Í tilefni af hundrað ára afmæli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga birtist grein í tímariti félagsins eftir Héðin Unnsteinsson sem ber nafnið Áhrifavaldar. Þar veltir hann m.a. fyrir sér hverjir áhrifavaldar fortíðar og nútíðar eru. Hann segir frá einum af fyrstu áhrifavöldunum í hans eigin lífi, Fríðu ömmusystur sinni, sem einmitt var hjúkrunarfræðingur en jafnframt „yndisleg manneskja, hlý, úrræðagóð, umhyggjusöm og æðrulaus“. Þá hafi hún búið yfir þeim eiginleika að geta stýrt, án þess að nokkur áttaði sig á því að hún væri að stjórna. Í ófá skipti hafði Héðinn farið á hennar fund og þegið frá henni manneldisráð og ráð um heilsusamlegan lífsstíl.
Hugsanlega var Fríða frænka og góðu ráðin hennar í undirmeðvitund Héðins sjálfs þegar hann, fyrir tuttugu árum, stóð fyrir því að geðorðin tíu, sem ótalmargir hafa enn fyrir augunum daglega, oftar en ekki á ísskápnum sínum, til að minna sig á hvernig er gott að hegða sér og …
Athugasemdir