Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Nafn­tog­að­ir femín­ist­ar boða til þriggja daga við­burð­ar þar sem fjall­að verð­ur um leið­ir til að tak­ast á við helstu áskor­an­ir femín­ista. Báð­ar hafa ít­rek­að vak­ið at­hygli vegna rót­tækra skoð­ana og að­gerða.

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur
Sóley Tómasdóttir og Hildur Lilliendahl Viðburðurinn er á vegum ráðgjafafyrirtækis Sóleyjar.

Sóley Tómasdóttir og Hildur Lilliendahl auglýsa vinnuhelgi fyrir „róttækar konur“ á Selfossi í byrjun mars. Á námskeiðinu tvinna þær eigin reynslu af femínískum aktívisma saman við rannsóknir á stöðu, aðstæðum og aðgerðum femínista vítt og breitt, að því er segir í kynningarefni viðburðarins.

Sóley og Hildur hafa báðar oft komist í fjölmiðla vegna róttækra skoðana eða aðgerða í jafnréttismálum. Hildur vakti til dæmis mikla athygli þegar hún tók saman gróf ummæli um konur á samfélagsmiðlum og birti á Facebook undir titlinum „Karlar sem hata konur“ árið 2012. Fékk hún í kjölfarið líflátshótanir, en var einnig valin hetja ársins af lesendum DV.

Sóley var borgarfulltrúi Vinstri grænna og forseti borgarstjórnar 2014 til 2016. Hún var ein þeirra kvenna sem stóð fyrir söfnun í Málfrelsissjóð til að borga fyrir lögfræðikostnað og mögulegar bótakröfur á hendur þeim konum sem tjá sig opinberlega um kynferðisbrotamál. Hildur var einmitt dæmd til greiðslu slíkra bóta eftir ummæli um hið svokallaða Hlíðamál sem voru dæmd dauð og ómerk. Hún rekur nú ráðgjafafyrirtækið Just Consulting sem stendur fyrir viðburðinum. 

Vinnuhelgin er sögð „valdefling fyrir konur sem vilja breyta“ í kynningarefninu. „Finnst þér miða of hægt í átt að jafnrétti?“ er spurt. „Langar þig að hafa meiri áhrif á jafnréttismál í samfélaginu, á vinnustaðnum, í fjölskyldunni eða vinahópnum?“ 

Umfjöllunarefni eru meðal annars helstu áskoranir femínista, leiðir til að lifa af og hafa áhrif og samstaða og sundurlyndi, segir í kynningu. 

Þekktir femínistar og aktívistar hafa deilt kynningu á viðburðinum á Facebook og því líklegt að róttækar konur fjölmenni á Selfoss, þar sem viðburðurinn fer fram. Þeirra á meðal eru Elísabet Ýr Atladóttir, María Lilja Þrastardóttir og Tara Margrét Vilhjálmsdóttir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár