Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Nafn­tog­að­ir femín­ist­ar boða til þriggja daga við­burð­ar þar sem fjall­að verð­ur um leið­ir til að tak­ast á við helstu áskor­an­ir femín­ista. Báð­ar hafa ít­rek­að vak­ið at­hygli vegna rót­tækra skoð­ana og að­gerða.

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur
Sóley Tómasdóttir og Hildur Lilliendahl Viðburðurinn er á vegum ráðgjafafyrirtækis Sóleyjar.

Sóley Tómasdóttir og Hildur Lilliendahl auglýsa vinnuhelgi fyrir „róttækar konur“ á Selfossi í byrjun mars. Á námskeiðinu tvinna þær eigin reynslu af femínískum aktívisma saman við rannsóknir á stöðu, aðstæðum og aðgerðum femínista vítt og breitt, að því er segir í kynningarefni viðburðarins.

Sóley og Hildur hafa báðar oft komist í fjölmiðla vegna róttækra skoðana eða aðgerða í jafnréttismálum. Hildur vakti til dæmis mikla athygli þegar hún tók saman gróf ummæli um konur á samfélagsmiðlum og birti á Facebook undir titlinum „Karlar sem hata konur“ árið 2012. Fékk hún í kjölfarið líflátshótanir, en var einnig valin hetja ársins af lesendum DV.

Sóley var borgarfulltrúi Vinstri grænna og forseti borgarstjórnar 2014 til 2016. Hún var ein þeirra kvenna sem stóð fyrir söfnun í Málfrelsissjóð til að borga fyrir lögfræðikostnað og mögulegar bótakröfur á hendur þeim konum sem tjá sig opinberlega um kynferðisbrotamál. Hildur var einmitt dæmd til greiðslu slíkra bóta eftir ummæli um hið svokallaða Hlíðamál sem voru dæmd dauð og ómerk. Hún rekur nú ráðgjafafyrirtækið Just Consulting sem stendur fyrir viðburðinum. 

Vinnuhelgin er sögð „valdefling fyrir konur sem vilja breyta“ í kynningarefninu. „Finnst þér miða of hægt í átt að jafnrétti?“ er spurt. „Langar þig að hafa meiri áhrif á jafnréttismál í samfélaginu, á vinnustaðnum, í fjölskyldunni eða vinahópnum?“ 

Umfjöllunarefni eru meðal annars helstu áskoranir femínista, leiðir til að lifa af og hafa áhrif og samstaða og sundurlyndi, segir í kynningu. 

Þekktir femínistar og aktívistar hafa deilt kynningu á viðburðinum á Facebook og því líklegt að róttækar konur fjölmenni á Selfoss, þar sem viðburðurinn fer fram. Þeirra á meðal eru Elísabet Ýr Atladóttir, María Lilja Þrastardóttir og Tara Margrét Vilhjálmsdóttir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár