Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Björn Leví: „Ásmundur Friðriksson er lýðskrumari af verstu gerð“

„Eng­ar áhyggj­ur krakk­ar, það er ekki bann­að að tala um spill­ingu í Evr­ópu­ráðs­þing­inu öf­ugt við það ís­lenska,“ seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir um bréf Ásmund­ar Friðiks­son­ar. Björn Leví Gunn­ars­son seg­ir bæði siðanefnd og meiri­hluta for­sæt­is­nefnd­ar hafa ver­ið í rugl­inu.

Björn Leví: „Ásmundur Friðriksson er lýðskrumari af verstu gerð“
Ásmundur Friðriksson Þingmaðurinn skrifaði bréf til Evrópuráðsþingsins þar sem bent var á brot Þórhildar Sunnu á siðareglum. Mynd: Morgunblaðið/Eggert

„Þetta bréf hans er algjör viðbjóður, ofan í allt það sem á undan hefur gengið þá dirfist hann til þess að leitast eftir refsingu á vegum Evrópuráðsþingsins gagnvart Sunnu,“ skrifar Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokks í færslu á Facebook í dag. „Þvílíka og aðra eins mannleysu hef ég aldrei á ævi minni hitt.“

Ásmundur sendi forseta Evrópuráðsþingsins erindi þar sem hann lét vita af broti Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, á siðareglum Alþingis. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Siðanefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í vor að Þórhildur Sunna hefði brotið gegn siðareglum fyrir alþingismenn þegar hún sagði í Silfrinu þann 25. febrúar 2018 að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Vörðuðu ummælin 4,6 milljón króna endurgreiðslur á aksturskostnaði Ásmundar. Forsætisnefnd féllst í kjölfarið á niðurstöðu nefndarinnar.

„Engar áhyggjur krakkar, það er ekki bannað að tala um spillingu í Evrópuráðsþinginu öfugt við það íslenska,“ skrifaði Þórhildur Sunna í færslu á Facebook í dag.

Björn Leví reis samflokksmanni sínum til varnar á Facebook í dag. „Þetta mál hingað til hefur verið einn risavaxinn farsi sem byrjaði á sjálfsagðri beiðni um rannsókn á aksturskostnaði þingmanna eftir svar sem ég fékk frá forseta Alþingis, þar sem sást að starfskostnaður þingmanna jókst tilfinnanlega rétt fyrir kosningar,“ skrifar hann. „Samkvæmt lögum á þingmaður einungis að geta fengið endurgreitt vegna kostnaðar sem hlýst vegna starfa. Að flakka fram og til baka á kosningafundi sem frambjóðandi eru ekki þingstörf. Að nota ráðherrabíl til þess eins og núverandi fjármálaráðherra gerði passar ekki heldur við þær reglur.“

„Ég veit ekki hvort er verra, að vera svona heimskur eða vera svona vondur nema hvort tveggja sé“

Segir hann ljóst að Ásmundur sjálfur hafi viðurkennt að hluti af greiðslunum hafi verið vafasamar og að hann hafi endurgreitt 180 þúsund krónur vegna þess. „Ásmundur Friðriksson er lýðskrumari af verstu gerð. Heimsóknir hans út um allt kjördæmið eru ekkert annað en atkvæðaveiðar sem kosta himinháar upphæðir í akstursgreiðslur og skila engu í þingstörfin. Skilningsleysið gagnvart þeirri málsmeðferð sem var í þessu máli í forsætisnefnd og siðanefnd hér á landi hentar honum auðvitað gríðarlega vel. Það skilningsleysi er annað hvort einlægt, sem segir þá sitt um gáfur (eða skort á þeim) eða þá að það er viljandi, sem segir þá sitt um hans innri mann. Ég veit ekki hvort er verra, að vera svona heimskur eða vera svona vondur nema hvort tveggja sé.“

Björn Leví GunnarssonÞingmaðurinn segist „hrauna yfir Ása“ af fullri yfirvegun.

Björn Leví segir siðanefnd Alþingis hafa verið „í ruglinu“ við afgreiðslu málsins og sömuleiðis meirihluta forsætisnefndar fyrir að hafa ekki tekið tillit til sannleiksgildis ummæla Þórhildar Sunnu. „Undir engum kringumstæðum þá getur það talist brot á siðareglum að segja satt. Því skiptir mjög miklu máli hvort Sunna sagði satt eða ekki og meti nú hver fyrir sig miðað við játningu Ásmundar og endurgreiðslu hans á vafasömum kostnaðargreiðslum. Allir sem eru ekki hlutdrægir í málinu ættu að sjá hið augljósa, Sunna var nákvæm og málefnaleg í gagnrýni sinni í þessu máli.“

Loks segist hann ekki skammast sín fyrir að „hrauna yfir Ása“ og að skrifin hafi verið með fullri yfirvegun. „Kannski finnst þetta einhverjum óvægin gagnrýni. Þá er það bara nákvæmur skilningur á því sem ég er að reyna að segja. Ég skil ekki af hverju ég ætti að halda eitthvað aftur af skoðunum mínum í þessu máli. Það gerir nákvæmlega ekkert fyrir heiðarleika að halda aftur af gagnrýni í þessu máli, svo alvarlegt er það. Að því sögðu. Gleðileg jól.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár