Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Svein Har­ald Øygard, fyrr­ver­andi Seðla­banka­stjóri, gef­ur lít­ið fyr­ir gagn­rýni Hann­es­ar Hólm­steins Giss­ur­ar­son­ar á bók þess fyrr­nefnda, „Í víg­línu ís­lenskra fjár­mála“.

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
Finnst lítið til gagnrýni Hannesar koma Svein Harald bregst við gagnrýni Hannesar á bók sína. Mynd: Paal Krokan-Mathisen

„Að biðja einmitt þennan hugmyndafræðing flokksins um að gagnrýna bókina mína er, eins og ég sá að einhver skrifaði, eins og að biðja kalkún um að skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíðarmálsverð.“ Þetta skrifar Svein Harald Øygard, fyrrverandi Seðlabankastjóri, um gagnrýni Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á bók Sveins Haralds um tíma hans á stóli Seðlabankastjóra.

Svein Harald skrifar færslu á Facebook síðu sína þar sem hann rekur að yfir vetrarmánuðina 2008 til 2009 hafi ein af kröfum mótmælenda sem fylltu götur Reykjavíkur verið sú að Davíð Oddsson viki úr stóli Seðlabankastjóra. Davíð hafi hins vegar ekki tekið slíkt í mál. Eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar féll hafi Alþingi samþykkt lög sem settu Davíð af. „Sumir voru þeirrar skoðunar að tilraunin um óheft bankakerfi hefði endað úti í skurði.“

Síðan var Davíð gerður að ritstjóra Morgunblaðsins og nú, tveimur mánuðum eftir útkomu bókarinnar er Hannes, helsti arkitekt nýfrjálshyggjunnar á Íslandi, sá sem ritstjórinn velur til að gagnrýna bókina, skrifar Svein Harald. Í ljósi þess að Hannes var viðstaddur þegar öll mistökin sem leiddu til hrunsins voru gerð ætti hann að vera í lykilstöðu til að verja aðgerðir stjórnvalda og ekki síður vinar síns, Davíðs Oddssonar fyrrverandi Seðlabankastjóra, í aðdraganda fjármálahrunsins á Íslandi. Þess finnst þó ekki staður í gagnrýni hans, skrifar Svein Harald, heldur hnýtir Hannes helst í það að Svein Harald hafi misritað nafn eins yfirmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Danans Poul Thomsens. Svein Harald telur þó að það séu kannski skiljanleg, og smávægileg, mistök.

„Ég minnist þess enn hversu reiður ég var þá“ 

Svein Harald lýsir því að á fundi með Thomsen þessum hafi staðið deilur um það að íslenski Seðlabankinn hafi viljað lækka lánavexti en á sama tíma beita óhefðbundnum aðferðum til að styrkja krónuna. Thomsen hafi hins vegar notað vald og hótanir um að draga til baka stuðning sjóðsins en ekki skynsamleg rök til að stöðva þær fyrirætlanir. En íslenski Seðlabankinn gaf sig ekki.

„Það [misritunin] var kannski í skiptum fyrir að umræddur yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins öskraði á mig í Washington þegar ég varði afstöðu íslenska Seðlabankans í fundi með sjóðnum. Ég minnist þess enn hversu reiður ég var þá.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár