Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vilhjálmur um meint kröfuhafasamsæri: „Ég kannast ekki við þetta“

Eyj­an held­ur því fram að þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafi beitt sér í þágu er­lendra kröfu­hafa, fund­að með þeim og tal­að máli þeirra inn­an stjórn­kerf­is­ins.

Vilhjálmur um meint kröfuhafasamsæri: „Ég kannast ekki við þetta“
Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Eyjan, vefrit sem gefið er út af Birni Inga Hrafnssyni, heldur því fram í dálknum Orðið á götunni að Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi beitt sér í þágu erlendra kröfuhafa og talað máli þeirra í samskiptum sínum við íslenska embættismenn. Auk þess hafi hann boðið fulltrúum kröfuhafa og bandarískra stjórnvalda til fundar að heimili sínu í Garðabæ og gortað af framtaki sínu.

„Ég svara ekki slúðri, þú verður bara að tala við Eyjuna,“ segir Vilhjálmur í samtali við Stundina. Aðspurður um sannleiksgildi þess sem fram kemur í greininni svarar hann: „Ég kannast ekki við þetta,“ og kveður.

Greinin á Eyjunni birtist í kjölfar þess að Vilhjálmur lét Framsóknarflokkinn fá það óþvegið í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Kallaði hann flokkinn „smáflokk með mikilmennskubrjálæði“ og furðaði sig á því að Sjálfstæðisflokkurinn léti það yfir sig ganga „að lyfta formanni Framsóknarflokksins í stól forsætisráðherra“. 

Örfáum vikum áður hafði Vilhjálmur hins vegar lýst trausti á ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins þegar hann greiddi atkvæði gegn vantrauststillögunni sem stjórnarandstaðan lagði fram gegn ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár