Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Spyr hvort Bjarni hafi brotið siðareglur

Svandís Svavars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Vinstri grænna, hef­ur sent um­boðs­manni Al­þing­is er­indi og ósk­að eft­ir at­hug­un á því hvort Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra hafi far­ið á svig við siða­regl­ur ráð­herra með því að sitja á skýrsl­unni um af­l­and­seign­ir Ís­lend­inga.

Spyr hvort Bjarni hafi brotið siðareglur

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, vill að kannað verði hvort Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi farið á svig við siðareglur ráðherra með því að fresta birtingu skýrslu um umfang aflandseigna Íslendinga fram yfir kosningar. 

Í c-ið 6. gr. siðareglnanna segir: Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu.

Hefur Svandís sent umboðsmanni Alþingis erindi um málið, en embættið hefur meðal annars eftirlit með því hvort stjórnsýslan fari fram í samræmi við siðareglur settar á grundvelli laga um Stjórnarráð Íslands.

Svandís birtir erindi sitt á Facebook, en það hljóðar svo:

Í inngangi að gildandi siðareglum ráðherra kemur fram að ábendingum megi koma á framfæri við umboðsmann Alþingis kunni að vakna spurningar um hvort um brot á siðareglum hafi verið að ræða. Með erindi þessu er þess óskað að umboðsmaður Alþingis fjalli um hvort svo kunni að vera í því tilviki að fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson ákveður að birta ekki skýrslu um aflandsfélög fyrr enn allnokkrum vikum eftir að hún lá fyrir. Þar með var skýrslunni haldið frá almenningssjónum í aðdraganda kosninga sem eins og kunnugt er snerust að verulegu leyti um skattamál og skattaundanskot. Spurningar hafa vaknað um að sú ákvörðun ráðherrans kunni að varða 6. grein c. umræddra siðareglna en þar segir: „Ráðherra leynir ekki upplýsingum sem varða almannahag nema lög bjóði eða almannahagsmunir krefjist þess að öðru leyti. Ráðherra ber að hafa frumkvæði að birtingu slíkra upplýsinga sé hún í almannaþágu.“

Virðingarfyllst,
Svandís Svavarsdóttir
formaður þingflokks
Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs

Þingmenn Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Pírata hafa gagnrýnt Bjarna Benediktsson harðlega fyrir að sitja á umræddri skýrslu í margar vikur eftir að henni var skilað.

Stundin hefur sent þingmönnum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrirspurn um afstöðu þeirra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu