Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vilja ekki vinna með Pírötum

Helgi Helga­son, formað­ur Ís­lensku þjóð­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir það und­ar­lega skoð­un að flótta­manna­vanda­mál­ið og öfga íslam komi aldrei til Ís­lands því við sé­um svo fá­menn.

Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, fór í stjórnmál því honum fannst hann ekki geta horft upp á spillinguna í stjórnkerfinu og fjármálakerfinu. „Barnaskap og kæruleysi fjórflokksins, þar með talið Pírata, í flóttamannamálum og hvernig stjórnmálamenn hafa skorið niður fé til lögreglunnar til að berjast gegn mansali og skipulögðum glæpasamtökum á Íslandi,“ segir hann. 

Íslenska þjóðfylkingin var stofnuð í febrúar á þessu ári og stuttu síðar gekk stjórnmálaflokkurinn Hægri grænir inn í flokkinn. Hægri grænir buðu fram í alþingiskosningum 2013 og hlaut 1,7 prósent. Íslenska þjóðfylkingin er þjóðernisflokkur sem vill standa vörð um fullveldi og sjálfstæði Íslands, íslenska þjóðmenningu, tungu og siði í landinu. Flokkurinn er alfarið á móti því að moskur verði reistar á Íslandi og vill banna búrkur og íslamskt skólahald. Íslenska þjóðfylkingin vill einnig slíta EES-samningnum, fara úr Schengen-samstarfinu, herða landamæraeftirlit og vill mjög herta innflytjendalöggjöf. 

 

 

Helgi segir að fyrsta þingmál flokksins, kæmist hann á þing, yrði að afnema tekjutengingar aldraðra og öryrkja. Næsta 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2016

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár