Ævisaga Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, var skrifuð að undirlagi og kostuð af fjölskyldu Halldórs sjálfs. Bókin er eftir Guðjón Friðriksson og kom hún út hjá Máli og menningu, sem er hluti af Forlaginu, fyrir jólin og segir söguna af lífshlaupi Halldórs Ásgrímssonar. Halldór lést árið 2015.
Þar eru meðal annars sérstakir kaflar um umdeild og eldfim pólitísk mál eins og stóriðjuframkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun, einkavæðingu ríkisfyrirtækja eins og Íslenskra aðalverktaka og ríkisbankanna í byrjun aldarinnar og Íraksstríðið. Segja má að Halldór Ásgrímsson sé einn allra þekktasti stjórnmálamaður Íslands síðastliðna áratugi og einnig einn sá umdeildasti vegna aðkomu sinnar að umræddum málum meðal annars.
Í samtali við Stundina segir Guðjón að fjölskylda og vinir Halldórs hafi stofnað félag utan um útgáfu bókarinnar og að hann hafi svo fengið greitt fyrir vinnu sínu frá umræddu félagi. „Það var stofnað félag sem greiddi mér, það voru fjölskylda hans og vinir. Þetta …
Athugasemdir