Ríkisbankinn Landsbankinn átti rúmlega 30 milljóna dollara, rúmlega 3,8 milljarða króna, veð í togara fyrirtækis rússneska útgerðarmannsins Vitaly Orlov, Murmansk Trawl Fleet. Þetta fyrirtæki keypti Afríkuútgerð Samherja á Kanaríeyjum, Kötlu Seafood, um sumarið 2013. Veðskjal sem sýnir lánið er frá því í maí 2013 og var sagt frá sölunni á útgerð Samherja í fjölmiðlum þann 21. júní 2013. Kaupverðið á útgerðinni var um 20 milljarðar króna.
Lánið frá Landsbankanum var með veði í togaranum Pavel Kutakhov, sem veiðir hestamakríl í Vestur-Afríku, og átti það að greiðast til baka í í byrjun maí árið 2018. Pavel Kutakhov tilheyrði ekki Kötlu Seafood heldur hefur verið í eigu fyrirtækis Orlovs lengur en frá 2013.
Almannatengill: Landsbankinn lánaði ekki fyrir Kötlu
Almannatengill Vitaly Orlovs, Alan Kilkenny, segir að Landsbankinn hafi ekki lánað Murmansk Trawl Fleet fyrir kaupverðinu á Kötlu Seafood og að viðskiptasamband rússneska fyrirtækisins við Landsbankann hafi upphaflega verið við fyrirrennara ríkisbankans, Landsbanka …
Athugasemdir