Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri

Stjórn Rík­is­út­varps­ins sam­þykkti sam­hljóða á fundi sín­um í gær að ráða Stefán.

Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri
Nýr útvarpsstjóri Stefán hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.

Stefán Eiríksson hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Stefán hefur fram til þessa verið borgarritari Reykjavíkurborgar en var áður sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar og þar áður lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Stefán er ráðinn til fimm ára og tekur hann við af Magnúsi Geir Þórðarssyni sem lét af störfum á síðasta ári í kjölfar þess að hann var skipaður Þjóðleikhússtjóri.

Stefán er menntaður lögfræðingur, lauk embættisprófi frá Háskóla Íslands árið 1996 og hdl. prófi árið 1997. Hann hefur auk þess lokið sérhæfðu stjórnendanámi Bloomberg Harvard City Leadership Initiative.

Stefán starfaði sem blaðamaður á Tímanum á árunum 1990 til 1991 og á Morgunablaðinu á árunum 1991 til 1996, samhliða námi. Stefán starfaði í sendiráði Íslands í Brussel á árunum 1999 til 2001 en var svo skipaður skrifstofustjóri dómsmála- og löggæsluskrifstofu, dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 2002. Hann var skipaður lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu 15. júlí 2006 og gegndi því embætti til ársins 2014, þegar hann var ráðinn sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hann var síðan ráðinn borgarritari í desember 2016 og hefur gegnt hlutverki staðgengils borgarstjóra.

Stefán tekur formlega við starfinu 1. mars næstkomandi.

Meðal þeirra sem óska Stefáni velfarnaðar er Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. „Það er ástæða til að óska Ríkisútvarpinu og stjórn Rúv ohf. til hamingju með þessa ákvörðum. Stefán Eiríksson er sannarlega fengur fyrir útvarpið og að sama skapi skilur hann eftir sig skarð sem nú þarf að fylla hjá borginni. Hann hefur verið frábær samstarfsmaður, fyrst sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, síðan sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar og síðast en ekki síst sem borgarritari og staðgengill borgarstjóra. Hann fékk því mín bestu meðmæli þegar eftir því var leitað, enda á Stefán ekki annað skilið: frábær og traustur samstarfsmaður, leiðtogi og heilsteypt manneskja svo fátt eitt sé talið - og fjári skemmtilegur í þokkabót. Til hamingju Rúv og gangi þér allt að sólu, kæri Stebbi!“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár