Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vindmylla bræðranna brýtur í bága við náttúrulögmál

Sér­stak­ur sak­sókn­ari rann­sak­ar bræð­urna Ein­ar Ág­ústs­son og Ág­úst Arn­ar Ág­ústs­son sem eru grun­að­ir um fjár­mála­brot. Vind­mylla, sem þeir hafa safn­að fyr­ir á Kickst­art­er, hef­ur áð­ur ver­ið gagn­rýnd. Ný­sjá­lensk­ur verk­fræð­ing­ur seg­ir að til að vind­mylla gæti virk­að þyrfti að end­ur­skoða lög­mál eðl­is­fræð­inn­ar.

Vindmylla bræðranna brýtur í bága við náttúrulögmál

Rannsókn sérstaks saksóknara vegna meintra fjármálabrota bræðranna Einars Ágústssonar og Ágústs Arnar Ágústssonar er komin langt á leið, samkvæmt heimildum Stundarinnar.

Bræðurnir földu sig á bakvið hurð í Kastljósþætti síðasta miðvikudag, þegar fréttamaður Kastljóssins reyndi að ná tali af þeim á verkstæði þeirra í Kópavogi. Þeir hafa safnað talsverðu fé á vefsíðunni Kickstarter vegna þriggja verkefna á þeirra vegum. Umrædd verkefni eru handhæg sólarrafhlaða sem er fest á bakpoka, alhliða tengisnúru og vindmyllur til einkanota. Vindmylla þessi hefur áður verið harðlega gagnrýnd og Kickstarter lokaði á nýja söfnun vegna hennar, þrátt fyrir að hún hefði náð markmiði sínu. Það að fyrirtækið loki á söfnun er mjög sjaldgæft og er ekki góðs viti.

Vindmyllan sem nefnist Trinity safnaði 75 þúsund dollara, tæplega tíu milljónum króna, í fyrri umferð á Kickstarter. Seinni söfnunin hafði aflað öðrum 150 þúsund dollurum þegar lokað var á hana. Bræðurnir eru með nokkur félög starfandi, þar á meðal Janulus og Skajaquoda.

Hvorki náðist í Einar né Ágúst Arnar við vinnslu fréttarinnar.

BræðurEinar Ágústsson og Ágúst Arnar Ágústsson með vindmyllunni.

Russell McMahon, nýsjálenskur rafmagnsverkfræðingur, hefur verið fremstur í flokki gagnrýnenda á verkefni bræðranna. Í tölvupóstsamskiptum við Stundina segir hann að til að vindmyllan geti uppfyllt loforð þurfi að endurskoða nokkur náttúrulögmál. Fyrst var fjallað um gagnrýni McMahon í DV í fyrrasumar og ráðfærði blaðamaður sig þá við Einar Örn Sveinbjörnsson, prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands. Einar Örn var varkárari en McMahon en sagði þó að margir óvissuþættir væru við verkefnið. Hann setti spurningarmerki við hvort vindmyllan gæti náð 15 vatta útafli.

„Draumórar eða óhóflega bjartsýni“

Gagnrýni McMahon snýr einna helst út á að til að fá þá orkuframleiðslu sem haldið sé fram þurfi túrbínan að snúast allt að sex þúsund sinnum á mínútu. Mjög ólíklegt sé að svo smá túrbína standist slíkan snúning.

Russell McMahonRafmagnsverkfræðingurinn er mjög gagnrýninn á verkefni bræðranna.

Samkvæmt McMahon þá braut frumútgáfa Trinity vindtúrbínunnar einfaldlega í bága við lögmál eðlisfræði. Nýrri útgáfan var skári hvað það varðar.„Nýja HAWT [horizontal-axis wind turbine] hönnunin gæti mögulega framleitt einhverja orku, ólíkt fyrri VAWT [vertical axis wind turbine] útgáfunni sem einfaldlega braut nokkur lögmál eðlisfræði. Ég efast þó stórlega um að styrkur efniviðarins dugi. Í myndum af verkefninu er augljóst að um er að ræða draumóra eða óhóflega bjartsýni. Niðurstaðan er að í seinna verkefninu er möguleiki á því að almenningur fái eitthvað sem virkar að hluta til, en ég yrði hissa ef fólk yrði ánægt með það sem það fengi,“ segir McMahon í tölvupósti.

McMahon lætur útreikninga sína fylgja með. Hér má sjá útreikna hans á fyrri útgáfu Trinity vindmyllurnar.

Hann segir að síðari útgáfan sé skref í átt að raunveruleikanum en betur má ef duga skal. „Ef HAWT vélin er hönnuð almennilega gæti hún framleitt einhverja orku, hvort það sé jafnmikið og haldið hefur verið fram er þó óvíst og ólíklegt. Í engu kynningarmyndbanda má sjá vindtúrbínuna snúast á þeim hraða sem er nauðsynlegur til ná fram því orkustigi sem haldið er fram,“ segir McMahon en að hans sögn þyrfti vindtúrbína sem er einn metri að þvermáli að snúast sex til tólf sinnum á sekúndu. Til þess þyrfti vindhraði að vera minnst 10 metrar á sekúndu, stinningskaldi í gamla vindstigakerfinu. McMahon efast stórlega um að sú hönnun sem er sýnd geti staðið af sér þá krafta sem myndast við þann vindhraða og upp úr.

Samkvæmt frétt RÚV um mál bræðranna þarf meira til en að varan sem þeir séu að þróa virki ekki til að rannsókn á fjármálabroti eigi sér stað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
4
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Ljósið á koddanum bjargaði Yazan
5
Afhjúpun

Ljós­ið á kodd­an­um bjarg­aði Yaz­an

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
8
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár