Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Húnaþing vestra sendir frá sér hjálparkall

Sveit­ar­stjórn Húna­þings vestra lýs­ir því hvernig grunnstofn­an­ir sam­fé­lags­ins voru óvið­bún­ar fár­viðr­inu og yf­ir­völd­um fyr­ir­fórst að tryggja ör­yggi þeirra. Íbú­ar höfðu hvorki raf­magn, fjar­skipti né að­gengi að upp­lýs­ing­um þar sem grunn­inn­við­ir brugð­ust.

Húnaþing vestra sendir frá sér hjálparkall
Rauð viðvörun Illviðri síðustu daga hefur svipt íbúa á Norðurlandi öryggi og öryggiskennd. Mynd: Húnaþing vestra

„Húnaþing vestra hefur verið rafmagnslaust í rúmlega 40 klukkustundir,“ segir í bókun sveitarstjórnar Húnaþings vestra í dag, þar sem því er lýst hvernig „allir helstu opinberu innviðir samfélagsins brugðust“ í illviðri síðustu daga vegna ónógs viðbúnaðar þeirra sem sinna mikilvægum innviðum samfélagsins.

Þannig hefur verið rafmagnslaust í fárviðri og íbúar á sama tíma ekki haft aðgengi að upplýsingum þar sem fjarskipti og útsendingar Ríkisútvarpsins hafa legið niðri.

Húnaþing vestra nær frá Hrútafirði í vestri til Húnaflóa í austri, skammt vestan Blönduóss. Íbúarnir eru aðeins um 1.200 talsins og er stærsta byggðin Hvammstangi.

Sveitarstjórnin lýsir því í bókun sinni í dag hvernig rafmagnsöryggi, aðgengi að upplýsingum og samskiptaleiðir hafi brugðist vegna lítils viðbúnaðar grunnþjónustukerfa. Hins vegar hafi sjálfboðaliðar komið til bjargar. „Það er algerlega óviðunandi að grunnstofnanir samfélagsins, RARIK, Landsnet og fjarskiptafyrirtækin hafi ekki verið betur undirbúin og mönnuð á svæðinu en raun ber vitni. Aftur á móti voru Björgunarsveitirnar og Rauði krossinn, sem rekin eru í sjálfboðavinnu, vel undirbúin og komin með tæki og fólk á staðinn áður en veðrið skall á.“

Þau þakka sjálfboðaliðum að ekki fór verr. „Fórnfýsi þessa fólks er okkur sem hér búum algerlega ómetanleg.“

Eftirfarandi er bókun sveitarstjórnar í heild sinni.

Bókun sveitarstjórnar Húnaþings vestra

„Sveitarstjórn Húnaþings vestra lítur atburði síðustu sólarhringa grafalvarlegum augum. Ljóst er að allir helstu opinberu innviðir samfélagsins brugðust í því veðuráhlaupi sem nú gengur yfir.

Starfsfólk og sjálfboðaliðar sem staðið hafa vaktina hafa unnið þrekvirki síðustu daga við að koma á rafmagni, fjarskiptum og greiða fyrir samgöngum eins og kostur er. Fórnfýsi þessa fólks er okkur sem hér búum algerlega ómetanleg.

„Fórnfýsi þessa fólks er okkur sem hér búum algerlega ómetanleg.“

Húnaþing vestra hefur verið rafmagnslaust í rúmlega 40 klukkustundir, hluti sveitarfélagsins er ekki enn kominn með rafmagn og ekki vitað hversu lengi það ástand varir. Ljóst er að nú þegar hefur orðið talsvert tjón hjá íbúum og eykst það eftir því sem tíminn líður.

Það er algerlega óviðunandi að grunnstofnanir samfélagsins, RARIK, Landsnet og fjarskiptafyrirtækin hafi ekki verið betur undirbúin og mönnuð á svæðinu en raun ber vitni. Aftur á móti voru Björgunarsveitirnar og Rauði krossinn, sem rekin eru í sjálfboðavinnu, vel undirbúin og komin með tæki og fólk á staðinn áður en veðrið skall á.

Óásættanlegt er að tengivirkið í Hrútatungu hafi verið ómannað þrátt fyrir yfirlýsingar Landsnets um annað. Sveitarstjórn Húnaþings vestra gerir þá grundvallarkröfu að á svæðinu sé mannafli sem getur brugðist við með skömmum fyrirvara. Starfsstöð RARIK á Hvammstanga er einmenningsstarfsstöð og hefur því ekki burði til að takast á við aðstæður sem þessar. Nú stendur fyrir dyrum að RARIK leggi niður starfsstöðina á Hvammstanga sem sveitarstjórn telur með öllu óviðunandi. Aðstæður síðustu daga sýna fram á mikilvægi þess að á Hvammstanga sé starfandi vinnuflokkur með a.m.k. tveimur til fjórum stöðugildum. Engin varaaflsstöð er í Húnaþingi vestra og hefði verið hægt að lágmarka vandann ef slík stöð væri staðsett á Hvammstanga.

Í kjölfar víðtæks rafmagnsleysis duttu öll samskipti út, farsímasamband og Tetra kerfi lögreglu. Lífsspursmál er að íbúar sveitarfélagsins geti náð í viðbragðsaðila ef alvarleg slys eða veikindi ber að höndum.

„... þá sérstaklega er litið til öryggishlutverks Ríkisútvarpsins sem brást algerlega“

Hlutverk fjölmiðla er mjög mikilvægt í aðstæðum líkt og sköpuðust síðustu daga og þá sérstaklega er litið til öryggishlutverks Ríkisútvarpsins sem brást algerlega. Dreifikerfi RÚV lá niðri víða í sveitarfélaginu og náðust sendingar illa eða alls ekki. Almennri upplýsingagjöf til íbúa um stöðu og horfur var ekki sinnt. Litlar sem engar fréttir bárust frá Húnaþingi vestra þrátt fyrir að veðuraðstæður væru hvað verstar á þessu svæði og útvarpið nær eina leið íbúa til að fá upplýsingar. Ótækt er að vísað sé til vefsíðna til frekari upplýsinga um stöðu mála þegar hvorki er rafmagn né fjarskiptasamband.

Grafalvarlegt er að ekki sé starfsstöð lögreglu á svæðinu sérstaklega við aðstæður sem þessar. Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur ítrekað vakið máls á þessu án nokkurra undirtekta.

Sveitarstjórn Húnaþings vestra lýsir áhyggjum sínum af því að ekki er varaaflstöð við Heilbrigðisstofnun Vesturlands Hvammstanga. Sveitarstjórn hvetur til að úr því verði bætt hið snarasta.

Sveitarstjórn Húnaþings vestra mun á næstu dögum óska eftir fundum með RARIK, Landsneti, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, lögreglu og stjórnvöldum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár