Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Það er löngu vit­að að það að fá góð­an næt­ur­svefn er eitt af því mik­il­væg­asta sem við ger­um fyr­ir heils­una. Nú sýn­ir enn ein rann­sókn­in fram á mik­il­vægi svefns, í þetta sinn voru áhrif gæða næt­ur­svefns á kvíða dag­inn eft­ir könn­uð.

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Þrátt fyrir að við vitum öll að svefn er okkur mikilvægur er staðreyndin sú að milljónir fólks um allan heim fær ekki nægan nætursvefn. Ófullnægjandi svefn getur haft ýmis áhrif á heilsu okkar. Þar má meðal annars nefna að rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli svefnvandamála og sykursýki tvö, taugahrörnunarsjúkdóma, auk hjarta- og æðasjúkdóma.

Nýverið birti rannsóknarhópur við University of California, Berkeley niðurstöður rannsóknar þar sem tengsl á milli gæða svefns og kvíða voru könnuð. Niðurstöðurnar birtust í tímaritinu Nature Human Behaviour.

Minni svefn, aukinn kvíði

Þátttakendur í rannsókninni voru 18 heilbrigðir, fullorðnir einstaklingar. Rannsókninni var skipt niður í tvo meginliði. Í báðum tilraunum voru þátttakendur fengnir til þess að horfa á myndbönd að morgni til sem sýndu óþægilega atburðarás. Þetta var gert í þeim tilgangi að vekja tilfinningaleg viðbrögð hjá þátttakendum. 

Munurinn á milli tilraunanna tveggja lá í því að nóttina fyrir aðra tilraunina fengu þátttakendur fullan nætursvefn en fyrir hina var þeim haldið vakandi. 

Eftir báðar tilraunirnar voru einkenni kvíða hjá þátttakendum metin með prófi sem kallast Stundar- og lyndiskvíðakvarðinn (e. State-Trait Anxiety Inventory). Í ljós kom að eftir svefnlausu nóttina mældist kvíði þátttakenda 30% meiri en eftir nóttina þar sem þeir fengu ótruflaðan svefn.

Alls 78% þátttakenda staðfestu auk þess að þeir upplifðu aukinn kvíða eftir svefnlausu nóttina. Í ofanálag sýndu niðurstöður kvíðamatsins að helmingur þátttakenda fór yfir mörk fyrir klínískar kvíðaraskanir, þrátt fyrir að glíma ekki við kvíða í sínu daglega lífi.

Augljós áhrif á heilann

Auk tilraunanna tveggja voru teknar sneiðmyndir af heila þátttakenda með segulómtæki. Þær niðurstöður voru ekki síður áhugaverðar. Sneiðmyndirnar sýndu að tilfinningaleg viðbrögð jukust eftir svefnleysi í þeim hluta heilans sem stýrir flótta- eða árásarviðbragðinu (e. fight or flight). Sömu sögu var að segja um þann hluta heilans sem sýna viðbrögð þegar við upplifum neikvæðar tilfinningar.

Öfugt við þessi tvö svæði heilans sást nær engin virkni í þeim hluta heilans sem hefur það hlutverk að stýra tilfinningum, þar með töldum kvíðatilfinningum.

Á meðan þátttakendur sváfu var svefn þeirra skráður með svefnriti. Út frá því mátti greina að þeir sem upplifðu hvað lengstan djúpsvefn yfir nóttina virtust einnig upplifa minnstan kvíða daginn eftir.

Jafnvel ein svefnlaus nótt getur haft afleiðingar

Út frá niðurstöðum sínum dregur rannsóknarhópurinn þá ályktun að svefnleysi geti í raun valdið beinum kvíðaeinkennum. Þetta á þá einnig við um um þá sem ekki glíma við klínískar kvíðaraskanir í sínu daglega lífi. Að auki benda höfundar greinarinnar á að jafnvel ein nótt af skertum svefni getur haft áhrif á kvíða hjá heilbrigðum einstaklingum.

Þessar niðurstöður koma líklega fáum mikið á óvart. Þær eru þó mikilvægur liður í því að auka skilning okkar á þeim áhrifum sem svefnleysi getur haft á líðan okkar og heilsu. Þetta á sérstaklega við nú þegar fjöldi þeirra sem glímir við klínískar kvíðaraskanir fer vaxandi á sama tíma og svefn fer minnkandi.

Þótt góður nætursvefn sé ekki töfralausn fyrir þá sem glíma við klínískan kvíða eru þessar niðurstöður ágætis áminning um það að setja góðan nætursvefn í forgang.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tími jaðranna er ekki núna
6
ViðtalFormannaviðtöl

Tími jaðr­anna er ekki núna

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir er sá stjórn­mála­mað­ur sem mið­að við fylg­is­mæl­ing­ar og legu flokks­ins á hinum póli­tíska ás gæti helst lent í lyk­il­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um að lokn­um þing­kosn­ing­um. Þor­gerð­ur boð­ar fækk­un ráðu­neyta, frek­ari sölu á Ís­lands­banka og sterk­ara geð­heil­brigðis­kerfi. Hún vill koma að rík­is­stjórn sem mynd­uð er út frá miðju og seg­ir nóg kom­ið af því að ólík­ir flokk­ar reyni að koma sér sam­an um stjórn lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
4
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár