Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Málið fer fyrir dóm og fjölskyldan verður ekki send úr landi á næstunni

Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála hef­ur sam­þykkt um­sókn um frest­un réttaráhrifa í máli Razia Abassi og Ali Ahma­di, átján og nítj­án ára nýbak­aðra for­eldra frá Af­gan­ist­an sem hef­ur ver­ið synj­að um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Í frest­un­inni felst að þeim er heim­ilt að dvelja hér á landi þar til að mál þeirra fer fyr­ir dóm. Verj­andi hjón­anna seg­ir að mál verði höfð­að á næstu dög­um.

Málið fer fyrir dóm og fjölskyldan verður ekki send úr landi á næstunni
Ali og Razia Þau verða ekki send úr landi fyrr en mál þeirra hefur verið rekið fyrir dómi. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Þetta er óvænt og afskaplega ánægjulegt. Ég átti frekar von á að krafan yrði ekki samþykkt, enda er algengast að ekki sé fallist á kröfu um frestun réttaráhrifa,“ segir Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður hjónanna. Kærunefnd útlendingamála vísar til hagsmuna nýfædds barns þeirra Raziu Abassi og Ali Ahmadi, í rökstuðningi þeirrar ákvörðunar að fallast á kröfu um frestun réttaráhrifa í máli þeirra. Frestunin felur það í sér að þeim er heimilt að dvelja hér á landi á meðan mál þeirra er rekið fyrir dómi. 

Þau Razia og Ali, sem eru 18 og 19 ára gömul, komu til Íslands síðastliðið sumar. Þá var Razia gengin nokkra mánuði með fyrsta barn þeirra. Þau flúðu heimaland sitt Afganistan fyrir fimm árum og hafa síðan verið á hrakhólum, dvalist í Íran, Tyrklandi og síðast í Grikklandi. Þar hlutu þau alþjóðlega vernd, sem að þeirra sögn var verra en að hafa hana ekki, því það þýddi að þau höfðu ekki lengur rétt á að dvelja í húsnæði ætluðu flóttamönnum, en höfðu samt sem áður litla sem enga möguleika á að sjá sér farborða og urðu fyrir miklum fordómum og misrétti. Þau sögðu frá því í viðtali í Stundinni að þau hafi ákveðið að yfirgefa Grikkland þegar gengið var í skrokk á henni á götu úti, en hann hafi nokkrum sinnum lent í slíkum árásum. 

Razia og Ali sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi en Útlendingastofnun hafnaði þeirri beiðni 2. september, á þeim grundvelli að þau hefðu þegar vernd í Grikklandi. Sú ákvörðun var kærð til kærunefndar útlendingamála, sem staðfesti synjunina 5. desember. Þá var Razia nær fullgengin með barn þeirra, sem fæddist á annan í jólum.

Eftir að hafa fengið synjanirnar tvær leituðu hjónin til Magnúsar. Hann lagði fyrir þeirra hönd fram tvær kröfur til kærunefndar útlendingamála. Annars vegar um frestun réttaráhrifa, sem nú hefur verið samþykkt, og hins vegar um endurupptöku málsins. Ekki hefur borist svar við þeirri kröfu. 

Ljóst er að mál hjónanna fer nú fyrir dóm. „Nú höfum við fimm daga til að stefna í málinu og munum gera það í vikunni og óska jafnaframt eftir flýtimeðferð,“ segir Magnús. Hann segir að í ljósi reynslunnar sé ólíklegt að fallist verði á flýtimeðferð. Málinu verði því stefnt inn með hefðbundnum hætti og það geti því tekið allt að því átta mánuði að fá meðferð fyrir dómi.

„Nú höfum við fimm daga til að stefna í málinu og munum gera það í vikunni og óska jafnaframt eftir flýtimeðferð“ 

Sú breyting var gerð á reglugerð um útlendinga síðastliðið sumar að Útlendingastofnun var gert heimilt að taka til efnismeðferðar umsókn barns sem hefur fengið vernd í öðru ríki, séu meira en tíu mánuðir liðnir frá því að umsókn barst íslenskum stjórnvöldum. Áður var fresturinn 12 mánuðir. Líklegast er að sá tímafrestur muni líða, á meðan þau Razia og Ali bíða þess að mál þeirra fari fyrir dómi. Á meðan á bið þeirra stendur, eftir því að mál þeirra fái niðurstöðu dóm, eru því allar líkur á að þau uppfylli þessi skilyrði sem leiða til þess að þau fái efnismeðferð, óháð niðurstöðu dómsins. „Þetta er því einstaklega ánægjulegur áfangasigur,“ segir Magnús. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár