Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fyrrverandi verkalýðsforingi sakaður um verkfallsbrot á Morgunblaðinu

Stefán Ein­ar Stef­áns­son, frétta­stjóri við­skipta á Morg­un­blað­inu og fyrr­ver­andi formað­ur VR, er í hópi þeirra blaða­manna sem eru tald­ir hafa fram­ið verk­falls­brot. Blaða­manna­fé­lag Ís­lands stefndi Ár­vakri fyr­ir Fé­lags­dóm vegna verk­falls­brota. Í dag birt­ust frétt­ir aft­ur á með­an verk­falli stóð.

Fyrrverandi verkalýðsforingi sakaður um verkfallsbrot á Morgunblaðinu
Stefán Einar Stefánsson Fréttastjórinn er fyrrverandi formaður VR.

Annað verkfall blaðamanna í Blaðamannafélagi Íslands hófst klukkan 10:00 í morgun og mun það standa til klukkan 18:00 í dag. Engu að síður hafa fjöldamargar fréttir birst á vef Morgunblaðsins, Mbl.is, eftir að verkfallið hófst, sem brýtur í bága við túlkun og viðmið Blaðamannfélagsins á framkvæmd verkfallsins. Fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu segir að formaður Blaðamannafélagsins stýri ekki hans vinnu og að fréttir sem hann hefur skrifað muni birtast á meðan að á verkfallinu stendur.

Fyrsta verkstöðvun Blaðamannfélagsins í kjaradeilum þess við Samtök atvinnulífsins fór fram síðastliðinn föstudag og stóð þá í fjóra tíma. Á þeim tíma birtist á þriðja tug frétta á mbl.is og túlkar Blaðamannafélagið það sem verkfallsbrot og hefur stefnt Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, fyrir Félagsdóm vegna verkfallsbrota.

Ber ábyrgð á birtingu frétta í verkfalli

Í dómkröfum Blaðamannafélagsins er þess krafist að viðurkennt verði að Árvakur hafi brotið lög um stéttarfélög og vinnudeilur með því að hafa falið níu manns að sinna störfum á mbl.is á meðan að á verkfallinu stóð. Meðal þeirra sem taldir eru upp í stefnunni eru Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskiptafrétta, sem höfundur fréttar með fyrirsögninni „Hægir á eignaaukningunni“, sem birtist klukkan 11:00, klukkutíma eftir að verkfall hófst.

Stefán Einar er siðfræðingur og fyrrverandi formaður VR stéttarfélags. Meðal annarra sem nefnir eru í stefnu Blaðamannafélagsins er Auðunn Georg Ólafsson, sem ráðinn var fréttastjóri Útvarps árið 2005. Hann tók til starfa 1. apríl 2005 en lét af störfum samdægurs, eftir að hafa orðið tvísaga í viðtali og eftir hörð mótmæli fréttamanna á Ríkisútvarpinu við ráðningu hans.  

„Ég skrifaði þessa frétt og þú getur bara flett upp á því sjálfur á mbl.is að hún birtist á þessum tíma,“ segir Stefán Einar í samtali við Stundina. Spurður hvort hann hafi birt hana á umræddum tíma segir Stefán Einar að hann beri jú ábyrgð á því að fréttin hafi birst á meðan að á vinnustöðvun stóð.

„Hjálmar Jónsson er bara enginn verkstjóri yfir mér eða öðru starfsfólki hér“

Morgunblaðið hefur sem fyrr segir birt fjölda frétta í dag síðan verkfall hófst klukkan 10:00. Spurður hvort hann hafi skrifað einhverjar þær frétta segist Stefán Einar ekki hafa yfirlit yfir það. „Ég geri ráð fyrir því að í dag muni birtast fréttir sem að ég hef skrifað, í gær og í morgun áður en verkstöðvun hófst.“

Hafnar verkfallsbrotum á Morgunblaðinu

Þegar Stefáni Einari er bent á að það sé túlkun Blaðamannafélagsins að ekki sé heimilt að tímastilla fréttir til birtingar á meðan að á verkstöðvun standi svarar hann: „Hjálmar Jónsson [formaður Blaðamannafélagsins] er bara enginn verkstjóri yfir mér eða öðru starfsfólki hér.“ Stefán segir að hann líti ekki svo á að hann sé með því að tímastilla fréttir til birtingar á meðan að á verkfallinu standi sé hann að gerast verkfallsbrjótur. „Mér dytti að sjálfsögðu aldrei í hug að brjóta verkfallslög, þó að Hjálmar Jónsson haldi öðru fram. Ég hef einfaldlega fylgt þeim viðmiðum sem að hafa verið gefin út af Samtökum atvinnulífsins um það hvernig að þessu skuli staðið, og er það byggt á dómafordæmum Félagsdóms. Þannig að það er alveg á hreinu af minni hálfu að öll þau skrif sem ég hef komið að á föstudaginn fyrir viku, og einnig í dag, séu vel innan þeirra marka og ég myndi ekki taka þátt í að gera eitthvað sem teldist verkfallsbrot.“

Spurður hvort hann viti til þess að verið sé að brjóta verkfallslög hjá Morgunblaðinu neitar Stefán Einar því og segir að ef svo væri þá kæmi það sér verulega á óvart. „Ég held að það sé alveg útilokað að mönnum dytti það í hug.“ Þegar bent er á meðal þeirra frétta sem birst hafa á vef Morgunblaðsins eftir að verkstöðvun hófst sé meðal annars frétt byggð á tilkynningu Síldarvinnslunnar, sem birt var eftir að verkfall blaðamanna hófst, og Stefán Einar spurður hvort það sé þá ekki verkfallsbrot bendir Stefán Einar á að bæði hafi ritstjórar heimild til að skrifa fréttir á meðan að á verkfallinu standi og eins séu starfandi blaðamenn á mbl.is sem ekki séu félagar í Blaðamannafélaginu. Hann gangi út frá því að einhver úr þeim hópi hafi skrifað umrædda frétt, sem ekki er merkt neinum ákveðnum blaðamanni. „Ég er búinn að segja þér að ég lít svo á að hér séu engin verkfallsbrot framin. Þessi frétt skrifar sig ekki sjálf.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár