Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjáröflun vegna gróðurelda og göldrótt urta

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 7.–20. fe­brú­ar.

Fjáröflun vegna gróðurelda og göldrótt urta

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Vetrarhátíð 2020

Hvar? Höfuðborgarsvæðið
Hvenær? 6.–9. febrúar
Aðgangseyrir: Fer eftir viðburði.

Á hinni árlegu Vetrarhátíð fær myrkrið að njóta sín og fjöldi listamanna heldur sérstakar sýningar og viðburði. Á föstudag er Safnanótt, en þá bjóða fjölmörg söfn upp á fjölbreytta dagskrá og er ókeypis aðgangur frá klukkan 18.00. Á laugardaginn er Sundlauganótt þar sem ellefu sundlaugar gera slíkt hið sama. Auk þess fara fram ýmsir viðburðir, eins og Truflað landslag í Gallerí Port þar sem Atli Bollason bjagar og skælir sjónvarpssnjó með skapandi merkjavinnslu, Stjörnu-Sævar fer með leiðsögn fyrir börn í Bókasafni Mosfellsbæjar þar sem hann segir frá stjörnunum yfir Íslandi, Ótrúlega mannleg sýning í Ásmundarsal þar sem Are We Studio? túlkar mistök á listrænan máta, og fleiri sýningar.

Fjáröflunarkvöld vegna gróðurelda í Ástralíu

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 7. febrúar kl. 22.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Þúsundir einstaklinga hafa misst heimili sín og óheyrilegur fjöldi dýra hefur látist vegna gróðurelda sem geisa í ástralska fylkinu Nýja Suður-Wales. Hópur af listamönnum leggjast á eitt í fjáröflun fyrir fórnarlömbin. Meðal þeirra eru grínistarnir Jono Duffy og Kimi Tayler, dragdrottningin Jenny Purr og -konungurinn HANS, og tónlistarmennirnir SAKARIS og Högni.

Að fanga kjarnann

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? 7. febrúar–3. maí
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Sænski listamaðurinn Mats Gustafson fangar hverfulleika vatnslitarins af einstakri næmni. Á áttunda áratugnum hóf hann að vinna myndir fyrir tískuheiminn en helgaði sig æ meira eigin listsköpun þegar fram í sótti. Í verkum sínum sveiflast listamaðurinn af mikilli leikni milli tískuheimsins, náttúrunnar og könnunar á umhverfinu. 

Gaddavír, Dead Herring, GÓÐxÆRI

Hvar? R6013
Hvenær? 9. febrúar kl. 18.00
Aðgangseyrir: Frjáls framlög

Aðdáendur harðkjarna og erfiðrar tónlistar þurfa ekki að leita lengra til að sjá þrjár af áhugaverðustu sveitunum í senunni, en þær eru á leið í Evróputúr. Gaddavír spilar háværa og hraða tónlist af mikilli færni, Dead Herring fremur hljóðbylgjugjörning þar sem karllægir og kvenlegir eiginleikar takast á og GÓÐxÆRI flytur andfasískt iðnaðarkraftofbeldi.

Svartir sunnudagar: Requiem for a Dream

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 9. febrúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Harmleikurinn eftirminnilegi Requiem for a Dream eftir leikstjórann Darren Aranofsky hefur fyrir löngu öðlast sess sem költ-mynd, en hún segir sögu fjögurra einstaklinga sem leiðast út á braut vímuefna með skelfilegum afleiðingum. Taka þarf fram að myndin er alls ekki fyrir viðkvæmar sálir.

Teitur Magnússon & Æðisgengið

Hvar? Röntgen
Hvenær? 12. febrúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Skeggprúði þjóðlagatöframaðurinn Teitur Magnússon heldur messur tileinkaðar draumum og góða lífinu á hverjum tónleikum. Teitur var lengi vel einn af tveimur söngvurum í reggí-hljómsveitinni Ojba Rasta, en hinn söngvarinn, Arnljótur Sigurðsson, hitar einmitt upp fyrir þessa tónleika sem Kraftgalli. Tónleikarnir fara fram í litlum sal og er nánd við flytjendur því mikil.

Af fingrum fram: Sigríður Thorlacius

Hvar? Salurinn
Hvenær? 13. & 20. febrúar kl. 20.30
Aðgangseyrir: Frá 4.950 kr.

Sigríður Thorlacius er ein af ástsælustu söngkonum þjóðarinnar, en hún hefur afrekað ansi margt bæði með hljómsveitunum sínum Hjaltalín og GÓSS og ein síns liðs. Hún mætir í Salinn þar sem hún tekur þátt í spjalltónleikaröðinni Af fingrum fram þar sem tónlistarflutningur og viðtal í beinni tvinnast saman.

Valentínusar Drag-Súgur

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 14. febrúar kl. 21.30
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Dragdrottningarnar og -konungarnir í hópnum Drag-Súgur fagna degi ástarinnar eins og hann var skapaður af auglýsingastofum: með pomp og prakt. Búast má við atriðum fullum af gríni og glensi, samfélagsádeilu, metnaðarfullum tilþrifum og hugsanlega ofgnótt af gordjöss dans- og söngatriðum.

Sæhjarta

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 14., 19. & 27. febrúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 4.400 kr.

Sæhjarta endurskapar og endurvekur gömlu sögurnar um urturnar sem komu á land og fóru úr selshamnum til að búa og elska meðal manna. Í þessu leikriti verður dularfull kona rekalda á drungalegri strönd, en hennar margslungna furðusaga er sögð með blöndu brúðuleiks og hefðbundins leikhúss. Sýningin er ætluð fullorðnum.

Sol LeWitt yfirlitssýning

Hvar? Hafnarhúsið
Hvenær? 15. febrúar–24. maí 
Aðgangseyrir: 1.840 kr.

Bandaríski listamaðurinn Sol heitinn LeWitt er gjarnan talinn vera einn helsti frumkvöðull hugmyndalistarinnar, en í henni eru allar ákvarðanir og skipulag listaverksins fyrirfram ákveðið og verkið verður alltént til úr gangverki hugmyndarinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem yfirlitssýning með verkum hans ratar á Íslandsstrendur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár