
Þorvaldur Jónsson útskrifaðist úr myndlistardeild LHÍ árið 2009 og er rísandi stjarna í íslensku myndlistarsenunni. Verk hans eru ævintýraleg og litrík og uppfull af ótal smáatriðum. Þorvaldur, sem er einnig einn stofnenda Gallerí Ports, hefur haldið fjölda einkasýninga bæði á Íslandi og erlendis og verk eftir hann verða meðal annars til sölu á jólamarkaði Ásmundarsalar og Gallerí Ports. Heimili Þorvalds og kærustu hans, Ingunnar Jónasdóttur geislafræðings, er í bjartri íbúð á fjórðu hæð í glaðlegu túrkislituðu fjölbýlishúsi í Skipholtinu. „Afi og amma bjuggu í þessari íbúð og ég ólst nánast upp hérna, var í Ísaksskóla og mikið hjá afa og ömmu og fannst mikilvægt að halda íbúðinni í fjölskyldunni. Það er svo fyndið að þegar maður eignast íbúð þar sem maður þekkir alla króka og kima þá er maður svo vanafastur. Veit hvar hlutirnir eiga að vera á heimilinu, til dæmis hvar húsbóndastóllinn eða stofuborðið á að …
Athugasemdir