Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Bát­ar eru sokkn­ir eft­ir að snjóflóð féll og or­sak­aði flóð­bylgju á höfn­ina. Ann­að snjóflóð fór að hluta yf­ir snjóflóða­varna­garða á hús efst í byggð­inni. Ung­lings­stúlku var bjarg­að úr snjóflóð­inu.

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
Mynd af snjóflóðinu Mynd af vettvangi fyrir miðnætti í kvöld. Mynd: Önundur Pálsson

Tvö verulega stór snjóflóð féllu við Flateyri undir miðnætti í kvöld.

Annað snjóflóðið er talið hafa fallið í sjó. Talið er að flóðbylgja vegna snjóflóðsins hafi orsakað tjónið. Fleiri en einn bátur er sokkinn.

Snjóflóðavarnir virðast hafa stýrt snjóflóðunum frá byggðinni. Í öðru tilfellinu fór snjóflóðið hins vegar að hluta yfir varnargarða og á hús efst í byggðinni, við Ólafstún, þar sem fjölskylda er búsett. Meðlimir úr björgunarsveitinni á Flateyri grófu unglingsstúlku upp úr snjóflóðinu, samkvæmt heimildum Stundarinnar, og var hún köld en heil heilsu.

Ófært er um veginn til Flateyrar vegna snjóþyngsla. Íbúarnir hafa því verið einangraðir. Snjóbylur torveldar yfirsýn og áttu íbúar erfitt með að átta sig á aðstæðum, enda féllu tvö snjóflóð með skömmu millibili úr sitt hvoru gilinu, Skollahvilft og Innra-Bæjargili. Árið 1995 féll mannskætt snjóflóð úr Skollahvilft, sem kostaði 20 manns lífið, en í kjölfarið voru reistar umfangsmeiri snjóflóðavarnir. Langt er síðan svo mikill snjór hefur verið í bænum. Drunur heyrðust um þorpið þegar flóðin féllu. Íbúar voru slegnir óhug, ekki síst þegar óvíst var um afdrif fólks og skemmdir, en hugur margra leitaði til baka til ástandsins þegar snjóflóðið féll fyrir tæpum 25 árum.

Tugir björgunarsveitarmanna voru á leið sjóleiðis með varðskipi frá Ísafirði í nótt og voru íbúar beðnir að halda kyrru fyrir heima.

Mikill viðbúnaður var eftir að flóðið féll og hópaðist fólk að til hjálpar.

Allir bátar sem lágu við smábátahöfnina losnuðu frá landfestum og sjór fór yfir aðalgötuna, Hafnarstræti. Flestir þeirra virðast skemmdir eða ónýtir.

Eftir flóðbylgjunaFlóðbylgjan hrifsaði með sér smábátaflota Flateyringa.
Höfnin á FlateyriEitt skip er enn á floti við aðalhöfnina.

Þá féll einnig stórt snjóflóð í Súgandafirði, til móts við Suðureyri, sem olli flóðbylgju.

Uppfært kl. 01.23:

Fréttatilkynning frá Landhelgisgæslunni: „Varðskipið Þór er nú á leið frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn um borð auk áhafnar varðskipsins. Þór hefur verið til taks fyrir vestan síðan á fimmtudag vegna veðurs. Varðskipið fór frá Ísafirði klukkan 00:40 en gert er ráð fyrir að það verði komið á Flateyri á þriðja tímanum í nótt. Þá hefur áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar verið kölluð út og fer sömuleiðis vestur. Gert er ráð fyrir að tveir sjúkraflutningamenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins farið með þyrlunni.“

Fréttatilkynning frá Almannavörnum:

Uppfærð fréttatilkynning frá Samhæfingarstöð almannavarna:

Fólk á Flateyri er beðið um að halda kyrru fyrir heima að svo stöddu.

Íbúar á Suðureyri eru beðnir um að halda sig frá höfninni.

Verið er að rýma einhver hús.

Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki.

 Eitt snjóflóðið fór ekki langt frá a.m.k. einu húsi en ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður. Ekki er vitað til þess að fleiri hafi orðið fyrir snjóflóðunum á þessari stundu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið til Flateyrar.

Aðgerðarstjórn er að störfum á Ísafirði.

Varðskipið Þór sem var statt á Ísafirði er einnig á leið til Flateyrar.

Frá höfninni á FlateyriSnjóflóð og/eða flóðbylgja hefur sökkt bátum í höfninni.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Snjóflóð á Flateyri

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár