Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Útblástur skemmtiferðaskipa rýkur upp

Skemmti­ferða­skip á suð­vest­ur­horn­inu los­uðu 50 pró­sent meira af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um í fyrra en ár­ið 2016. Los­un­in er meiri en hjá fiski­skip­um við hafn­irn­ar.

Útblástur skemmtiferðaskipa rýkur upp
Skemmtiferðaskip Útblástur skipanna við hafnir Faxaflóa var meiri en fiskiskipa á svæðinu. Mynd: Shutterstock

Skemmtiferðaskip eru ábyrg fyrir um þriðjungi losunar gróðurhúsalofttegunda allra skipa sem fara um Faxaflóahafnir. Útblástur þeirra nemur um 60 prósent af því sem innanlandsflug á Íslandi losar á hverju ári.

Þetta kemur fram í svari Faxaflóahafna við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. Áætlað er að um 194 skemmtiferðaskip komi til Reykjavíkur í ár og með þeim 183 þúsund farþegar. Er búist við aukningu farþega á næsta ári.

Faxaflóahafnir hafa frá árinu 2016 látið vinna útstreymisbókhald vegna skipa sem koma til hafnar á hafnarsvæðum fyrirtækisins. Reiknað er út hver útblástur skipanna er í siglingu til og frá höfn og í viðlegu. Í bókhaldinu kemur fram að losun skemmtiferðaskipa hafi verið um 14.300 tonn á síðasta ári. Hefur losunin aukist um 50 prósent frá árinu 2016. Til samanburðar er losun allra fiskiskipa við hafnir Faxaflóa aðeins 10.200 tonn og losun alls innanlandsflugs á Íslandi mældist 23.000 tonn árið 2017.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár