Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Bát­ar eru sokkn­ir eft­ir að snjóflóð féll og or­sak­aði flóð­bylgju á höfn­ina. Ann­að snjóflóð fór að hluta yf­ir snjóflóða­varna­garða á hús efst í byggð­inni. Ung­lings­stúlku var bjarg­að úr snjóflóð­inu.

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
Mynd af snjóflóðinu Mynd af vettvangi fyrir miðnætti í kvöld. Mynd: Önundur Pálsson

Tvö verulega stór snjóflóð féllu við Flateyri undir miðnætti í kvöld.

Annað snjóflóðið er talið hafa fallið í sjó. Talið er að flóðbylgja vegna snjóflóðsins hafi orsakað tjónið. Fleiri en einn bátur er sokkinn.

Snjóflóðavarnir virðast hafa stýrt snjóflóðunum frá byggðinni. Í öðru tilfellinu fór snjóflóðið hins vegar að hluta yfir varnargarða og á hús efst í byggðinni, við Ólafstún, þar sem fjölskylda er búsett. Meðlimir úr björgunarsveitinni á Flateyri grófu unglingsstúlku upp úr snjóflóðinu, samkvæmt heimildum Stundarinnar, og var hún köld en heil heilsu.

Ófært er um veginn til Flateyrar vegna snjóþyngsla. Íbúarnir hafa því verið einangraðir. Snjóbylur torveldar yfirsýn og áttu íbúar erfitt með að átta sig á aðstæðum, enda féllu tvö snjóflóð með skömmu millibili úr sitt hvoru gilinu, Skollahvilft og Innra-Bæjargili. Árið 1995 féll mannskætt snjóflóð úr Skollahvilft, sem kostaði 20 manns lífið, en í kjölfarið voru reistar umfangsmeiri snjóflóðavarnir. Langt er síðan svo mikill snjór hefur verið í bænum. Drunur heyrðust um þorpið þegar flóðin féllu. Íbúar voru slegnir óhug, ekki síst þegar óvíst var um afdrif fólks og skemmdir, en hugur margra leitaði til baka til ástandsins þegar snjóflóðið féll fyrir tæpum 25 árum.

Tugir björgunarsveitarmanna voru á leið sjóleiðis með varðskipi frá Ísafirði í nótt og voru íbúar beðnir að halda kyrru fyrir heima.

Mikill viðbúnaður var eftir að flóðið féll og hópaðist fólk að til hjálpar.

Allir bátar sem lágu við smábátahöfnina losnuðu frá landfestum og sjór fór yfir aðalgötuna, Hafnarstræti. Flestir þeirra virðast skemmdir eða ónýtir.

Eftir flóðbylgjunaFlóðbylgjan hrifsaði með sér smábátaflota Flateyringa.
Höfnin á FlateyriEitt skip er enn á floti við aðalhöfnina.

Þá féll einnig stórt snjóflóð í Súgandafirði, til móts við Suðureyri, sem olli flóðbylgju.

Uppfært kl. 01.23:

Fréttatilkynning frá Landhelgisgæslunni: „Varðskipið Þór er nú á leið frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn um borð auk áhafnar varðskipsins. Þór hefur verið til taks fyrir vestan síðan á fimmtudag vegna veðurs. Varðskipið fór frá Ísafirði klukkan 00:40 en gert er ráð fyrir að það verði komið á Flateyri á þriðja tímanum í nótt. Þá hefur áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar verið kölluð út og fer sömuleiðis vestur. Gert er ráð fyrir að tveir sjúkraflutningamenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins farið með þyrlunni.“

Fréttatilkynning frá Almannavörnum:

Uppfærð fréttatilkynning frá Samhæfingarstöð almannavarna:

Fólk á Flateyri er beðið um að halda kyrru fyrir heima að svo stöddu.

Íbúar á Suðureyri eru beðnir um að halda sig frá höfninni.

Verið er að rýma einhver hús.

Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki.

 Eitt snjóflóðið fór ekki langt frá a.m.k. einu húsi en ekki er talið að neinn sé alvarlega slasaður. Ekki er vitað til þess að fleiri hafi orðið fyrir snjóflóðunum á þessari stundu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið til Flateyrar.

Aðgerðarstjórn er að störfum á Ísafirði.

Varðskipið Þór sem var statt á Ísafirði er einnig á leið til Flateyrar.

Frá höfninni á FlateyriSnjóflóð og/eða flóðbylgja hefur sökkt bátum í höfninni.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Snjóflóð á Flateyri

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
1
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.
Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár