Matthías Johannessen, skáld og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi komið illa fram gegn syni hans, Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra. Gerður var starfslokasamningur við Harald á dögunum sem felur í sér að Haraldur fær greiddar 57 milljónir króna á tveimur árum með hlutverk sem ráðgjafi.
Sagður hafa yfirgefið flokkinn
Í færslu á Facebook greindi Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og blaðamaður á Morgunblaðinu, frá því að Matthías hefði á dögunum sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. „Hvað sem mönnum kann að finnast um flokkinn held ég að þetta sé slæmur missir fyrir hann,“ skrifar Guðmundur. Guðmundur er vel heima í innanflokksmálum Sjálfstæðisflokksins enda fyrrverandi starfsmaður flokksins.
„Þetta var náttúrlega einhvers konar samsæri gegn drengnum, að mínu mati“
Þegar færsla Guðmundar var borin undir Matthías og hann jafnframt inntur eftir því hvort að hann hefði sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna framgöngu flokksmanna gegn syni hans, vildi hann enn sem fyrr ekki staðfesta úrsögn sína. Hins …
Athugasemdir