Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Nýr útvarpsstjóri í Morfís – „Jörðin okkar er eins og lítil rós, falleg en viðkvæm“

Stefán Ei­ríks­son, ný­ráð­inn út­varps­stjóri, þótti mælsk­ur þeg­ar á unglings­ár­um. Var val­inn ræðu­mað­ur Ís­lands í úr­slita­keppni Morf­ís ár­ið 1989. „Þeg­ar ég er orð­inn gam­all mað­ur bíð­ur mín það erf­iða hlut­skipti að færa barna­barni mínu þessa rós.“

Nýr útvarpsstjóri í Morfís – „Jörðin okkar er eins og lítil rós, falleg en viðkvæm“
Dramatísk ræða Stefán var útnefndur ræðumaður Íslands árið 1989.

Stefán Eiríksson, nýráðinn útvarpsstjóri, hefur verið áberandi allt frá unga aldri. Á námsárum sínum var hann virkur þátttakandi í félagslífi þeirra skóla sem hann stundaði nám við og gegndi þar trúnaðarstöðum.

Stefán lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1990. Hann keppti í Gettu betur fyrir hönd skólans en einnig í Morfís, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna. Var hann meðal annars valinn ræðumaður Íslands í úrslitakeppni Morfís árið 1989, en meðfylgjandi myndbrot er einmitt úr þeirri keppni. Umræðuefni keppninnar í þeirri úrslitaviðureign var Hafa vísindin bætt heiminn? Gera má ráð fyrir að Stefán hafi haft efasemdir um að svo væri, sé horft á ræðubrotið hér að neðan. 

Stefán keppti einnig fyrir hönd Menntaskólans við Hamrahlíð í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna.  Árið 1990 komst hann ásamt liðsfélögum sínum, Jóni Yngva Jóhannssyni og Snorra Einarssyni, í undanúrslit keppninnar en þar hafði lið Verslunarskóla Íslands betur svo nam fjórum stigum. 

Stefán í Gettu betur.Stefán er hér fyrir miðju.

Þá var Stefán formaður Orator, félags laganema við Háskóla Íslands, árin 1993-1994 og sat í Stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir hönd Vöku árin 1992 til 1994.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
3
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
4
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu