Sagan sem Laurent-Fabrice, samkynhneigður hælisleitandi frá Austur-Kongó, rekur fyrir blaðamanni Stundarinnar er slík og þvílík að átakanlegt er á að hlýða. Fabrice lýsir því hvernig hann missti móður sína, hraktist frá fjölskyldu sinni af ótta um líf sitt og hvernig hann hefur verið beittur andlegu, kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi svo oft að hann hefur vart tölu á því. Hann hefur neyðst til að flýja heimaland sitt, Austur-Kongó, hrakist þaðan til Angóla, til Portúgal, Frakklands og nú Íslands. Hann upplifir að hann sé alls staðar óvelkominn, alls staðar utangarðs. „Ég er fórnarlamb eigin lífs vegna þess að ég er samkynhneigður.“
Fabrice er fæddur árið 1987 í Austur-Kongó, í höfuðborginni Kinshasa. Hann vill ekki að eftirnafn hans sé notað í þessu viðtali til að minnka líkurnar á því að hægt sé að leita hann uppi með leitarvélum á netinu, enda telur hann að með því gæti hann stofnað sér í hættu. Hann …
Athugasemdir