Landsmenn á aldrinum 35–44 ára telja sig minnst heilbrigða og fólk á aldrinum 65 ára og eldri telur sig mest heilbrigt. Þegar landsmenn bera heilsu sína saman við fólk á sínum eigin aldri telur fólk á aldrinum 25–34 ára og 35–44 ára sig minnst samanburðarhæft, en fólk á aldrinum 65 ára og eldri mest samanburðarhæft.
Íslendingar með grunnskólapróf telja sig minnst heilbrigða og fólk með háskólapróf telur sig mest heilbrigt. Þegar landsmenn bera heilsu sína saman við fólk á sínum eigin aldri fæst sama niðurstaða.
Tekjulágir lifa við minnst heilbrigði
Fólk í lægsta tekjuþrepinu, með 400 þúsund króna fjölskyldutekjur eða minna, telur sig minnst heilbrigt og fólk í hæsta tekjuþrepinu, með fjölskyldutekjur upp á 1.250.000 krónur eða hærri á mánuði, telur sig mest heilbrigt. Þegar fólk ber heilsu sína saman við fólk á sínum eigin aldri er það sama uppi á teningnum.
Elstu og tekjuhæstu Íslendingarnir skora því hæst hvað …
Athugasemdir