Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Nafn­tog­að­ir femín­ist­ar boða til þriggja daga við­burð­ar þar sem fjall­að verð­ur um leið­ir til að tak­ast á við helstu áskor­an­ir femín­ista. Báð­ar hafa ít­rek­að vak­ið at­hygli vegna rót­tækra skoð­ana og að­gerða.

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur
Sóley Tómasdóttir og Hildur Lilliendahl Viðburðurinn er á vegum ráðgjafafyrirtækis Sóleyjar.

Sóley Tómasdóttir og Hildur Lilliendahl auglýsa vinnuhelgi fyrir „róttækar konur“ á Selfossi í byrjun mars. Á námskeiðinu tvinna þær eigin reynslu af femínískum aktívisma saman við rannsóknir á stöðu, aðstæðum og aðgerðum femínista vítt og breitt, að því er segir í kynningarefni viðburðarins.

Sóley og Hildur hafa báðar oft komist í fjölmiðla vegna róttækra skoðana eða aðgerða í jafnréttismálum. Hildur vakti til dæmis mikla athygli þegar hún tók saman gróf ummæli um konur á samfélagsmiðlum og birti á Facebook undir titlinum „Karlar sem hata konur“ árið 2012. Fékk hún í kjölfarið líflátshótanir, en var einnig valin hetja ársins af lesendum DV.

Sóley var borgarfulltrúi Vinstri grænna og forseti borgarstjórnar 2014 til 2016. Hún var ein þeirra kvenna sem stóð fyrir söfnun í Málfrelsissjóð til að borga fyrir lögfræðikostnað og mögulegar bótakröfur á hendur þeim konum sem tjá sig opinberlega um kynferðisbrotamál. Hildur var einmitt dæmd til greiðslu slíkra bóta eftir ummæli um hið svokallaða Hlíðamál sem voru dæmd dauð og ómerk. Hún rekur nú ráðgjafafyrirtækið Just Consulting sem stendur fyrir viðburðinum. 

Vinnuhelgin er sögð „valdefling fyrir konur sem vilja breyta“ í kynningarefninu. „Finnst þér miða of hægt í átt að jafnrétti?“ er spurt. „Langar þig að hafa meiri áhrif á jafnréttismál í samfélaginu, á vinnustaðnum, í fjölskyldunni eða vinahópnum?“ 

Umfjöllunarefni eru meðal annars helstu áskoranir femínista, leiðir til að lifa af og hafa áhrif og samstaða og sundurlyndi, segir í kynningu. 

Þekktir femínistar og aktívistar hafa deilt kynningu á viðburðinum á Facebook og því líklegt að róttækar konur fjölmenni á Selfoss, þar sem viðburðurinn fer fram. Þeirra á meðal eru Elísabet Ýr Atladóttir, María Lilja Þrastardóttir og Tara Margrét Vilhjálmsdóttir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár