Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Bát­ar eru sokkn­ir eft­ir að snjóflóð féll og or­sak­aði flóð­bylgju á höfn­ina. Ann­að snjóflóð fór að hluta yf­ir snjóflóða­varna­garða á hús efst í byggð­inni. Ung­lings­stúlku var bjarg­að úr snjóflóð­inu.

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
Mynd af snjóflóðinu Mynd af vettvangi fyrir miðnætti í kvöld. Mynd: Önundur Pálsson

Tvö verulega stór snjóflóð féllu við Flateyri undir miðnætti í kvöld.

Annað snjóflóðið er talið hafa fallið í sjó. Talið er að flóðbylgja vegna snjóflóðsins hafi orsakað tjónið. Fleiri en einn bátur er sokkinn.

Snjóflóðavarnir virðast hafa stýrt snjóflóðunum frá byggðinni. Í öðru tilfellinu fór snjóflóðið hins vegar að hluta yfir varnargarða og á hús efst í byggðinni, við Ólafstún, þar sem fjölskylda er búsett. Meðlimir úr björgunarsveitinni á Flateyri grófu unglingsstúlku upp úr snjóflóðinu, samkvæmt heimildum Stundarinnar, og var hún köld en heil heilsu.

Ófært er um veginn til Flateyrar vegna snjóþyngsla. Íbúarnir hafa því verið einangraðir. Snjóbylur torveldar yfirsýn og áttu íbúar erfitt með að átta sig á aðstæðum, enda féllu tvö snjóflóð með skömmu millibili úr sitt hvoru gilinu, Skollahvilft og Innra-Bæjargili. Árið 1995 féll mannskætt snjóflóð úr Skollahvilft, sem kostaði 20 manns lífið, en í kjölfarið voru reistar umfangsmeiri snjóflóðavarnir. Langt er síðan svo mikill snjór hefur verið í bænum. Drunur heyrðust um þorpið þegar flóðin féllu. Íbúar voru slegnir óhug, ekki síst þegar óvíst var um afdrif fólks og skemmdir, en hugur margra leitaði til baka til ástandsins þegar snjóflóðið féll fyrir tæpum 25 árum.

Tugir björgunarsveitarmanna voru á leið sjóleiðis með varðskipi frá Ísafirði í nótt og voru íbúar beðnir að halda kyrru fyrir heima.

Mikill viðbúnaður var eftir að flóðið féll og hópaðist fólk að til hjálpar.

Allir bátar sem lágu við smábátahöfnina losnuðu frá landfestum og sjór fór yfir aðalgötuna, Hafnarstræti. Flestir þeirra virðast skemmdir eða ónýtir.

Eftir flóðbylgjunaFlóðbylgjan hrifsaði með sér smábátaflota Flateyringa.
Höfnin á FlateyriEitt skip er enn á floti við aðalhöfnina.

Þá féll einnig stórt snjóflóð í Súgandafirði, til móts við Suðureyri, sem olli flóðbylgju.

Uppfært kl. 01.23:

Fréttatilkynning frá Landhelgisgæslunni: „Varðskipið Þór er nú á leið frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn um borð auk áhafnar varðskipsins. Þór hefur verið til taks fyrir vestan síðan á fimmtudag vegna veðurs. Varðskipið fór frá Ísafirði klukkan 00:40 en gert er ráð fyrir að það verði komið á Flateyri á þriðja tímanum í nótt. Þá hefur áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar verið kölluð út og fer sömuleiðis vestur. Gert er ráð fyrir að tveir sjúkraflutningamenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins farið með þyrlunni.“

Fréttatilkynning frá Almannavörnum:

Uppfærð fréttatilkynning frá Samhæfingarstöð almannavarna:

Fólk á Flateyri er beðið um að halda kyrru fyrir heima að svo stöddu.

Íbúar á Suðureyri eru beðnir um að halda sig frá höfninni.

Verið er að rýma einhver hús.

Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki.

 Eitt snjóflóðið fór ekki langt frá a.m.k. einu húsi en ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður. Ekki er vitað til þess að fleiri hafi orðið fyrir snjóflóðunum á þessari stundu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið til Flateyrar.

Aðgerðarstjórn er að störfum á Ísafirði.

Varðskipið Þór sem var statt á Ísafirði er einnig á leið til Flateyrar.

Frá höfninni á FlateyriSnjóflóð og/eða flóðbylgja hefur sökkt bátum í höfninni.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Snjóflóð á Flateyri

Mest lesið

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
5
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
6
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár