Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Nefnd um dómarastörf gagnrýnd harðlega: „Kannski eru gögn til staðar, kannski ekki“

Þyrí Stein­gríms­dótt­ir, rit­stjóri Lög­manna­blaðs­ins, seg­ist hafa gert ár­ang­urs­laus­ar til­raun­ir til að fá upp­lýs­ing­ar um máls­með­ferð­ar­regl­ur nefnd­ar­inn­ar. Skrán­ingu og vörslu gagna sé veru­lega ábóta­vant. „Þetta er ekki boð­legt og allra síst gagn­vart dómur­um sem í flest­um ef ekki öll­um til­vik­um er fólk sem vant er að virð­ingu sinni, gæt­ir að hæfi sínu, hef­ur góða dómgreind og legg­ur sig fram um að hlíta lög­um og regl­um.“

Nefnd um dómarastörf gagnrýnd harðlega: „Kannski eru gögn til staðar, kannski ekki“

Þyrí Steingrímsdóttir, hæstaréttarlögmaður og ritstjóri Lögmannablaðsins, gagnrýnir nefnd um dómarastörf og eftirlitskerfi stjórnsýslunnar með dómstólum harðlega í grein sem birtist í blaðinu sem kom út í vikunni.

Markús Sigurbjörnssonforseti Hæstaréttar

Nefndin hefur komið við sögu í umfjöllun fjölmiðla um fjármál hæstaréttardómara undanfarnar vikur en Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, var ranglega sakaður um að hafa vanrækt tilkynningarskyldu um fjárhagsmálefni sín. Sá misskilningur byggði á því að nefnd um dómarastörf fann ekki bréf sem Markús hafði sent nefndinni. Þrátt fyrir þessa misbresti gaf nefnd um dómarastörf út sérstaka yfirlýsingu þar sem því var hafnað að skráningu mála hjá nefndinni væri ábótavant.

Þyrí bendir á það í grein sinni að umrædd nefnd hefur heimildir til að taka afar íþyngjandi ákvarðanir um störf dómara, setu þeirra í embætti og einnig um æru þeirra. Þá segist Þyrí hafa leitað upplýsinga um málsmeðferðarreglur nefndarinnar án árangurs.

„Sú sem þetta ritar hefur enga vitneskju um hvaða reglur gilda um málsmeðferð hjá nefndinni, þrátt fyrir að hafa reynt að leita upplýsinga um það. Ekki liggur fyrir hvort þær reglur eru yfirhöfuð til eða hvar þær eru birtar ef svo er. Þá virðist engin leið að vita hvort og þá hvaða kvartanir hafi borist nefndinni, hvað hafi átt sér stað á fundum hennar, um hvað álit hennar hafi fjallað o.s.frv,“ skrifar hún og bætir því við að svo virðist sem skráningu og vörslu gagna sé verulega ábótavant. „Kannski eru þessar reglur til staðar, kannski ekki. Kannski eru gögn til staðar, kannski ekki.“

Þyrí Steingrímsdóttir

Þá skrifar hún: „Ef málefni og starfshættir nefndar um dómarastörf sem borin hafa verið á borð fyrir okkur að undanförnu eru ekki einsdæmi þá hlýtur sú spurning að vakna hvort eftirlitskerfi stjórnsýslunnar með dómstólum sé boðlegt. Svarið við því er augljóslega nei. Þetta er ekki boðlegt og allra síst gagnvart dómurum sem í flestum ef ekki öllum tilvikum er fólk sem vant er að virðingu sinni, gætir að hæfi sínu, hefur góða dómgreind og leggur sig fram um að hlíta lögum og reglum, hvort sem það eru almennar reglur fyrir alla í samfélaginu eða reglur sem gilda um þá sérstaklega.“

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
2
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
3
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár