Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mbl.is birtir fréttir þrátt fyrir verkfall: „Sinn­ir afar þýðing­ar­miklu hlut­verki“

Vef­ur Mbl.is gegn­ir „mik­il­vægu ör­ygg­is­hlut­verki“ og lok­ar aldrei að sögn stjórn­enda, þrátt fyr­ir að verk­fall blaða­manna á net­miðl­um standi yf­ir. Fimmtán starfs­mönn­um var sagt upp í gær.

Mbl.is birtir fréttir þrátt fyrir verkfall: „Sinn­ir afar þýðing­ar­miklu hlut­verki“
Davíð Oddsson Samkvæmt tilkynningu frá Morgunblaðinu verða fréttir birtar í allan dag. Mynd: Geirix

Vefurinn mbl.is birtir fréttir þrátt fyrir verkfall Blaðamannafélags Íslands sem stendur yfir til klukkan 22 í kvöld. Hefur á þriðja tug frétta birst á vefnum frá því verkfallið hófst kl. 10. Hið sama hefur verið uppi á teningnum í fyrri verkföllum. Blaðamannafélag Íslands hefur stenftn Árvakri, útgáfufélagi mbl.is, fyrir félagsdóm vegna þessa. 

Mbl.is birti tilkynningu á vef sínum vegna málsins. „Þetta er þriðja verk­fallið af þessi tagi sem boðað hef­ur verið til og eins og áður verður fréttaþjón­usta á mbl.is í all­an dag, en frétt­irn­ar skrifa á fyrr­nefndu tíma­bili þeir sem ekki eru fé­lag­ar í Blaðamanna­fé­lagi Íslands,“ segir í tilkynningunni. „Mbl.is sinn­ir afar þýðing­ar­miklu hlut­verki sem fréttamiðill en gegn­ir um leið mik­il­vægu ör­ygg­is­hlut­verki. Af þess­um sök­um er allt kapp lagt á að vef­ur­inn loki aldrei, jafn­vel þó að úr fréttaflæði kunni að draga í langvar­andi verk­falli.“

Á meðal fyrirsagna fréttanna sem hafa verið birtar eru „Spá 10 stiga hita í Reykja­vík“, „Leynd­ar­dóm­ar uppþvotta­véla­töfl­unn­ar“ og „Inga Lind og Árni sam­an á ný“.

Fimmtán starfsmönnum Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, mbl.is og K100, var sagt upp í gær. Ritstjóri Morgunblaðsins og viðskiptaritstjóri þess hafa tengt uppsagnirnar við verkföll netblaðamanna, þrátt fyrir að útgáfufélagið hafi verið rekið með 415 milljón króna tapi í fyrra og 284 milljón króna tapi árið 2017.

Vinnustöðvun vefblaðamanna, ljósmyndara og tökumanna mun standa yfir í 12 klukkutíma í dag, frá kl 10 til 22. Nær vinnustöðvunin til Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, Sýnar og RÚV að hluta. Hefur Blaðamannafélag Íslands áréttað að ekkert skuli birt á vef á þessum tíma. Stundin og fleiri miðlar hafa þegar náð samningi við Blaðamannafélagið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár