Hálfdán Pedersen hefur verið með annan fótinn í Portland undanfarin sex ár að vinna þar að opnun Kex Hostel. Portland er stærsta borg Oregon-ríkis og er staðsett við árnar Columbia og Willamette undir hinu snævi þakta Mount Hood-fjalli. Hún er talin vera hin nýja „hipp og kúl“ borg Vesturstrandarinnar og er þekktust fyrir hrífandi almenningsgarða, fallegar brýr og mikinn fjölda af kaffihúsum og brugghúsum.
En hvernig kom það til að Kex Hostel er opnað í Portland? „Það er í grunninn ekki nokkrum öðrum að þakka en Kristni Vilbergssyni, einum stofnenda Kex Hostel á Íslandi og aðalforsprakka að Kex Hostel opnar dyr sínar í Portland,“ útskýrir Hálfdán. „Eftir að Kex Hostel var opnað í Reykjavík flutti hann tímabundið til Vancouver í British Columbia og kynntist Portland á ferðum sínum um Pacific North West. Hann féll fyrir borginni og kynntist þar góðu fólki og fór fljótlega að kynna hugmyndina og þreifa á …
Athugasemdir