Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Nýr útvarpsstjóri í Morfís – „Jörðin okkar er eins og lítil rós, falleg en viðkvæm“

Stefán Ei­ríks­son, ný­ráð­inn út­varps­stjóri, þótti mælsk­ur þeg­ar á unglings­ár­um. Var val­inn ræðu­mað­ur Ís­lands í úr­slita­keppni Morf­ís ár­ið 1989. „Þeg­ar ég er orð­inn gam­all mað­ur bíð­ur mín það erf­iða hlut­skipti að færa barna­barni mínu þessa rós.“

Nýr útvarpsstjóri í Morfís – „Jörðin okkar er eins og lítil rós, falleg en viðkvæm“
Dramatísk ræða Stefán var útnefndur ræðumaður Íslands árið 1989.

Stefán Eiríksson, nýráðinn útvarpsstjóri, hefur verið áberandi allt frá unga aldri. Á námsárum sínum var hann virkur þátttakandi í félagslífi þeirra skóla sem hann stundaði nám við og gegndi þar trúnaðarstöðum.

Stefán lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1990. Hann keppti í Gettu betur fyrir hönd skólans en einnig í Morfís, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna. Var hann meðal annars valinn ræðumaður Íslands í úrslitakeppni Morfís árið 1989, en meðfylgjandi myndbrot er einmitt úr þeirri keppni. Umræðuefni keppninnar í þeirri úrslitaviðureign var Hafa vísindin bætt heiminn? Gera má ráð fyrir að Stefán hafi haft efasemdir um að svo væri, sé horft á ræðubrotið hér að neðan. 

Stefán keppti einnig fyrir hönd Menntaskólans við Hamrahlíð í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna.  Árið 1990 komst hann ásamt liðsfélögum sínum, Jóni Yngva Jóhannssyni og Snorra Einarssyni, í undanúrslit keppninnar en þar hafði lið Verslunarskóla Íslands betur svo nam fjórum stigum. 

Stefán í Gettu betur.Stefán er hér fyrir miðju.

Þá var Stefán formaður Orator, félags laganema við Háskóla Íslands, árin 1993-1994 og sat í Stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir hönd Vöku árin 1992 til 1994.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár