Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma

Sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­ar Mið­flokks­ins lýsa áhyggj­um sín­um af upp­gangi po­púl­isma í er­indi til Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Mið­flokk­ur­inn fell­ur að skil­grein­ing­um um po­púl­ista­flokka.

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma
Hafa áhyggjur af popúlisma Þau Tómas Ellert og Vigdís lýsa í erindi sínu áhyggjum af uppgangi popúlisma. Miðflokkurinn sjálfur uppfyllir hins vegar hefðbundnar skilgreiningar um popúlistaflokka og þau Vigdís og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, uppfylla líka skilgreiningar sem popúlískir leiðtogar.

Sveitarstjórnarfulltrúar Miðflokksins hafa áhyggjur af uppgangi popúlisma og að ekki sé gætt að lýðræðislegum sjónarmiðum og valddreifingu innan Sambands íslenskra sveitarfélaga. Miðflokkurinn sjálfur ber hins vegar greinilega merki popúlistaflokka og vitna rannsóknir þar um.

Sveitarstjórnarfulltrúarnir Tómas Ellert Tómasson, sem er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg, og Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, hafa sent Sambandi íslenskra sveitarfélaga  erindi þar sem þau grennslast fyrir um störf starfshóps um endurskoðun á samþykktum sambandsins. Vísa þau til þess að eftir landsþing sambandsins í september 2018 hafi nokkrir þingfulltrúa lýst vonbrigðum sínum með hvernig staðið væri að kjöri í stjórn og til formennsku í sambandinu. „Mátti skilja á máli þeirra að um andlýðræðisleg vinnubrögð væri að ræða af hálfu yfirstjórnar sambandsins sem væru í engum takti við þá stefnu sem sambandið sjálft boðar, á tyllidögum,“ segir í erindi Miðflokksfólksins.

Í framhaldinum var samþykkt að ný stjórn sambandsins skipaði starfshóp til að endurskoða samþykktir þess er lúta að kosningu til stjórnar og embættis formanns. Var sá hópur skipaður undir lok árs 2018 og átti að ljúka störfum um síðustu áramót. Fara þau í erindi sínu fram á svör við því hvort gætt hafi verið að lýðræðislegum sjónarmiðum við skipan starfshópsins, hverjir skipi hann, hvort vinnu hans sé lokið og hvar og hvenær niðurstaða vinnunnar verði kynnt.

Taka undir áhyggjur framkvæmdastjóra ÖSE

Í erindi sínu vísa þau Vigdís og Tómas Ellert til viðtals við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, framkvæmdastjóra lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), í Kastljósi Ríkisútvarpsins 9. janúar síðastliðinn. Í erindi Miðflokksfólks segir að Ingibjörg Sólrún hafi í því viðtali sagt að vaxandi stuðningur við popúlistaflokka í Evrópu væri áhyggjuefni þar sem hugmyndir um valddreifingu og málamiðlanir væru á undanhaldi. Miðflokksfólk segir að það taki undir orð og áhyggjur Ingibjargar Sólrúnar og því óski þau svara um störf starfshópsins.

„Það er aukin pólarisering. Hún kemur meðal annars með popúlismanum sem gerir út á pólariseringu“

Í viðtalinu sagði Ingbjörg Sólrún ennfremur að fram væri að koma ný hugmynd um lýðræði sem fælist í því að hinir sterku væru sigurvegarar, að þeir tækju til sín allt vald í stað þess að deila því og gera málamiðlanir. „Það er aukin pólarisering. Hún kemur meðal annars með popúlismanum sem gerir út á pólariseringu. Sagan segir okkur að þar er mikil hætta á ferðum vegna þess að því meiri pólariseringu því meiri andúð sem við ölum á í samfélaginu þeim mun líklegra er að átök brjótist út.“

Miðflokkurinn er popúlistaflokkur

Í ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian frá því í nóvember 2018, um uppgang popúlistaflokka í Evrópu, er Miðflokkurinn sjálfur skilgreindur sem popúlistaflokkur. Meðal þeirra sem aðstoðuðu Guardian við greininguna voru Ólafur Þ. Harðarsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, og Hulda Þórisdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild sama skóla. Í umræddri umfjöllun eru popúlistaflokkar skilgreindir á nokk hefðbundinn hátt innan stjórnmálafræði, að popúlistaflokkar aðhyllist þá hugmyndafræði að samfélög skiptist í tvær andstæðar fylkingar, hreinlynt fólk annars vegar og spillta elítu hins vegar. Popúlistaflokkar halda þá á lofti þeirri skoðun að stjórnmál eigi að snúast um almannavilja en ekki elítisma.

„Mikil foringjadýrkun hefur verið einkennandi meðal flokksmanna sem hafa lofað formanninn ítrekað“

Í lokaritgerð Daða Ómarssonar við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands frá því í júní 2019 er fjallað um popúlisma í íslenskum stjórnmálum. Þar segir meðal annars: „Mikil foringjadýrkun hefur verið einkennandi meðal flokksmanna sem hafa lofað formanninn ítrekað enda er flokkurinn að mörgu leyti hugarfóstur formannsins.“ Þá er það niðurstaða Daða að skipulag og orðræða flokksins falli vel að skilgreiningu á popúlisma.

Blaðamaðurinn Gabríel Benjamin hefur undanfarin tvö ár unnið að rannsókn á hugtakinu popúlisma sem hluta af meistaraverkefni sínu í heimspeki við Háskóla íslands. Í grein sem birtist í Stundinni í júní 2018 lýsir hann þeim niðurstöðum sem hann hafði komist að, meðal annars því að Miðflokkurinn sé stærsta popúlíska hreyfing Íslands. Þá er það niðurstaða Gabríels að Vigdís Hauksdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, beri öll einkenni popúlísks leiðtoga.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
6
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár