Meirihluti fjárlaganefndar kallar eftir enn meira aðhaldi á útgjaldahlið ríkissjóðs heldur en tillaga Bjarna Benediktssonar að fjármálaáætlun til næstu fimm ára felur í sér.
„Meirihlutinn telur að aðhald í útgjöldum ríkissjóðs sé tæplega nægjanlegt í áætluninni jafnvel þó að afkoman verði í jafnvægi og skuldir ríkissjóðs lækki verulega,“ segir í áliti sem meirihluti nefndarinnar lagði nýlega lokahönd á.
Undir álitið skrifa þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, þau Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður, Ásmundur Einar Daðason, Haraldur Benediktsson, Páll Jóhann Pálsson og Valgerður Gunnarsdóttir.
Stundin hefur áður fjallað ítarlega um ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, þ.e. þingsályktunartillögurnar um fjármálaáætlun og fjármálastefnu sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skilaði Alþingi í lok apríl. Fjármálaáætlun Bjarna gerir ráð fyrir því að ríkið haldi að sér höndum í fjárfestingum og uppbyggingu innviða til næstu fimm ára og ríkisútgjöld lækki sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Gerð er árleg aðhaldskrafa upp á 1 prósent til allra málaflokka nema í heilbrigðis- og menntamálum þar sem krafan er 0,5 prósent og í almanna- og atvinnuleysistryggingum þar sem aðhaldskrafan er engin. Á meðal útgjaldaliða sem ekki halda í við áætlaða aukningu vergrar landsframleiðslu á tímabilinu eru málefnasvið eins og háskólastigið, framhaldsskólastigið og heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa.
Áfram er gert ráð fyrir því að háskólar á Íslandi hafi úr miklu minni fjármunum að spila en gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum. Þetta hafa rektorar allra háskóla á Íslandi gagnrýnt í harðorðri yfirlýsingu þar sem varað er við fjármálaáætluninni og fullyrt að hún muni „hafa verulega neikvæð áhrif á háskólanám, vísindastarf, framþróun í atvinnusköpun og samkeppnisstöðu Íslands til framtíðar“. Þá verður útgjöldum ríkisins til heilbrigðismála áfram skorinn þröngur stakkur, en framlögin munu nema um 8 prósentum af vergri landsframleiðslu árið 2021 þrátt fyrir að 90 þúsund landsmanna hafi skrifað undir kröfu þess efnis að framlög ríkissjóðs til reksturs heilbrigðiskerfisins hækki upp í 11 prósent.
Meirihluti fjárlaganefndar, með Vigdísi Hauksdóttur og Guðlaug Þór Þórðarson í fararbroddi, vill enn meira aðhald og enn lægri ríkisútgjöld. Í nefndarálitinu er kallað eftir því að haldið verði áfram „á þeirri braut sem mörkuð var með skipun hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar“ og að miðað verið við „heldur lægri útgjaldaramma“. Þá segir meirihlutinn að vel
Athugasemdir