Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Nýr útvarpsstjóri í Morfís – „Jörðin okkar er eins og lítil rós, falleg en viðkvæm“

Stefán Ei­ríks­son, ný­ráð­inn út­varps­stjóri, þótti mælsk­ur þeg­ar á unglings­ár­um. Var val­inn ræðu­mað­ur Ís­lands í úr­slita­keppni Morf­ís ár­ið 1989. „Þeg­ar ég er orð­inn gam­all mað­ur bíð­ur mín það erf­iða hlut­skipti að færa barna­barni mínu þessa rós.“

Nýr útvarpsstjóri í Morfís – „Jörðin okkar er eins og lítil rós, falleg en viðkvæm“
Dramatísk ræða Stefán var útnefndur ræðumaður Íslands árið 1989.

Stefán Eiríksson, nýráðinn útvarpsstjóri, hefur verið áberandi allt frá unga aldri. Á námsárum sínum var hann virkur þátttakandi í félagslífi þeirra skóla sem hann stundaði nám við og gegndi þar trúnaðarstöðum.

Stefán lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1990. Hann keppti í Gettu betur fyrir hönd skólans en einnig í Morfís, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna. Var hann meðal annars valinn ræðumaður Íslands í úrslitakeppni Morfís árið 1989, en meðfylgjandi myndbrot er einmitt úr þeirri keppni. Umræðuefni keppninnar í þeirri úrslitaviðureign var Hafa vísindin bætt heiminn? Gera má ráð fyrir að Stefán hafi haft efasemdir um að svo væri, sé horft á ræðubrotið hér að neðan. 

Stefán keppti einnig fyrir hönd Menntaskólans við Hamrahlíð í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna.  Árið 1990 komst hann ásamt liðsfélögum sínum, Jóni Yngva Jóhannssyni og Snorra Einarssyni, í undanúrslit keppninnar en þar hafði lið Verslunarskóla Íslands betur svo nam fjórum stigum. 

Stefán í Gettu betur.Stefán er hér fyrir miðju.

Þá var Stefán formaður Orator, félags laganema við Háskóla Íslands, árin 1993-1994 og sat í Stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir hönd Vöku árin 1992 til 1994.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár