Pillan er mögulega það lyf sem hefur valdið hvað stærstum straumhvörfum í jafnréttisbaráttu kynjanna. Með tilkomu þessa lyfs varð konum mögulegt að stjórna barneignum sínum, seinka þeim eða jafnvel sleppa alfarið. Við sem höfum alltaf getað nýtt okkur undarverkun þessa lyfs gerum okkur líklega ekki grein fyrir því hversu miklar breytingar þessi litla pilla hafði í för með sér.
Nafngiftin sem hún gengur undir gefur það þó sterklega til kynna – pillan. Það þarf ekki einu sinni að taka fram hvað þessi pilla gerir. Vissulega höfðu getnaðarvarnir verið mögulegar áður en pillan var fundin upp, en með tilkomu þessa hormónalyfs jókst aðgengi að þeim fyrir konur til muna og sjálfsákvörðunarréttur þeirra styrktist.
Hvað gerir pillan?
Þótt meirihluti þjóðarinnar hafi að öllum líkindum á einhverjum tímapunkti lífs síns notið góðs af áhrifum pillunnar (vel að merkja, bæði karlar og konur) þá er ólíklegt að allir hafi fullan skilning á virkni hennar. …
Athugasemdir