Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Nafn­tog­að­ir femín­ist­ar boða til þriggja daga við­burð­ar þar sem fjall­að verð­ur um leið­ir til að tak­ast á við helstu áskor­an­ir femín­ista. Báð­ar hafa ít­rek­að vak­ið at­hygli vegna rót­tækra skoð­ana og að­gerða.

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur
Sóley Tómasdóttir og Hildur Lilliendahl Viðburðurinn er á vegum ráðgjafafyrirtækis Sóleyjar.

Sóley Tómasdóttir og Hildur Lilliendahl auglýsa vinnuhelgi fyrir „róttækar konur“ á Selfossi í byrjun mars. Á námskeiðinu tvinna þær eigin reynslu af femínískum aktívisma saman við rannsóknir á stöðu, aðstæðum og aðgerðum femínista vítt og breitt, að því er segir í kynningarefni viðburðarins.

Sóley og Hildur hafa báðar oft komist í fjölmiðla vegna róttækra skoðana eða aðgerða í jafnréttismálum. Hildur vakti til dæmis mikla athygli þegar hún tók saman gróf ummæli um konur á samfélagsmiðlum og birti á Facebook undir titlinum „Karlar sem hata konur“ árið 2012. Fékk hún í kjölfarið líflátshótanir, en var einnig valin hetja ársins af lesendum DV.

Sóley var borgarfulltrúi Vinstri grænna og forseti borgarstjórnar 2014 til 2016. Hún var ein þeirra kvenna sem stóð fyrir söfnun í Málfrelsissjóð til að borga fyrir lögfræðikostnað og mögulegar bótakröfur á hendur þeim konum sem tjá sig opinberlega um kynferðisbrotamál. Hildur var einmitt dæmd til greiðslu slíkra bóta eftir ummæli um hið svokallaða Hlíðamál sem voru dæmd dauð og ómerk. Hún rekur nú ráðgjafafyrirtækið Just Consulting sem stendur fyrir viðburðinum. 

Vinnuhelgin er sögð „valdefling fyrir konur sem vilja breyta“ í kynningarefninu. „Finnst þér miða of hægt í átt að jafnrétti?“ er spurt. „Langar þig að hafa meiri áhrif á jafnréttismál í samfélaginu, á vinnustaðnum, í fjölskyldunni eða vinahópnum?“ 

Umfjöllunarefni eru meðal annars helstu áskoranir femínista, leiðir til að lifa af og hafa áhrif og samstaða og sundurlyndi, segir í kynningu. 

Þekktir femínistar og aktívistar hafa deilt kynningu á viðburðinum á Facebook og því líklegt að róttækar konur fjölmenni á Selfoss, þar sem viðburðurinn fer fram. Þeirra á meðal eru Elísabet Ýr Atladóttir, María Lilja Þrastardóttir og Tara Margrét Vilhjálmsdóttir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár