Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vilhjálmur um meint kröfuhafasamsæri: „Ég kannast ekki við þetta“

Eyj­an held­ur því fram að þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafi beitt sér í þágu er­lendra kröfu­hafa, fund­að með þeim og tal­að máli þeirra inn­an stjórn­kerf­is­ins.

Vilhjálmur um meint kröfuhafasamsæri: „Ég kannast ekki við þetta“
Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Eyjan, vefrit sem gefið er út af Birni Inga Hrafnssyni, heldur því fram í dálknum Orðið á götunni að Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi beitt sér í þágu erlendra kröfuhafa og talað máli þeirra í samskiptum sínum við íslenska embættismenn. Auk þess hafi hann boðið fulltrúum kröfuhafa og bandarískra stjórnvalda til fundar að heimili sínu í Garðabæ og gortað af framtaki sínu.

„Ég svara ekki slúðri, þú verður bara að tala við Eyjuna,“ segir Vilhjálmur í samtali við Stundina. Aðspurður um sannleiksgildi þess sem fram kemur í greininni svarar hann: „Ég kannast ekki við þetta,“ og kveður.

Greinin á Eyjunni birtist í kjölfar þess að Vilhjálmur lét Framsóknarflokkinn fá það óþvegið í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Kallaði hann flokkinn „smáflokk með mikilmennskubrjálæði“ og furðaði sig á því að Sjálfstæðisflokkurinn léti það yfir sig ganga „að lyfta formanni Framsóknarflokksins í stól forsætisráðherra“. 

Örfáum vikum áður hafði Vilhjálmur hins vegar lýst trausti á ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins þegar hann greiddi atkvæði gegn vantrauststillögunni sem stjórnarandstaðan lagði fram gegn ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár