Óljóst er hvernig borgaryfirvöld ætla að tala við um þúsund foreldra og kanna afstöðu þeirra til breytts opnunartíma leikskóla. Leikskólakennari segir dvalartíma barna of langan, en að sveitarfélögin ættu að byrja á að stytta vinnutíma foreldranna áður en opnunartíminn er styttur.
Tillaga um að stytta almennan opnunartíma leikskóla í Reykjavík þannig að þeim verði lokað 16.30 í stað 17.00 áður liggur nú fyrir borgarráði. Breytingin tæki gildi 1. apríl, en heimilt yrði að sækja um aðlögunarfrest til 1. ágúst vegna sérstakra ástæðna.
Í færslu á Facebook í kjölfar fundar borgarstjórnar á þriðjudag ítrekaði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs, að fram muni fara ítarlegt jafnréttismat um tillöguna. „Sem hluti af þessu mati verði talað við alla foreldra sem eru með dvalarsamning eftir kl. 16.30 og aðstæður þeirra og afstaða til tillagnanna kannaðar,“ skrifaði hún.
Alls 937 börn í Reykjavík eru með dvalarsamning sem lýkur eftir kl. 16.30 á …
Athugasemdir