Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mbl.is birtir fréttir þrátt fyrir verkfall: „Sinn­ir afar þýðing­ar­miklu hlut­verki“

Vef­ur Mbl.is gegn­ir „mik­il­vægu ör­ygg­is­hlut­verki“ og lok­ar aldrei að sögn stjórn­enda, þrátt fyr­ir að verk­fall blaða­manna á net­miðl­um standi yf­ir. Fimmtán starfs­mönn­um var sagt upp í gær.

Mbl.is birtir fréttir þrátt fyrir verkfall: „Sinn­ir afar þýðing­ar­miklu hlut­verki“
Davíð Oddsson Samkvæmt tilkynningu frá Morgunblaðinu verða fréttir birtar í allan dag. Mynd: Geirix

Vefurinn mbl.is birtir fréttir þrátt fyrir verkfall Blaðamannafélags Íslands sem stendur yfir til klukkan 22 í kvöld. Hefur á þriðja tug frétta birst á vefnum frá því verkfallið hófst kl. 10. Hið sama hefur verið uppi á teningnum í fyrri verkföllum. Blaðamannafélag Íslands hefur stenftn Árvakri, útgáfufélagi mbl.is, fyrir félagsdóm vegna þessa. 

Mbl.is birti tilkynningu á vef sínum vegna málsins. „Þetta er þriðja verk­fallið af þessi tagi sem boðað hef­ur verið til og eins og áður verður fréttaþjón­usta á mbl.is í all­an dag, en frétt­irn­ar skrifa á fyrr­nefndu tíma­bili þeir sem ekki eru fé­lag­ar í Blaðamanna­fé­lagi Íslands,“ segir í tilkynningunni. „Mbl.is sinn­ir afar þýðing­ar­miklu hlut­verki sem fréttamiðill en gegn­ir um leið mik­il­vægu ör­ygg­is­hlut­verki. Af þess­um sök­um er allt kapp lagt á að vef­ur­inn loki aldrei, jafn­vel þó að úr fréttaflæði kunni að draga í langvar­andi verk­falli.“

Á meðal fyrirsagna fréttanna sem hafa verið birtar eru „Spá 10 stiga hita í Reykja­vík“, „Leynd­ar­dóm­ar uppþvotta­véla­töfl­unn­ar“ og „Inga Lind og Árni sam­an á ný“.

Fimmtán starfsmönnum Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, mbl.is og K100, var sagt upp í gær. Ritstjóri Morgunblaðsins og viðskiptaritstjóri þess hafa tengt uppsagnirnar við verkföll netblaðamanna, þrátt fyrir að útgáfufélagið hafi verið rekið með 415 milljón króna tapi í fyrra og 284 milljón króna tapi árið 2017.

Vinnustöðvun vefblaðamanna, ljósmyndara og tökumanna mun standa yfir í 12 klukkutíma í dag, frá kl 10 til 22. Nær vinnustöðvunin til Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, Sýnar og RÚV að hluta. Hefur Blaðamannafélag Íslands áréttað að ekkert skuli birt á vef á þessum tíma. Stundin og fleiri miðlar hafa þegar náð samningi við Blaðamannafélagið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
3
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
4
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu