Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Har­ald­ur Johann­essen læt­ur af störf­um eft­ir nær 22 ár í embætti. Kjart­an Þorkels­son, lög­reglu­stjóri á Suð­ur­landi, mun taka við tíma­bund­ið. Dóms­mála­ráð­herra mun velja nýj­an rík­is­lög­reglu­stjóra úr hópi um­sækj­enda eða flytja emb­ætt­is­mann til í starfi.

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
Ráðherra velur nýjan ríkislögreglustjóra Það kemur í hlut Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur að velja arftaka Haraldar Johannessen.

Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, verður skipaður ríkislögreglustjóri til bráðabirgða. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti um þetta á blaðamannafundi rétt í þessu og mun hún í framhaldinu skipa nýjan ríkislögreglustjóra í stað Haraldar Johannessen sem tilkynnti um afsögn sína í dag.

Áslaug Arna tilkynnti ekki um sameiningar embætta hjá lögreglunni á fundinum og hefur Kjartan tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir stöðunni til frambúðar, að því fram kemur í umfjöllun Mbl.is.

Samkvæmt lögum skipar dómsmálaráðherra ríkislögreglustjóra til fimm ára. Hann er æðsti yfirmaður lögreglunnar á Íslandi og fer með málefni hennar í umboði ráðherra. Skylda er að auglýsa embættið í Lögbirtingablaði, en ráðherra er þó heimilt að skipa eða setja mann í embætti tímabundið eða flytja annan embættismann í stöðuna. Þannig er heimilt samkvæmt lögum að gera annan embættismann sem ráðinn hefur verið ótímabundið að ríkislögreglustjóra án auglýsingar sé hann samþykkur því.

Ríkislögreglustjóri má hvorki hafa hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var að fullu eftir að aðilinn varð 18 ára né „sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem lögreglustjórar verða almennt að njóta“. Hann skal hafa fullnaðarpróf í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi eða háskólaprófi í þeirri grein sem metið verður jafngilt.

Átta af níu lögreglustjórum landsins, auk formanns Landssambands lögreglumanna, lýstu vantrausti á Harald í haust. Miklar deilur hafa staðið yfir um störf Haraldar undanfarið. Umboðsmaður Alþingis gerði í vor athugun á ráðningarmálum embættisins. Þá taldi dómsmálaráðuneytið bréfasendingar Haraldar vegna umfjöllunar í bók rýra traust og trú á embætti ríkislögreglustjóra og að tilgangurinn hafi verið að vernda persónulega hagsmuni hans. Loks hafa eineltismál, samskipti við sérsveitina og deilur um lögreglubifreiðar verið til umfjöllunar síðasta ár. Áslaug Arna ákvað þó í haust að Haraldur mundi ekki láta af embætti.

Haraldur hefur verið ríkislögreglustjóri frá 1. febrúar 1998 þegar hann var skipaður af Þorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra úr hópi átta umsækjenda. Hann lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 1983 og stundaði í kjölfarið framhaldsnám í afbrotafræði við Ríkisháskólann í Flórída. Hann var fangelsismálastjóri frá 1988 til 1997 og varalögreglustjóri frá 1997. Hann lætur af störfum um áramótin eftir rétt tæplega 22 ára starf.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár