Nýr útvarpsstjóri í Morfís – „Jörðin okkar er eins og lítil rós, falleg en viðkvæm“

Stefán Ei­ríks­son, ný­ráð­inn út­varps­stjóri, þótti mælsk­ur þeg­ar á unglings­ár­um. Var val­inn ræðu­mað­ur Ís­lands í úr­slita­keppni Morf­ís ár­ið 1989. „Þeg­ar ég er orð­inn gam­all mað­ur bíð­ur mín það erf­iða hlut­skipti að færa barna­barni mínu þessa rós.“

Nýr útvarpsstjóri í Morfís – „Jörðin okkar er eins og lítil rós, falleg en viðkvæm“
Dramatísk ræða Stefán var útnefndur ræðumaður Íslands árið 1989.

Stefán Eiríksson, nýráðinn útvarpsstjóri, hefur verið áberandi allt frá unga aldri. Á námsárum sínum var hann virkur þátttakandi í félagslífi þeirra skóla sem hann stundaði nám við og gegndi þar trúnaðarstöðum.

Stefán lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1990. Hann keppti í Gettu betur fyrir hönd skólans en einnig í Morfís, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna. Var hann meðal annars valinn ræðumaður Íslands í úrslitakeppni Morfís árið 1989, en meðfylgjandi myndbrot er einmitt úr þeirri keppni. Umræðuefni keppninnar í þeirri úrslitaviðureign var Hafa vísindin bætt heiminn? Gera má ráð fyrir að Stefán hafi haft efasemdir um að svo væri, sé horft á ræðubrotið hér að neðan. 

Stefán keppti einnig fyrir hönd Menntaskólans við Hamrahlíð í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna.  Árið 1990 komst hann ásamt liðsfélögum sínum, Jóni Yngva Jóhannssyni og Snorra Einarssyni, í undanúrslit keppninnar en þar hafði lið Verslunarskóla Íslands betur svo nam fjórum stigum. 

Stefán í Gettu betur.Stefán er hér fyrir miðju.

Þá var Stefán formaður Orator, félags laganema við Háskóla Íslands, árin 1993-1994 og sat í Stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir hönd Vöku árin 1992 til 1994.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár