Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vilja að dregið sé enn frekar úr samneyslunni

Mennta- og heil­brigðis­kerf­inu verð­ur áfram skor­inn þröng­ur stakk­ur næstu fimm ár­in sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un Bjarna Bene­dikts­son­ar. Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar vill þó ganga enn lengra í að­haldi og hag­ræð­ingu hjá hinu op­in­bera.

Vilja að dregið sé enn frekar úr samneyslunni
Forsprakkar fjárlaganefndar Vigdís Hauksdóttir er formaður fjárlaganefndar og Guðlaugur Þór Þórðarson er varaformaður. Mynd: Myndir af vefsíðum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins

Meirihluti fjárlaganefndar kallar eftir enn meira aðhaldi á útgjaldahlið ríkissjóðs heldur en tillaga Bjarna Benediktssonar að fjármálaáætlun til næstu fimm ára felur í sér. 

„Meirihlutinn telur að aðhald í útgjöldum ríkissjóðs sé tæplega nægjanlegt í áætluninni jafnvel þó að afkoman verði í jafnvægi og skuldir ríkissjóðs lækki verulega,“ segir í áliti sem meirihluti nefndarinnar lagði nýlega lokahönd á.

Undir álitið skrifa þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, þau Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður, Ásmundur Einar Daðason, Haraldur Benediktsson, Páll Jóhann Pálsson og Valgerður Gunnarsdóttir. 

Stundin hefur áður fjallað ítarlega um ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, þ.e. þingsályktunartillögurnar um fjármálaáætlun og fjármálastefnu sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skilaði Alþingi í lok apríl. Fjármálaáætlun Bjarna gerir ráð fyrir því að ríkið haldi að sér höndum í fjárfestingum og uppbyggingu innviða til næstu fimm ára og ríkisútgjöld lækki sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Gerð er árleg aðhaldskrafa upp á 1 prósent til allra málaflokka nema í heilbrigðis- og menntamálum þar sem krafan er 0,5 prósent og í almanna- og atvinnuleysistryggingum þar sem aðhaldskrafan er engin. Á meðal útgjaldaliða sem ekki halda í við áætlaða aukningu vergrar landsframleiðslu á tímabilinu eru málefnasvið eins og háskólastigið, framhaldsskólastigið og heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa. 

Áfram er gert ráð fyrir því að háskólar á Íslandi hafi úr miklu minni fjármunum að spila en gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum. Þetta hafa rektorar allra háskóla á Íslandi gagnrýnt í harðorðri yfirlýsingu þar sem varað er við fjármálaáætluninni og fullyrt að hún muni „hafa verulega neikvæð áhrif á háskólanám, vísindastarf, framþróun í atvinnusköpun og samkeppnisstöðu Íslands til framtíðar“. Þá verður útgjöldum ríkisins til heilbrigðismála áfram skorinn þröngur stakkur, en framlögin munu nema um 8 prósentum af vergri landsframleiðslu árið 2021 þrátt fyrir að 90 þúsund landsmanna hafi skrifað undir kröfu þess efnis að framlög ríkissjóðs til reksturs heilbrigðiskerfisins hækki upp í 11 prósent. 

Meirihluti fjárlaganefndar, með Vigdísi Hauksdóttur og Guðlaug Þór Þórðarson í fararbroddi, vill enn meira aðhald og enn lægri ríkisútgjöld. Í nefndarálitinu er kallað eftir því að haldið verði áfram „á þeirri braut sem mörkuð var með skipun hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar“ og að miðað verið við „heldur lægri útgjaldaramma“. Þá segir meirihlutinn að vel 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár