Uppáhaldsstaður hennar er við borðstofuborðið, ekki skrítið kannski þar sem það er hönnun Le Corbusier. „Við borðstofuborðið er morgunkaffið drukkið, kvöldmatur snæddur og tölvuvinna unnin. Þar er líka birta frá morgni til kvölds og fallegasta og stærsta tréð er fyrir utan austurgluggann.“ Það besta við íbúðina þykir henni vera hversu vel tókst að módernæsa hana án þess að hún missti gamla sjarmann. „Það var bara gert með því að opna aðeins stærsta rýmið og breyta þremur herbergjum í eitt. Rósettur og skrautlistar halda sínum stað og sóma sér vel og sama gildir um gömlu hurðirnar með gömlu snerlunum.“ Það er gler í öllum hurðum heimilisins nema svefnherbergis- og þvottahússhurðunum og þar af leiðandi nær birtan alls staðar í gegn.
Mexíkóska skálin
Gömul kona seldi Dúsu þessa skál þar sem hún sat með föður sínum og systkinum á fallegri strönd í Mexíkó. „Þarna drakk ég bestu (og sterkustu) …
Athugasemdir