Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Arnarlax vill fá gefins laxeldiskvóta frá íslenska ríkinu sem Norðmenn selja á 40 milljarða

Í kynn­ingu á starf­semi Arn­ar­lax kem­ur fram að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið líti á Al­þingi sem „kerf­is­læga áskor­un“ fyr­ir vöxt lax­eld­is á Ís­landi. Hart er tek­ist á um lax­eldi í Ísa­fjarð­ar­djúpi þar sem Arn­ar­lax vill fá 10 þús­und tonna kvóta frá rík­inu.

Arnarlax vill fá gefins laxeldiskvóta frá íslenska ríkinu sem Norðmenn selja á 40 milljarða
Arðurinn af auðlindinni í vasa fárra Einn af þeim sem hagnast hvað mest á kvótunum sem Arnarlax fær gefins á Íslandi er Gustav Witzoe, forstjóri og einn stærsti huthafi Salmar AS í Noregi. Íslenska ríkið hefur gefið Arnarlaxi framleiðslukvóta á eldislax sem eru tugmilljarða virði.

Laxeldisfyrirtækið Arnarlax á Bíldudal lítur á Alþingi og stjórnkerfið á Íslandi sem „kerfislæga áskorun“ (e. structural challenge) í þeirri viðleitni sinni og annarra laxeldisfyrirtækja á Íslandi að stækka og fá frekari framleiðsluleyfi á eldislaxi. Þetta kemur fram í kynningu á starfsemi Arnarlax frá því í lok nóvember sem aðgengileg er á vef norsku kauphallarinnar, NOTC.

Arnarlax bindur vonir við að fá að minnsta kosti 14.500 tonna framleiðsluleyfi til viðbótar við þau 25 þúsund tonn sem fyrirtækið getur framleitt á grundvelli núverandi leyfa. Af þessum 14.500 tonnum eru 10.000 tonn í Ísafjarðardjúpi en hart hefur verið deilt um það á liðnum árum hvort heimila ætti stórfellt laxeldi í Ísafjarðardjúpi, líkt og laxeldisfyrirtækin vilja, en Hafrannsóknastofnun hefur lagst gegn.

Kvótinn á milli 26 og 49 milljarða króna virði

Ef Arnarlax fær leyfi til að framleiða þennan 14.500 tonna kvóta árlega þá greiðir fyrirtækið ekkert til íslenska ríkisins fyrir þessi réttindi. Til samanburðar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár