Morð, mansal og stökk út um glugga á fjórðu hæð koma öll fyrir í Twitter-þræði ungrar konu úr kynlífsiðnaðinum sem vakti heimsathygli árið 2015. Kvikmynd um sögu hennar var frumsýnd á Sundance-hátíðinni sem fór fram í Utah á dögunum.
Myndin heitir Zola eftir aðalpersónunni Aziah „Zola“ King sem deildi sögu sinni í runu af 148 tístum í röð. Zola var 18 ára og vann við afgreiðslu á veitingastaðnum Hooters þegar hún kynntist stripparanum Stefani. Nokkrum dögum síðar bað Stefani hana um að koma með sér til Flórída á vertíð á strippklúbbunum þar og raka þar inn peningum. Með í för voru kærasti Stefani og dularfullur maður, sem í myndinni er kallaður X, en hann reyndist vera ofbeldisfullur vændissali.

Ítarlega var fjallað um Zola og ævintýri hennar í grein í Rolling Stone eftir að hún hafði farið á flug á …
Athugasemdir