Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjölskylda og vinir Halldórs kostuðu ritun ævisögu hans

Ævi­saga Hall­dórs Ás­gríms­son­ar, eins um­deild­asta stjórn­mála­leið­toga Ís­lands á seinni hluta 20. ald­ar og byrj­un þeirra 21., var kost­uð af fjöl­skyldu hans og vin­um. Höf­und­ur­inn Guð­jón Frið­riks­son seg­ir að hann hafi not­ið fulls frels­is við rit­un bók­ar­inn­ar. Bók­in er ekki mjög gagn­rýn­in á póli­tísk­an fer­il Hall­dórs.

Fjölskylda og vinir Halldórs kostuðu ritun ævisögu hans
Ógagnrýnin mynd Myndin sem dregin er upp af pólitískum ferli Halldórs Ásgrímssonar í bókinni er ógagnrýnin.

Ævisaga Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, var skrifuð að undirlagi og kostuð af fjölskyldu Halldórs sjálfs. Bókin er eftir Guðjón Friðriksson og kom hún út hjá Máli og menningu, sem er hluti af Forlaginu, fyrir jólin og segir söguna af lífshlaupi Halldórs Ásgrímssonar. Halldór lést árið 2015. 

Þar eru meðal annars sérstakir kaflar um umdeild og eldfim pólitísk mál eins og stóriðjuframkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun, einkavæðingu ríkisfyrirtækja eins og Íslenskra aðalverktaka og ríkisbankanna í byrjun aldarinnar og Íraksstríðið. Segja má að Halldór Ásgrímsson sé einn allra þekktasti stjórnmálamaður Íslands síðastliðna áratugi og einnig einn sá umdeildasti vegna aðkomu sinnar að umræddum málum meðal annars. 

Í samtali við Stundina segir Guðjón að fjölskylda og vinir Halldórs hafi stofnað félag utan um útgáfu bókarinnar og að hann hafi svo fengið greitt fyrir vinnu sínu frá umræddu félagi. „Það var stofnað félag sem greiddi mér, það voru fjölskylda hans og vinir. Þetta …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár