Stefán Eiríksson, nýráðinn útvarpsstjóri, hefur verið áberandi allt frá unga aldri. Á námsárum sínum var hann virkur þátttakandi í félagslífi þeirra skóla sem hann stundaði nám við og gegndi þar trúnaðarstöðum.
Stefán lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1990. Hann keppti í Gettu betur fyrir hönd skólans en einnig í Morfís, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna. Var hann meðal annars valinn ræðumaður Íslands í úrslitakeppni Morfís árið 1989, en meðfylgjandi myndbrot er einmitt úr þeirri keppni. Umræðuefni keppninnar í þeirri úrslitaviðureign var
Stefán keppti einnig fyrir hönd Menntaskólans við Hamrahlíð í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna. Árið 1990 komst hann ásamt liðsfélögum sínum, Jóni Yngva Jóhannssyni og Snorra Einarssyni, í undanúrslit keppninnar en þar hafði lið Verslunarskóla Íslands betur svo nam fjórum stigum.
Þá var Stefán formaður Orator, félags laganema við Háskóla Íslands, árin 1993-1994 og sat í Stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir hönd Vöku árin 1992 til 1994.
Athugasemdir