Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri

Stjórn Rík­is­út­varps­ins sam­þykkti sam­hljóða á fundi sín­um í gær að ráða Stefán.

Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri
Nýr útvarpsstjóri Stefán hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.

Stefán Eiríksson hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Stefán hefur fram til þessa verið borgarritari Reykjavíkurborgar en var áður sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar og þar áður lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Stefán er ráðinn til fimm ára og tekur hann við af Magnúsi Geir Þórðarssyni sem lét af störfum á síðasta ári í kjölfar þess að hann var skipaður Þjóðleikhússtjóri.

Stefán er menntaður lögfræðingur, lauk embættisprófi frá Háskóla Íslands árið 1996 og hdl. prófi árið 1997. Hann hefur auk þess lokið sérhæfðu stjórnendanámi Bloomberg Harvard City Leadership Initiative.

Stefán starfaði sem blaðamaður á Tímanum á árunum 1990 til 1991 og á Morgunablaðinu á árunum 1991 til 1996, samhliða námi. Stefán starfaði í sendiráði Íslands í Brussel á árunum 1999 til 2001 en var svo skipaður skrifstofustjóri dómsmála- og löggæsluskrifstofu, dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 2002. Hann var skipaður lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu 15. júlí 2006 og gegndi því embætti til ársins 2014, þegar hann var ráðinn sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hann var síðan ráðinn borgarritari í desember 2016 og hefur gegnt hlutverki staðgengils borgarstjóra.

Stefán tekur formlega við starfinu 1. mars næstkomandi.

Meðal þeirra sem óska Stefáni velfarnaðar er Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. „Það er ástæða til að óska Ríkisútvarpinu og stjórn Rúv ohf. til hamingju með þessa ákvörðum. Stefán Eiríksson er sannarlega fengur fyrir útvarpið og að sama skapi skilur hann eftir sig skarð sem nú þarf að fylla hjá borginni. Hann hefur verið frábær samstarfsmaður, fyrst sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, síðan sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar og síðast en ekki síst sem borgarritari og staðgengill borgarstjóra. Hann fékk því mín bestu meðmæli þegar eftir því var leitað, enda á Stefán ekki annað skilið: frábær og traustur samstarfsmaður, leiðtogi og heilsteypt manneskja svo fátt eitt sé talið - og fjári skemmtilegur í þokkabót. Til hamingju Rúv og gangi þér allt að sólu, kæri Stebbi!“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár