Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stúdentar krefjast þess að HÍ hætti tanngreiningum á hælisleitendum

Stúd­enta­ráð Há­skóla Ís­lands skor­ar á skól­ann að slíta samn­ingi um ald­urs­grein­ingu fylgd­ar­lausra hæl­is­leit­enda. Tann­lækn­ar eru ósam­mála um áreið­an­leika og vís­inda­legt gildi slíkra rann­sókna.

Stúdentar krefjast þess að HÍ hætti tanngreiningum á hælisleitendum
Ekki í samræmi við stefnu skólans Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur skorað á háskólann að hætta tanngreiningum.

Stúdentaráð Háskóla Íslands skorar á háskólaráð að endurnýja ekki samning við Útlendingastofnun um aldursgreiningar á fylgdarlausum hælisleitendum með tanngreiningum. Þetta kemur fram í áskorun sem Stúdentaráð sendi fyrir helgi.

Háskólaráð Háskóla Íslands samþykkti í vor að gera samkomulag við Útlendingastofnun um verksamning um klíníska munnholsskoðun og röntgenmyndatöku til eins árs. „Háskólinn á fyrst og fremst að vera menntastofnun og það er hvorki í samræmi við stefnu skólans né er til fyrirmyndar fyrir störf og stöðu HÍ í samfélaginu, að taka sér hlutverk með þessum hætti í ferli fylgdarlausra ungmenna sem hingað koma í leit að hæli. Sem æðsta opinbera menntastofnun landsins ber HÍ að vernda og styðja ungmenni í leit að öruggara lífi,“ segir í áskoruninni sem Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, undirritar.

„Sem æðsta opinbera menntastofnun landsins ber HÍ að vernda og styðja ungmenni í leit að öruggara lífi“

Rauði krossinn á Íslandi hefur ítrekað gagnrýnt þá aðferðafræði sem íslensk útlendingayfirvöld beita við aldursgreiningu. Tanngreiningar á hælisleitendum eru umdeildar, enda eru tannlæknar ósammála um áreiðanleika og vísindalegt gildi slíkra rannsókna. Tannlæknasamtök Bretlands hafa sagt þær „óviðeigandi og ósiðlegar“, þær geti aldrei gefið nákvæmar upplýsingar um aldur og að óverjandi sé að láta ungmenni í viðkvæmri stöðu gangast undir röntgenrannsóknir án þess að læknisfræðileg nauðsyn krefjist þess. Bent hefur verið á að tannþroski fólks virðist frábrugðinn eftir því af hvaða stofni það er og við hvaða aðstæður það elst upp. 

Heimilt verður að endurskoða samkomulagið um tanngreiningarnar á næstunni. „Nú nálgast sá tími endurskoðunar og telur Stúdentaráð rétt að ítreka afstöðu sína, sem hefur hlotið stuðning Landssamtaka íslenskra stúdenta, European Student’s Union ásamt fulltrúum starfsfólks og nýdoktora við Háskóla Íslands á Menntavísindasviði, Hugvísindasviði og Félagsvísindasviði samkvæmt undirskriftalistum,“ segir í áskorun Stúdentaráðs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár