Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Það er löngu vit­að að það að fá góð­an næt­ur­svefn er eitt af því mik­il­væg­asta sem við ger­um fyr­ir heils­una. Nú sýn­ir enn ein rann­sókn­in fram á mik­il­vægi svefns, í þetta sinn voru áhrif gæða næt­ur­svefns á kvíða dag­inn eft­ir könn­uð.

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Þrátt fyrir að við vitum öll að svefn er okkur mikilvægur er staðreyndin sú að milljónir fólks um allan heim fær ekki nægan nætursvefn. Ófullnægjandi svefn getur haft ýmis áhrif á heilsu okkar. Þar má meðal annars nefna að rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl á milli svefnvandamála og sykursýki tvö, taugahrörnunarsjúkdóma, auk hjarta- og æðasjúkdóma.

Nýverið birti rannsóknarhópur við University of California, Berkeley niðurstöður rannsóknar þar sem tengsl á milli gæða svefns og kvíða voru könnuð. Niðurstöðurnar birtust í tímaritinu Nature Human Behaviour.

Minni svefn, aukinn kvíði

Þátttakendur í rannsókninni voru 18 heilbrigðir, fullorðnir einstaklingar. Rannsókninni var skipt niður í tvo meginliði. Í báðum tilraunum voru þátttakendur fengnir til þess að horfa á myndbönd að morgni til sem sýndu óþægilega atburðarás. Þetta var gert í þeim tilgangi að vekja tilfinningaleg viðbrögð hjá þátttakendum. 

Munurinn á milli tilraunanna tveggja lá í því að nóttina fyrir aðra tilraunina fengu þátttakendur fullan nætursvefn en fyrir hina var þeim haldið vakandi. 

Eftir báðar tilraunirnar voru einkenni kvíða hjá þátttakendum metin með prófi sem kallast Stundar- og lyndiskvíðakvarðinn (e. State-Trait Anxiety Inventory). Í ljós kom að eftir svefnlausu nóttina mældist kvíði þátttakenda 30% meiri en eftir nóttina þar sem þeir fengu ótruflaðan svefn.

Alls 78% þátttakenda staðfestu auk þess að þeir upplifðu aukinn kvíða eftir svefnlausu nóttina. Í ofanálag sýndu niðurstöður kvíðamatsins að helmingur þátttakenda fór yfir mörk fyrir klínískar kvíðaraskanir, þrátt fyrir að glíma ekki við kvíða í sínu daglega lífi.

Augljós áhrif á heilann

Auk tilraunanna tveggja voru teknar sneiðmyndir af heila þátttakenda með segulómtæki. Þær niðurstöður voru ekki síður áhugaverðar. Sneiðmyndirnar sýndu að tilfinningaleg viðbrögð jukust eftir svefnleysi í þeim hluta heilans sem stýrir flótta- eða árásarviðbragðinu (e. fight or flight). Sömu sögu var að segja um þann hluta heilans sem sýna viðbrögð þegar við upplifum neikvæðar tilfinningar.

Öfugt við þessi tvö svæði heilans sást nær engin virkni í þeim hluta heilans sem hefur það hlutverk að stýra tilfinningum, þar með töldum kvíðatilfinningum.

Á meðan þátttakendur sváfu var svefn þeirra skráður með svefnriti. Út frá því mátti greina að þeir sem upplifðu hvað lengstan djúpsvefn yfir nóttina virtust einnig upplifa minnstan kvíða daginn eftir.

Jafnvel ein svefnlaus nótt getur haft afleiðingar

Út frá niðurstöðum sínum dregur rannsóknarhópurinn þá ályktun að svefnleysi geti í raun valdið beinum kvíðaeinkennum. Þetta á þá einnig við um um þá sem ekki glíma við klínískar kvíðaraskanir í sínu daglega lífi. Að auki benda höfundar greinarinnar á að jafnvel ein nótt af skertum svefni getur haft áhrif á kvíða hjá heilbrigðum einstaklingum.

Þessar niðurstöður koma líklega fáum mikið á óvart. Þær eru þó mikilvægur liður í því að auka skilning okkar á þeim áhrifum sem svefnleysi getur haft á líðan okkar og heilsu. Þetta á sérstaklega við nú þegar fjöldi þeirra sem glímir við klínískar kvíðaraskanir fer vaxandi á sama tíma og svefn fer minnkandi.

Þótt góður nætursvefn sé ekki töfralausn fyrir þá sem glíma við klínískan kvíða eru þessar niðurstöður ágætis áminning um það að setja góðan nætursvefn í forgang.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár