Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Nafn­tog­að­ir femín­ist­ar boða til þriggja daga við­burð­ar þar sem fjall­að verð­ur um leið­ir til að tak­ast á við helstu áskor­an­ir femín­ista. Báð­ar hafa ít­rek­að vak­ið at­hygli vegna rót­tækra skoð­ana og að­gerða.

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur
Sóley Tómasdóttir og Hildur Lilliendahl Viðburðurinn er á vegum ráðgjafafyrirtækis Sóleyjar.

Sóley Tómasdóttir og Hildur Lilliendahl auglýsa vinnuhelgi fyrir „róttækar konur“ á Selfossi í byrjun mars. Á námskeiðinu tvinna þær eigin reynslu af femínískum aktívisma saman við rannsóknir á stöðu, aðstæðum og aðgerðum femínista vítt og breitt, að því er segir í kynningarefni viðburðarins.

Sóley og Hildur hafa báðar oft komist í fjölmiðla vegna róttækra skoðana eða aðgerða í jafnréttismálum. Hildur vakti til dæmis mikla athygli þegar hún tók saman gróf ummæli um konur á samfélagsmiðlum og birti á Facebook undir titlinum „Karlar sem hata konur“ árið 2012. Fékk hún í kjölfarið líflátshótanir, en var einnig valin hetja ársins af lesendum DV.

Sóley var borgarfulltrúi Vinstri grænna og forseti borgarstjórnar 2014 til 2016. Hún var ein þeirra kvenna sem stóð fyrir söfnun í Málfrelsissjóð til að borga fyrir lögfræðikostnað og mögulegar bótakröfur á hendur þeim konum sem tjá sig opinberlega um kynferðisbrotamál. Hildur var einmitt dæmd til greiðslu slíkra bóta eftir ummæli um hið svokallaða Hlíðamál sem voru dæmd dauð og ómerk. Hún rekur nú ráðgjafafyrirtækið Just Consulting sem stendur fyrir viðburðinum. 

Vinnuhelgin er sögð „valdefling fyrir konur sem vilja breyta“ í kynningarefninu. „Finnst þér miða of hægt í átt að jafnrétti?“ er spurt. „Langar þig að hafa meiri áhrif á jafnréttismál í samfélaginu, á vinnustaðnum, í fjölskyldunni eða vinahópnum?“ 

Umfjöllunarefni eru meðal annars helstu áskoranir femínista, leiðir til að lifa af og hafa áhrif og samstaða og sundurlyndi, segir í kynningu. 

Þekktir femínistar og aktívistar hafa deilt kynningu á viðburðinum á Facebook og því líklegt að róttækar konur fjölmenni á Selfoss, þar sem viðburðurinn fer fram. Þeirra á meðal eru Elísabet Ýr Atladóttir, María Lilja Þrastardóttir og Tara Margrét Vilhjálmsdóttir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár