Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stúdentar krefjast þess að HÍ hætti tanngreiningum á hælisleitendum

Stúd­enta­ráð Há­skóla Ís­lands skor­ar á skól­ann að slíta samn­ingi um ald­urs­grein­ingu fylgd­ar­lausra hæl­is­leit­enda. Tann­lækn­ar eru ósam­mála um áreið­an­leika og vís­inda­legt gildi slíkra rann­sókna.

Stúdentar krefjast þess að HÍ hætti tanngreiningum á hælisleitendum
Ekki í samræmi við stefnu skólans Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur skorað á háskólann að hætta tanngreiningum.

Stúdentaráð Háskóla Íslands skorar á háskólaráð að endurnýja ekki samning við Útlendingastofnun um aldursgreiningar á fylgdarlausum hælisleitendum með tanngreiningum. Þetta kemur fram í áskorun sem Stúdentaráð sendi fyrir helgi.

Háskólaráð Háskóla Íslands samþykkti í vor að gera samkomulag við Útlendingastofnun um verksamning um klíníska munnholsskoðun og röntgenmyndatöku til eins árs. „Háskólinn á fyrst og fremst að vera menntastofnun og það er hvorki í samræmi við stefnu skólans né er til fyrirmyndar fyrir störf og stöðu HÍ í samfélaginu, að taka sér hlutverk með þessum hætti í ferli fylgdarlausra ungmenna sem hingað koma í leit að hæli. Sem æðsta opinbera menntastofnun landsins ber HÍ að vernda og styðja ungmenni í leit að öruggara lífi,“ segir í áskoruninni sem Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, undirritar.

„Sem æðsta opinbera menntastofnun landsins ber HÍ að vernda og styðja ungmenni í leit að öruggara lífi“

Rauði krossinn á Íslandi hefur ítrekað gagnrýnt þá aðferðafræði sem íslensk útlendingayfirvöld beita við aldursgreiningu. Tanngreiningar á hælisleitendum eru umdeildar, enda eru tannlæknar ósammála um áreiðanleika og vísindalegt gildi slíkra rannsókna. Tannlæknasamtök Bretlands hafa sagt þær „óviðeigandi og ósiðlegar“, þær geti aldrei gefið nákvæmar upplýsingar um aldur og að óverjandi sé að láta ungmenni í viðkvæmri stöðu gangast undir röntgenrannsóknir án þess að læknisfræðileg nauðsyn krefjist þess. Bent hefur verið á að tannþroski fólks virðist frábrugðinn eftir því af hvaða stofni það er og við hvaða aðstæður það elst upp. 

Heimilt verður að endurskoða samkomulagið um tanngreiningarnar á næstunni. „Nú nálgast sá tími endurskoðunar og telur Stúdentaráð rétt að ítreka afstöðu sína, sem hefur hlotið stuðning Landssamtaka íslenskra stúdenta, European Student’s Union ásamt fulltrúum starfsfólks og nýdoktora við Háskóla Íslands á Menntavísindasviði, Hugvísindasviði og Félagsvísindasviði samkvæmt undirskriftalistum,“ segir í áskorun Stúdentaráðs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár