Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Har­ald­ur Johann­essen læt­ur af störf­um eft­ir nær 22 ár í embætti. Kjart­an Þorkels­son, lög­reglu­stjóri á Suð­ur­landi, mun taka við tíma­bund­ið. Dóms­mála­ráð­herra mun velja nýj­an rík­is­lög­reglu­stjóra úr hópi um­sækj­enda eða flytja emb­ætt­is­mann til í starfi.

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
Ráðherra velur nýjan ríkislögreglustjóra Það kemur í hlut Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur að velja arftaka Haraldar Johannessen.

Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, verður skipaður ríkislögreglustjóri til bráðabirgða. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti um þetta á blaðamannafundi rétt í þessu og mun hún í framhaldinu skipa nýjan ríkislögreglustjóra í stað Haraldar Johannessen sem tilkynnti um afsögn sína í dag.

Áslaug Arna tilkynnti ekki um sameiningar embætta hjá lögreglunni á fundinum og hefur Kjartan tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir stöðunni til frambúðar, að því fram kemur í umfjöllun Mbl.is.

Samkvæmt lögum skipar dómsmálaráðherra ríkislögreglustjóra til fimm ára. Hann er æðsti yfirmaður lögreglunnar á Íslandi og fer með málefni hennar í umboði ráðherra. Skylda er að auglýsa embættið í Lögbirtingablaði, en ráðherra er þó heimilt að skipa eða setja mann í embætti tímabundið eða flytja annan embættismann í stöðuna. Þannig er heimilt samkvæmt lögum að gera annan embættismann sem ráðinn hefur verið ótímabundið að ríkislögreglustjóra án auglýsingar sé hann samþykkur því.

Ríkislögreglustjóri má hvorki hafa hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var að fullu eftir að aðilinn varð 18 ára né „sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem lögreglustjórar verða almennt að njóta“. Hann skal hafa fullnaðarpróf í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi eða háskólaprófi í þeirri grein sem metið verður jafngilt.

Átta af níu lögreglustjórum landsins, auk formanns Landssambands lögreglumanna, lýstu vantrausti á Harald í haust. Miklar deilur hafa staðið yfir um störf Haraldar undanfarið. Umboðsmaður Alþingis gerði í vor athugun á ráðningarmálum embættisins. Þá taldi dómsmálaráðuneytið bréfasendingar Haraldar vegna umfjöllunar í bók rýra traust og trú á embætti ríkislögreglustjóra og að tilgangurinn hafi verið að vernda persónulega hagsmuni hans. Loks hafa eineltismál, samskipti við sérsveitina og deilur um lögreglubifreiðar verið til umfjöllunar síðasta ár. Áslaug Arna ákvað þó í haust að Haraldur mundi ekki láta af embætti.

Haraldur hefur verið ríkislögreglustjóri frá 1. febrúar 1998 þegar hann var skipaður af Þorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra úr hópi átta umsækjenda. Hann lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 1983 og stundaði í kjölfarið framhaldsnám í afbrotafræði við Ríkisháskólann í Flórída. Hann var fangelsismálastjóri frá 1988 til 1997 og varalögreglustjóri frá 1997. Hann lætur af störfum um áramótin eftir rétt tæplega 22 ára starf.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu