Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Svein Har­ald Øygard, fyrr­ver­andi Seðla­banka­stjóri, gef­ur lít­ið fyr­ir gagn­rýni Hann­es­ar Hólm­steins Giss­ur­ar­son­ar á bók þess fyrr­nefnda, „Í víg­línu ís­lenskra fjár­mála“.

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
Finnst lítið til gagnrýni Hannesar koma Svein Harald bregst við gagnrýni Hannesar á bók sína. Mynd: Paal Krokan-Mathisen

„Að biðja einmitt þennan hugmyndafræðing flokksins um að gagnrýna bókina mína er, eins og ég sá að einhver skrifaði, eins og að biðja kalkún um að skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíðarmálsverð.“ Þetta skrifar Svein Harald Øygard, fyrrverandi Seðlabankastjóri, um gagnrýni Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á bók Sveins Haralds um tíma hans á stóli Seðlabankastjóra.

Svein Harald skrifar færslu á Facebook síðu sína þar sem hann rekur að yfir vetrarmánuðina 2008 til 2009 hafi ein af kröfum mótmælenda sem fylltu götur Reykjavíkur verið sú að Davíð Oddsson viki úr stóli Seðlabankastjóra. Davíð hafi hins vegar ekki tekið slíkt í mál. Eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar féll hafi Alþingi samþykkt lög sem settu Davíð af. „Sumir voru þeirrar skoðunar að tilraunin um óheft bankakerfi hefði endað úti í skurði.“

Síðan var Davíð gerður að ritstjóra Morgunblaðsins og nú, tveimur mánuðum eftir útkomu bókarinnar er Hannes, helsti arkitekt nýfrjálshyggjunnar á Íslandi, sá sem ritstjórinn velur til að gagnrýna bókina, skrifar Svein Harald. Í ljósi þess að Hannes var viðstaddur þegar öll mistökin sem leiddu til hrunsins voru gerð ætti hann að vera í lykilstöðu til að verja aðgerðir stjórnvalda og ekki síður vinar síns, Davíðs Oddssonar fyrrverandi Seðlabankastjóra, í aðdraganda fjármálahrunsins á Íslandi. Þess finnst þó ekki staður í gagnrýni hans, skrifar Svein Harald, heldur hnýtir Hannes helst í það að Svein Harald hafi misritað nafn eins yfirmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Danans Poul Thomsens. Svein Harald telur þó að það séu kannski skiljanleg, og smávægileg, mistök.

„Ég minnist þess enn hversu reiður ég var þá“ 

Svein Harald lýsir því að á fundi með Thomsen þessum hafi staðið deilur um það að íslenski Seðlabankinn hafi viljað lækka lánavexti en á sama tíma beita óhefðbundnum aðferðum til að styrkja krónuna. Thomsen hafi hins vegar notað vald og hótanir um að draga til baka stuðning sjóðsins en ekki skynsamleg rök til að stöðva þær fyrirætlanir. En íslenski Seðlabankinn gaf sig ekki.

„Það [misritunin] var kannski í skiptum fyrir að umræddur yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins öskraði á mig í Washington þegar ég varði afstöðu íslenska Seðlabankans í fundi með sjóðnum. Ég minnist þess enn hversu reiður ég var þá.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu