Rok í Reykjavík

Mik­ill mun­ur er á veðri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Vest­ast er ofsa­veð­ur eða fár­viðri, en stinn­ings­kaldi í miðri borg­inni.

„Aftakaveður“ gengur nú yfir landið allt. Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Norðausturland til viðbótar við Norðvesturland og Strandir. 

Veðrinu er misskipt á höfuðborgarsvæðinu. Þannig mælist stinningskaldi eða 12 metrar á sekúndu á mæli Veðurstofunnar í Reykjavík, en ofsaveður á Seltjarnarnesi, eða 28 metrar á sekúndu. Þar mælist mesta hviða 37 metrar á sekúndu. Það jafngildir fárviðri, þar sem grjót getur fokið og kyrrstæðir bílar oltið, samkvæmt gömlu vindstigunum.

Sjór hefur gengið á land í Vesturbænum sem stendur við haf til norðurs. Þá hafa þakplötur fokið og rúður brotnað á Boðagranda.

Á höfuðborgarsvæðinu er búist við því að versta veðrið standi yfir frá 17 til 21 eða 22. 

Gert var ráð fyrir 14 til 30 metrum á sekúndu í Reykjavík og að mikill munur yrði á vesturhluta höfuðborgarsvæðisins og úthverfum þess. 12 metrar á sekúndu telst stinningskaldi, samkvæmt gömlum vindstigunum, en 24-28 metrar á sekúndu rok og umfram það ofsaveður og loks fárviðri. Á Suðurnesi á Seltjarnarnesi mældist því ofsaveður klukkan 18.

Fáir eru á ferli í borginni.

Landsbjörg hefur farið í um 200 útköll um land allt í dag. Ofsaveður er víða á Norðvesturlandi og á Ströndum. Vindur hefur einnig náð 63 metrum á sekúndu við Skálafell í Mosfellsdal klukkan 18, samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum, en Íslandsmetið í þriggja sekúndna vindhviðu er 74,5 metrar á sekúndu.

Hjólað í óveðrinuÞessi borgari kaus að hjóla við upphaf stormsins.
Sæbraut seinni partinnÓttast hafði verið að sjór gengi á land á Sæbrautinni.
Sjór gengur á land við ÁnanaustSærok liggur yfir Ánanaust milli Granda og Hringbrautar í Vesturbæ Reykjavíkur.
Sjór gengur yfirHáflóð í Reykjavík var um hálfsex í dag.
Sjór gengur yfirMyndbandið er tekið um klukkan hálfsex í dag við Ánanaust í vesturbæ Reykjavíkur.

Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi. 

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum,  Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra að hækka viðbúnaðarstig af óvissustigi yfir á hættustig almannavarna  vegna óveðurs í samráði við Veðurstofu Íslands. Tekið var fram að veðrið væri ekki búið að ná hámarki en farið að hafa veruleg áhrif á samfélög þessara lögregluumdæma. Á Vestfjörðum er aðallega um að ræða Strandir í takt við rauða viðvörun Veðurstofunnar. Í tilkynningu almannavarna segir að búast megi við áframhaldandi óveðri og ófærð auk þess sem stórstreymt sé þessa daganna. Þá hefur ísing myndast á raflínum og valdið rafmagnsleysi.

Lesendur eru hvattir til að senda myndir og myndbönd á frett@stundin.is.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu