Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Rok í Reykjavík

Mik­ill mun­ur er á veðri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Vest­ast er ofsa­veð­ur eða fár­viðri, en stinn­ings­kaldi í miðri borg­inni.

„Aftakaveður“ gengur nú yfir landið allt. Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Norðausturland til viðbótar við Norðvesturland og Strandir. 

Veðrinu er misskipt á höfuðborgarsvæðinu. Þannig mælist stinningskaldi eða 12 metrar á sekúndu á mæli Veðurstofunnar í Reykjavík, en ofsaveður á Seltjarnarnesi, eða 28 metrar á sekúndu. Þar mælist mesta hviða 37 metrar á sekúndu. Það jafngildir fárviðri, þar sem grjót getur fokið og kyrrstæðir bílar oltið, samkvæmt gömlu vindstigunum.

Sjór hefur gengið á land í Vesturbænum sem stendur við haf til norðurs. Þá hafa þakplötur fokið og rúður brotnað á Boðagranda.

Á höfuðborgarsvæðinu er búist við því að versta veðrið standi yfir frá 17 til 21 eða 22. 

Gert var ráð fyrir 14 til 30 metrum á sekúndu í Reykjavík og að mikill munur yrði á vesturhluta höfuðborgarsvæðisins og úthverfum þess. 12 metrar á sekúndu telst stinningskaldi, samkvæmt gömlum vindstigunum, en 24-28 metrar á sekúndu rok og umfram það ofsaveður og loks fárviðri. Á Suðurnesi á Seltjarnarnesi mældist því ofsaveður klukkan 18.

Fáir eru á ferli í borginni.

Landsbjörg hefur farið í um 200 útköll um land allt í dag. Ofsaveður er víða á Norðvesturlandi og á Ströndum. Vindur hefur einnig náð 63 metrum á sekúndu við Skálafell í Mosfellsdal klukkan 18, samkvæmt óyfirförnum frumniðurstöðum, en Íslandsmetið í þriggja sekúndna vindhviðu er 74,5 metrar á sekúndu.

Hjólað í óveðrinuÞessi borgari kaus að hjóla við upphaf stormsins.
Sæbraut seinni partinnÓttast hafði verið að sjór gengi á land á Sæbrautinni.
Sjór gengur á land við ÁnanaustSærok liggur yfir Ánanaust milli Granda og Hringbrautar í Vesturbæ Reykjavíkur.
Sjór gengur yfirHáflóð í Reykjavík var um hálfsex í dag.
Sjór gengur yfirMyndbandið er tekið um klukkan hálfsex í dag við Ánanaust í vesturbæ Reykjavíkur.

Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi. 

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum,  Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra að hækka viðbúnaðarstig af óvissustigi yfir á hættustig almannavarna  vegna óveðurs í samráði við Veðurstofu Íslands. Tekið var fram að veðrið væri ekki búið að ná hámarki en farið að hafa veruleg áhrif á samfélög þessara lögregluumdæma. Á Vestfjörðum er aðallega um að ræða Strandir í takt við rauða viðvörun Veðurstofunnar. Í tilkynningu almannavarna segir að búast megi við áframhaldandi óveðri og ófærð auk þess sem stórstreymt sé þessa daganna. Þá hefur ísing myndast á raflínum og valdið rafmagnsleysi.

Lesendur eru hvattir til að senda myndir og myndbönd á frett@stundin.is.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár