Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Rok í Reykjavík

Mik­ill mun­ur er á veðri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Vest­ast er ofsa­veð­ur eða fár­viðri, en stinn­ings­kaldi í miðri borg­inni.

„Aftakaveður“ gengur nú yfir landið allt. Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Norðausturland til viðbótar við Norðvesturland og Strandir. 

Veðrinu er misskipt á höfuðborgarsvæðinu. Þannig mælist stinningskaldi eða 12 metrar á sekúndu á mæli Veðurstofunnar í Reykjavík, en ofsaveður á Seltjarnarnesi, eða 28 metrar á sekúndu. Þar mælist mesta hviða 37 metrar á sekúndu. Það jafngildir fárviðri, þar sem grjót getur fokið og kyrrstæðir bílar oltið, samkvæmt gömlu vindstigunum.

Sjór hefur gengið á land í Vesturbænum sem stendur við haf til norðurs. Þá hafa þakplötur fokið og rúður brotnað á Boðagranda.

Á höfuðborgarsvæðinu er búist við því að versta veðrið standi yfir frá 17 til 21 eða 22. 

Gert var ráð fyrir 14 til 30 metrum á sekúndu í Reykjavík og að mikill munur yrði á vesturhluta höfuðborgarsvæðisins og úthverfum þess. 12 metrar á sekúndu telst stinningskaldi, samkvæmt gömlum vindstigunum, en 24-28 metrar á sekúndu rok og umfram það ofsaveður og loks fárviðri. Á Suðurnesi á Seltjarnarnesi mældist því ofsaveður klukkan 18.

Fáir eru á ferli í borginni.

Landsbjörg hefur farið í um 200 útköll um land allt í dag. Ofsaveður er víða á Norðvesturlandi og á Ströndum. Vindur hefur einnig náð 63 metrum á sekúndu við Skálafell í Mosfellsdal klukkan 18, samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum, en Íslandsmetið í þriggja sekúndna vindhviðu er 74,5 metrar á sekúndu.

Hjólað í óveðrinuÞessi borgari kaus að hjóla við upphaf stormsins.
Sæbraut seinni partinnÓttast hafði verið að sjór gengi á land á Sæbrautinni.
Sjór gengur á land við ÁnanaustSærok liggur yfir Ánanaust milli Granda og Hringbrautar í Vesturbæ Reykjavíkur.
Sjór gengur yfirHáflóð í Reykjavík var um hálfsex í dag.
Sjór gengur yfirMyndbandið er tekið um klukkan hálfsex í dag við Ánanaust í vesturbæ Reykjavíkur.

Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi. 

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum,  Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra að hækka viðbúnaðarstig af óvissustigi yfir á hættustig almannavarna  vegna óveðurs í samráði við Veðurstofu Íslands. Tekið var fram að veðrið væri ekki búið að ná hámarki en farið að hafa veruleg áhrif á samfélög þessara lögregluumdæma. Á Vestfjörðum er aðallega um að ræða Strandir í takt við rauða viðvörun Veðurstofunnar. Í tilkynningu almannavarna segir að búast megi við áframhaldandi óveðri og ófærð auk þess sem stórstreymt sé þessa daganna. Þá hefur ísing myndast á raflínum og valdið rafmagnsleysi.

Lesendur eru hvattir til að senda myndir og myndbönd á frett@stundin.is.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
6
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár