Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mbl.is birtir fréttir þrátt fyrir verkfall: „Sinn­ir afar þýðing­ar­miklu hlut­verki“

Vef­ur Mbl.is gegn­ir „mik­il­vægu ör­ygg­is­hlut­verki“ og lok­ar aldrei að sögn stjórn­enda, þrátt fyr­ir að verk­fall blaða­manna á net­miðl­um standi yf­ir. Fimmtán starfs­mönn­um var sagt upp í gær.

Mbl.is birtir fréttir þrátt fyrir verkfall: „Sinn­ir afar þýðing­ar­miklu hlut­verki“
Davíð Oddsson Samkvæmt tilkynningu frá Morgunblaðinu verða fréttir birtar í allan dag. Mynd: Geirix

Vefurinn mbl.is birtir fréttir þrátt fyrir verkfall Blaðamannafélags Íslands sem stendur yfir til klukkan 22 í kvöld. Hefur á þriðja tug frétta birst á vefnum frá því verkfallið hófst kl. 10. Hið sama hefur verið uppi á teningnum í fyrri verkföllum. Blaðamannafélag Íslands hefur stenftn Árvakri, útgáfufélagi mbl.is, fyrir félagsdóm vegna þessa. 

Mbl.is birti tilkynningu á vef sínum vegna málsins. „Þetta er þriðja verk­fallið af þessi tagi sem boðað hef­ur verið til og eins og áður verður fréttaþjón­usta á mbl.is í all­an dag, en frétt­irn­ar skrifa á fyrr­nefndu tíma­bili þeir sem ekki eru fé­lag­ar í Blaðamanna­fé­lagi Íslands,“ segir í tilkynningunni. „Mbl.is sinn­ir afar þýðing­ar­miklu hlut­verki sem fréttamiðill en gegn­ir um leið mik­il­vægu ör­ygg­is­hlut­verki. Af þess­um sök­um er allt kapp lagt á að vef­ur­inn loki aldrei, jafn­vel þó að úr fréttaflæði kunni að draga í langvar­andi verk­falli.“

Á meðal fyrirsagna fréttanna sem hafa verið birtar eru „Spá 10 stiga hita í Reykja­vík“, „Leynd­ar­dóm­ar uppþvotta­véla­töfl­unn­ar“ og „Inga Lind og Árni sam­an á ný“.

Fimmtán starfsmönnum Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, mbl.is og K100, var sagt upp í gær. Ritstjóri Morgunblaðsins og viðskiptaritstjóri þess hafa tengt uppsagnirnar við verkföll netblaðamanna, þrátt fyrir að útgáfufélagið hafi verið rekið með 415 milljón króna tapi í fyrra og 284 milljón króna tapi árið 2017.

Vinnustöðvun vefblaðamanna, ljósmyndara og tökumanna mun standa yfir í 12 klukkutíma í dag, frá kl 10 til 22. Nær vinnustöðvunin til Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, Sýnar og RÚV að hluta. Hefur Blaðamannafélag Íslands áréttað að ekkert skuli birt á vef á þessum tíma. Stundin og fleiri miðlar hafa þegar náð samningi við Blaðamannafélagið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár