Ekkert keypt nýtt úr búð

Ís­lenska gisti­heim­il­ið Kex Hostel í Reykja­vík hef­ur not­ið gíf­ur­legra vin­sælda allt frá opn­un ár­ið 2011. Í þess­um mán­uði opn­aði nýtt Kex Hostel dyr sín­ar í borg­inni Port­land í Or­egon á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna. Hönn­uð­ur­inn á bak við það er Hálf­dán Peder­sen sem einnig hann­aði ís­lenska Kex, en hann leit­ast við að nota nær ein­göngu end­ur­nýtt og end­urunn­in efni.

Ekkert keypt nýtt úr búð

Hálfdán Pedersen hefur verið með annan fótinn í Portland undanfarin sex ár að vinna þar að opnun Kex Hostel. Portland er stærsta borg Oregon-ríkis og er staðsett við árnar Columbia og Willamette undir hinu snævi þakta Mount Hood-fjalli. Hún er talin vera hin nýja „hipp og kúl“ borg Vesturstrandarinnar og er þekktust fyrir hrífandi almenningsgarða, fallegar brýr og mikinn fjölda af kaffihúsum og brugghúsum.

En hvernig kom það til að Kex Hostel er opnað í Portland? „Það er í grunninn ekki nokkrum öðrum að þakka en Kristni Vilbergssyni, einum stofnenda Kex Hostel á Íslandi og aðalforsprakka að Kex Hostel opnar dyr sínar í Portland,“ útskýrir Hálfdán. „Eftir að Kex Hostel var opnað í Reykjavík flutti hann tímabundið til Vancouver í British Columbia og kynntist Portland á ferðum sínum um Pacific North West. Hann féll fyrir borginni og kynntist þar góðu fólki og fór fljótlega að kynna hugmyndina og þreifa á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár