Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“

Dreng­ur­inn sem leit­að er í Sölva­dal í Eyja­firði, eft­ir að hann féll í Núpá í gær­kvöldi, mun hafa ver­ið gest­kom­andi hjá bónda á bæ í daln­um og far­ið með hon­um til að að­stoða við að koma raf­magni á. Hans er enn sakn­að.

Heimamenn fyrir norðan slegnir: „Við hentum öllu frá okkur“
Erfiðar aðstæður Erfiðar aðstæður eru við leitina og nánast útilokað að komast að svæðinu öðruvísi en með því að ganga í ánni. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Pressphotos

Drengurinn sem leitað er í Sölvadal í Eyjafirði, eftir að hann féll í Núpá í gærkvöldi, mun hafa verið gestkomandi hjá bónda á bæ í dalnum og farið með honum til að aðstoða við að koma rafmagni á. Hans er enn saknað. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er drengurinn sextán ára gamall. Munu drengurinn og bóndinn hafa staðið uppi á stífluvegg, þar sem þeir voru að vinna við að hreinsa krapa frá inntaki inn í stífluna, þegar að krapabylgja kom niður ánna og hreif drenginn með sér. Bóndinn náði að forða sér undan. Erfiðar aðstæður eru til leitar, þar eð Núpáin fellur í kröppu gili í um það bil tvo til þrjá kílómetra neðan við stífluna. Heimamenn í sveitinni eru mjög slegnir vegna slyssins.

Hentu öllu frá sér 

Hjalti Þórsson vinnur við snjóruðning og var hann fenginn til að ryðja veginn inn Eyjafjörð og inn Sölvadalinn. Hann segir að ekki hafi verið erfitt að ryðja leiðina svo að vel væri en aðstæður til leitar við ánna sé erfiðar. „Hún rennur þarna í þrengslum í tvo til þrjá kílómetra neðan við stífluna, sem er illmögulegt að komast um gangandi. Svo eru þarna krapabakkar í hliðunum eftir krapaflóðið sem tók manninn þannig að það er eiginlega varla nokkurs staðar pláss fyrir mannskap til að ganga nema í ánni. Það er mjög erfitt að athafna sig og komast að þessu. Landið meðfram gilinu er mikið sundurskorið af lækjum og það hallar mikið að því þannig að það er erfitt yfirferðar. Það er líka svell undir snjó þarna og skreipt.“

„Við hentum öllu frá okkur“

Hlynur Þórsson á Akri er félagi í björgunarsveitinni Dalbjörgu og var við leit í nótt. „Ég var niðri á Akureyri í gærkvöldi og við vorum þar komnir með rafstöðvar á bíl og vorum á leið inn í Svarfaðardal til að koma fjósum í gang þar í rafmagnsleysinu. Við hentum öllu frá okkur þegar útkallið kom og fórum inn eftir inn í dal til leitar.“ Öllum tiltækum mannskap sem var í nágrenninu var þegar beint inn í Sölvadal til leitar.

Klettagil og hrunhætta 

Hlynur var við leit til klukkan þrjú í nótt en aðrir héldu áfram við leit. Éljagangur var á en gola hæg og ekki mikill snjór. „Þetta er klettagil og bara sum staðar sem hægt er að ganga meðfram ánni. Að vestanverðu eru hengjur svo það var hrunhætta og það þarf að fara mjög varlega á köflum.“ Félagar í björgunarsveitinni Dalbjörgu eru vel kunnugir á svæðinu og auðveldar það skipulag aðgerða talsvert en leitarsvæðið er þó talsvert og leitótt í því.

Aðeins einn bær er í byggð í Sölvadal. Hann, sem og aðrir bæir í dalnum, hafa aldrei verið tengdir við rafveitu Landsnets en heimarafstöðvar voru settar upp í dalnum. Þekkt er að í vondum veðrum hafa inntaksrör þeirra oft stíflast af krapa og erfitt er og hættulegt að hreinsa frá þeim. Þá er þekkt að í Núpánni myndast snjóstíflur í mikilli úrkomu, sem bresta svo og berast niður ánna.

Heimamenn sem Stundin hefur rætt við í morgun eru mjög slegnir yfir slysinu. Mjög margir þeirra eru á vettvangi við leit eða hafa verið það. 

