrum orðum hafa verið bein tengsl á milli þess sem útgerðirnar hafa talið sig geta greitt og þess sem meiri hluti á Alþingi hverju sinni hefur talið að þær gætu greitt,“ segir í greinargerðinni.

Skýrslubeiðendur telja að best færi á því að fá óháða aðila til að bera saman hvað Samherji væri reiðubúinn til að greiða fyrir veiðirétt í Namibíu annars vegar og á Íslandi hins vegar. Tiltekið er að rétt sé að draga saman bæði beinar greiðslur Samherja fyrir veiðirétt og einnig greiðslur sem inntar voru af hendi beint til aðila sem fóru með úthlutun veiðiréttarins fyrir hönd namibíska ríkisins. 

„Hérna er þyrlað upp pólitísku modviðri út af ágreiningsefni sem hefur verið um veiðigjöld á Íslandi“

Stjórnarþingmenn gangrýndu bæði inntak og framsetningu skýrslubeiðninnar á meðan að þingmenn stjórnarandstöðu bentu á að skýrslubeiðnir væru mikilvægur þáttur þegar kæmi að möguleikum þingmanna til að sinna eftirlitshlutverki sínu. Þá var orðalag greinargerðarinnar gagnrýnt af mörgum.

„Þessi skýrslubeiðni eru auðvitað ekkert annað en ákveðið lýðskrum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í umræðunum. „Hérna er þyrlað upp pólitísku modviðri út af ágreiningsefni sem hefur verið um veiðigjöld á Íslandi og því haldið fram að útgerðin skammti sér veiðigjöld eftir því sem hún telur að sé hæfilegt hverju sinni. Hérna er verið að rugla saman gerólíkum kerfum og beðið um að þingið samþykki að þessi gerólíku kerfi séu tekin til samanburðar og í samanburðinum séu meintar mútugreiðslur hafðar með í reikningnum til þess að þetta komi sem best út í pólitískri umræðu á Íslandi.“ Sagði Bjarni enn fremur að tillagan væri ekki boðleg og ekki hægt að styðja hana. Hann sá sig svo knúin til að stíga aftur í pontu og ítreka afstöðu sína. „Þessi tillaga er ekkert annað en lýðskrum,“ sagði Bjarni.

Á erindi við almenning

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að skýrslubeiðnin væri „pólitískur loddarskapur“ og Óli Björn Kárason, Sjálfstæðisflokki, kallaði beiðnina „leikaraskap“.

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, benti hins vegar á að upplýsingarnar sem um væri beðið ættu erindi til almennings. „Er útgerðin ekki samkvæm sjálfri sér um það aðgangsgjald sem að hún er reiðubúin að greiða annars staðar samanborið við það aðgangsgjald sem hún er reiðubúin að greiða hér og kvartar hástöfum undan að sé allt of hátt? Sé það raunin að aðgangsgjaldið fyrir skammtíma veiðiheimildir í Namibíu séu tvisvar sinnum hærri heldur en veiðigjöldin hér á landi, þá er það eitthvað sem á erindi við almenning hér á landi.“

Í atkvæðagreiðslu var samþykkt að leggja mætti fram beiðni um umrædda skýrslu með 27 atkvæðum. Tíu greiddu ekki atkvæði en sjö þingmenn sögðu nei, þeir Ásmundur Friðriksson, Bjarni Benediktsson, Brynjar Níelsson, Haraldur Benediktsson, Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason, allir í Sjálfstæðisflokki, og Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár