Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vindmylla bræðranna brýtur í bága við náttúrulögmál

Sér­stak­ur sak­sókn­ari rann­sak­ar bræð­urna Ein­ar Ág­ústs­son og Ág­úst Arn­ar Ág­ústs­son sem eru grun­að­ir um fjár­mála­brot. Vind­mylla, sem þeir hafa safn­að fyr­ir á Kickst­art­er, hef­ur áð­ur ver­ið gagn­rýnd. Ný­sjá­lensk­ur verk­fræð­ing­ur seg­ir að til að vind­mylla gæti virk­að þyrfti að end­ur­skoða lög­mál eðl­is­fræð­inn­ar.

Vindmylla bræðranna brýtur í bága við náttúrulögmál

Rannsókn sérstaks saksóknara vegna meintra fjármálabrota bræðranna Einars Ágústssonar og Ágústs Arnar Ágústssonar er komin langt á leið, samkvæmt heimildum Stundarinnar.

Bræðurnir földu sig á bakvið hurð í Kastljósþætti síðasta miðvikudag, þegar fréttamaður Kastljóssins reyndi að ná tali af þeim á verkstæði þeirra í Kópavogi. Þeir hafa safnað talsverðu fé á vefsíðunni Kickstarter vegna þriggja verkefna á þeirra vegum. Umrædd verkefni eru handhæg sólarrafhlaða sem er fest á bakpoka, alhliða tengisnúru og vindmyllur til einkanota. Vindmylla þessi hefur áður verið harðlega gagnrýnd og Kickstarter lokaði á nýja söfnun vegna hennar, þrátt fyrir að hún hefði náð markmiði sínu. Það að fyrirtækið loki á söfnun er mjög sjaldgæft og er ekki góðs viti.

Vindmyllan sem nefnist Trinity safnaði 75 þúsund dollara, tæplega tíu milljónum króna, í fyrri umferð á Kickstarter. Seinni söfnunin hafði aflað öðrum 150 þúsund dollurum þegar lokað var á hana. Bræðurnir eru með nokkur félög starfandi, þar á meðal Janulus og Skajaquoda.

Hvorki náðist í Einar né Ágúst Arnar við vinnslu fréttarinnar.

BræðurEinar Ágústsson og Ágúst Arnar Ágústsson með vindmyllunni.

Russell McMahon, nýsjálenskur rafmagnsverkfræðingur, hefur verið fremstur í flokki gagnrýnenda á verkefni bræðranna. Í tölvupóstsamskiptum við Stundina segir hann að til að vindmyllan geti uppfyllt loforð þurfi að endurskoða nokkur náttúrulögmál. Fyrst var fjallað um gagnrýni McMahon í DV í fyrrasumar og ráðfærði blaðamaður sig þá við Einar Örn Sveinbjörnsson, prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands. Einar Örn var varkárari en McMahon en sagði þó að margir óvissuþættir væru við verkefnið. Hann setti spurningarmerki við hvort vindmyllan gæti náð 15 vatta útafli.

„Draumórar eða óhóflega bjartsýni“

Gagnrýni McMahon snýr einna helst út á að til að fá þá orkuframleiðslu sem haldið sé fram þurfi túrbínan að snúast allt að sex þúsund sinnum á mínútu. Mjög ólíklegt sé að svo smá túrbína standist slíkan snúning.

Russell McMahonRafmagnsverkfræðingurinn er mjög gagnrýninn á verkefni bræðranna.

Samkvæmt McMahon þá braut frumútgáfa Trinity vindtúrbínunnar einfaldlega í bága við lögmál eðlisfræði. Nýrri útgáfan var skári hvað það varðar.„Nýja HAWT [horizontal-axis wind turbine] hönnunin gæti mögulega framleitt einhverja orku, ólíkt fyrri VAWT [vertical axis wind turbine] útgáfunni sem einfaldlega braut nokkur lögmál eðlisfræði. Ég efast þó stórlega um að styrkur efniviðarins dugi. Í myndum af verkefninu er augljóst að um er að ræða draumóra eða óhóflega bjartsýni. Niðurstaðan er að í seinna verkefninu er möguleiki á því að almenningur fái eitthvað sem virkar að hluta til, en ég yrði hissa ef fólk yrði ánægt með það sem það fengi,“ segir McMahon í tölvupósti.

McMahon lætur útreikninga sína fylgja með. Hér má sjá útreikna hans á fyrri útgáfu Trinity vindmyllurnar.

Hann segir að síðari útgáfan sé skref í átt að raunveruleikanum en betur má ef duga skal. „Ef HAWT vélin er hönnuð almennilega gæti hún framleitt einhverja orku, hvort það sé jafnmikið og haldið hefur verið fram er þó óvíst og ólíklegt. Í engu kynningarmyndbanda má sjá vindtúrbínuna snúast á þeim hraða sem er nauðsynlegur til ná fram því orkustigi sem haldið er fram,“ segir McMahon en að hans sögn þyrfti vindtúrbína sem er einn metri að þvermáli að snúast sex til tólf sinnum á sekúndu. Til þess þyrfti vindhraði að vera minnst 10 metrar á sekúndu, stinningskaldi í gamla vindstigakerfinu. McMahon efast stórlega um að sú hönnun sem er sýnd geti staðið af sér þá krafta sem myndast við þann vindhraða og upp úr.

Samkvæmt frétt RÚV um mál bræðranna þarf meira til en að varan sem þeir séu að þróa virki ekki til að rannsókn á fjármálabroti eigi sér stað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár