Ísland og Marokkó eru því sem næst á sama tímabeltinu, það skeikar aðeins einni klukkustund, en veðurfar landanna gæti ekki verið mikið ólíkara. Hér á Íslandi geisar stormur þegar Birta svarar símanum úti í garði hjá sér, í sól og háværum en ljúfum fuglasöng. Veðrið er ekki það eina sem er ólíkt á milli þessara tveggja heimalanda fjölskyldunnar, sem auk Birtu sjálfar telja manninn hennar, Othman Karoune, og dætur fjórar, tvö sett af eins og fjögurra ára gömlum afskaplega fallegum tvíburum. Eftir nokkuð ómeðvitaða leit að einhvers konar fullnægju í lífinu, tímabili sem einkenndist öðru fremur af miklum ferðalögum, fann Birta tilgang lífs síns í heimalandi mannsins síns og tók eftir vandlega ígrundun ákvörðun um að gerast múslimi.
Margir halda að það hafi …
Athugasemdir