Kafarar fluttir norður

Á fimmta tug manns voru við leit í nótt á svæðinu og kom tíu manna hópur, sérstaklega sérhæfður í straumvatnsbjörgun, að sunnan undir morgun. Kafarar frá slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu og kafarar úr sérsveit Ríkislögreglustjóra voru þá fluttir norður í gærkvöldi með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 

Alls voru fjórir kafarar, lögreglumaður og tíu sérhæfðir björgunarsveitarmenn fluttir norður í Sölvadal með þyrlu Landhelgisgæslunnar í nótt. Þyrlan lenti við Saurbæjarkirkju laust eftir klukkan eitt í nótt þar sem kafararnir fóru frá borði, en þyrlan var á svæðinu til 4:30 þegar skyggni tók að versna. Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar flutti tíu björgunarsveitamenn til viðbótar norður og lenti á Akureyrarflugvelli á fimmta tímanum. Meiri mannskapur mun vera á leiðinni norður til leitar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jón gagnrýnir Bjarkeyju: „Maður er orðlaus gagnvart ósvífni ráðherrans“
4
FréttirHvalveiðar

Jón gagn­rýn­ir Bjarkeyju: „Mað­ur er orð­laus gagn­vart ósvífni ráð­herr­ans“

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, væn­ir Bjarkeyju Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra um margs kon­ar brot gegn Hval og starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins með því heim­ila hval­veið­ar í ein­ung­is éitt ár. Flokk­ar Jóns og Bjarkeyj­ar sitja sam­an í rík­is­stjórn og eru um­mæl­in með­al ann­ars áhuga­verð í því sam­hengi.
Matvælaráðherra segir fiskeldi vera „varasama atvinnustarfsemi“
6
FréttirFiskeldi

Mat­væla­ráð­herra seg­ir fisk­eldi vera „vara­sama at­vinnu­starf­semi“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra sagði sjókvía­eldi vera „mjög vara­sama at­vinnu­starf­semi,“ sem þurfi að koma bönd­um á með lög­um. Óvissa rík­ir um sekt­ar­á­kvæði frum­varps­ins sem kveð­ur áum há­ar fjár­sekt­ir á fyr­ir­tæki sem ger­ist upp­vís um vinnu­brögð sem hafa í för með sér slæm­ar af­leið­ing­ar fyr­ir um­hverf­ið og líf­rík­ið hér á landi.
Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
7
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir framsetningu matvælaráðherra óábyrga
8
Fréttir

Formað­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands seg­ir fram­setn­ingu mat­væla­ráð­herra óá­byrga

Árni Finns­son, formað­ur Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands, seg­ir fram­setn­ingu leyf­is­veit­ing­ar á hval­veið­um vera vill­andi. Ekki verði hægt að veiða 29 dýr á milli Ís­lands og Fær­eyja líkt og þar er gert ráð fyr­ir. Hann lýs­ir yf­ir von­brigð­um með ákvörð­un mat­væla­ráð­herra en seg­ir hana þó skref í rétta átt.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Jesús Kristur breytti lífinu
3
Fólkið í borginni

Jesús Krist­ur breytti líf­inu

Kurt­eis og mjúk­máll ung­ur mað­ur sit­ur á brún­um bekk á Hlemmi. Hann bend­ir sessu­nauti sín­um á að strætó­inn hans sé kom­inn. Sá tek­ur úr sér heyrn­ar­tól­in og þakk­ar fyr­ir. Ungi mað­ur­inn sem sit­ur eft­ir bros­andi tal­ar ís­lensku með ör­litl­um hreim, en orða­forð­inn er áber­andi góð­ur. Hann er með barm­merki sem á stend­ur: Öld­ung­ur Matt­son. Hann seg­ir blaða­manni frá því hvað varð til þess að hann komst á þenn­an stað.
Spyr hvort fyrirtæki og almenningur eigi að kaupa rándýra orku af stóriðjunni
7
Fréttir

Spyr hvort fyr­ir­tæki og al­menn­ing­ur eigi að kaupa rán­dýra orku af stór­iðj­unni

For­stjóri stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is Ís­lands gagn­rýn­ir harð­lega hug­mynd­ir um að leysa eigi skort á um­framorku til fiski­mjöls­verk­smiðja, með því að neyða fyr­ir­tæk­in og neyt­end­ur í við­skipti við stór­iðj­ur lands­ins, fyr­ir upp­sprengt verð. Til­laga um að stór­iðj­an fái að selja frá sér ónýtta orku, sem hún fær í gegn­um lang­tíma­samn­inga, ligg­ur nú fyr­ir Al­þingi.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
4
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
9
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
10
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár