Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vindmylla bræðranna brýtur í bága við náttúrulögmál

Sér­stak­ur sak­sókn­ari rann­sak­ar bræð­urna Ein­ar Ág­ústs­son og Ág­úst Arn­ar Ág­ústs­son sem eru grun­að­ir um fjár­mála­brot. Vind­mylla, sem þeir hafa safn­að fyr­ir á Kickst­art­er, hef­ur áð­ur ver­ið gagn­rýnd. Ný­sjá­lensk­ur verk­fræð­ing­ur seg­ir að til að vind­mylla gæti virk­að þyrfti að end­ur­skoða lög­mál eðl­is­fræð­inn­ar.

Vindmylla bræðranna brýtur í bága við náttúrulögmál

Rannsókn sérstaks saksóknara vegna meintra fjármálabrota bræðranna Einars Ágústssonar og Ágústs Arnar Ágústssonar er komin langt á leið, samkvæmt heimildum Stundarinnar.

Bræðurnir földu sig á bakvið hurð í Kastljósþætti síðasta miðvikudag, þegar fréttamaður Kastljóssins reyndi að ná tali af þeim á verkstæði þeirra í Kópavogi. Þeir hafa safnað talsverðu fé á vefsíðunni Kickstarter vegna þriggja verkefna á þeirra vegum. Umrædd verkefni eru handhæg sólarrafhlaða sem er fest á bakpoka, alhliða tengisnúru og vindmyllur til einkanota. Vindmylla þessi hefur áður verið harðlega gagnrýnd og Kickstarter lokaði á nýja söfnun vegna hennar, þrátt fyrir að hún hefði náð markmiði sínu. Það að fyrirtækið loki á söfnun er mjög sjaldgæft og er ekki góðs viti.

Vindmyllan sem nefnist Trinity safnaði 75 þúsund dollara, tæplega tíu milljónum króna, í fyrri umferð á Kickstarter. Seinni söfnunin hafði aflað öðrum 150 þúsund dollurum þegar lokað var á hana. Bræðurnir eru með nokkur félög starfandi, þar á meðal Janulus og Skajaquoda.

Hvorki náðist í Einar né Ágúst Arnar við vinnslu fréttarinnar.

BræðurEinar Ágústsson og Ágúst Arnar Ágústsson með vindmyllunni.

Russell McMahon, nýsjálenskur rafmagnsverkfræðingur, hefur verið fremstur í flokki gagnrýnenda á verkefni bræðranna. Í tölvupóstsamskiptum við Stundina segir hann að til að vindmyllan geti uppfyllt loforð þurfi að endurskoða nokkur náttúrulögmál. Fyrst var fjallað um gagnrýni McMahon í DV í fyrrasumar og ráðfærði blaðamaður sig þá við Einar Örn Sveinbjörnsson, prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands. Einar Örn var varkárari en McMahon en sagði þó að margir óvissuþættir væru við verkefnið. Hann setti spurningarmerki við hvort vindmyllan gæti náð 15 vatta útafli.

„Draumórar eða óhóflega bjartsýni“

Gagnrýni McMahon snýr einna helst út á að til að fá þá orkuframleiðslu sem haldið sé fram þurfi túrbínan að snúast allt að sex þúsund sinnum á mínútu. Mjög ólíklegt sé að svo smá túrbína standist slíkan snúning.

Russell McMahonRafmagnsverkfræðingurinn er mjög gagnrýninn á verkefni bræðranna.

Samkvæmt McMahon þá braut frumútgáfa Trinity vindtúrbínunnar einfaldlega í bága við lögmál eðlisfræði. Nýrri útgáfan var skári hvað það varðar.„Nýja HAWT [horizontal-axis wind turbine] hönnunin gæti mögulega framleitt einhverja orku, ólíkt fyrri VAWT [vertical axis wind turbine] útgáfunni sem einfaldlega braut nokkur lögmál eðlisfræði. Ég efast þó stórlega um að styrkur efniviðarins dugi. Í myndum af verkefninu er augljóst að um er að ræða draumóra eða óhóflega bjartsýni. Niðurstaðan er að í seinna verkefninu er möguleiki á því að almenningur fái eitthvað sem virkar að hluta til, en ég yrði hissa ef fólk yrði ánægt með það sem það fengi,“ segir McMahon í tölvupósti.

McMahon lætur útreikninga sína fylgja með. Hér má sjá útreikna hans á fyrri útgáfu Trinity vindmyllurnar.

Hann segir að síðari útgáfan sé skref í átt að raunveruleikanum en betur má ef duga skal. „Ef HAWT vélin er hönnuð almennilega gæti hún framleitt einhverja orku, hvort það sé jafnmikið og haldið hefur verið fram er þó óvíst og ólíklegt. Í engu kynningarmyndbanda má sjá vindtúrbínuna snúast á þeim hraða sem er nauðsynlegur til ná fram því orkustigi sem haldið er fram,“ segir McMahon en að hans sögn þyrfti vindtúrbína sem er einn metri að þvermáli að snúast sex til tólf sinnum á sekúndu. Til þess þyrfti vindhraði að vera minnst 10 metrar á sekúndu, stinningskaldi í gamla vindstigakerfinu. McMahon efast stórlega um að sú hönnun sem er sýnd geti staðið af sér þá krafta sem myndast við þann vindhraða og upp úr.

Samkvæmt frétt RÚV um mál bræðranna þarf meira til en að varan sem þeir séu að þróa virki ekki til að rannsókn á fjármálabroti eigi sér stað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár