Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Viðsnúningur á vefsíðu sjálfstæðismanna

Lof­orð um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um ESB var ný­lega fjar­lægt og bætt við stefn­una að ekki yrðu tekn­ar upp við­ræð­ur að nýju.

Viðsnúningur á vefsíðu sjálfstæðismanna
Vefsíða Sjálfstæðisflokksins Sjá má formann og varaformann flokksins sé farið inn á xd.is

Á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins má finna stefnu flokksins í mörgum helstu málefnum íslensk samfélags svo sem menningu, menntun og Evrópumálum.

Orðalagi í seinasta flokknum var þó skyndilega breytt nýverið. Þar sem áður stóð „kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram“ stendur nú „aðildarviðræðum var hætt árið 2013 og ekki eru uppi áform um að taka þær upp að nýju“. Þetta má sjá á vefsafni Þjóðarbókhlöðunnar en textinn var óbreyttur frá febrúar árið 2014, að minnsta kosti, þar til honum var breytt nýverið. Óljóst er hvenær vefsíðunni var nákvæmlega breytt en fyrra orðalagið var enn á vefnum í upphafi febrúar síðastliðins.

Liður í viðsnúningi

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lýsa yfir í bréfi til Evrópusambandsins að Ísland sé ekki lengur í hópi umsóknarríkja hefur vakið hörð viðbrögð frá stjórnarandstöðunni. Bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn lofuðu í kosningabaráttunni að kosið yrði um áframhald viðræðna við Evrópusambandið. Ljóst er að breytingin á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins er liður í viðsnúningi flokksins við þeim loforðum.

Sambærilegt mál árið 2012

Árið 2012 fjallaði DV um nokkuð sambærilegt mál en þá var kafli sem fjallaði um útrás atvinnulífsins í sögu Sjálfstæðisflokksins fjarlægður af vefsíðu flokksins. Eftirfarandi klausur voru fjarlægðar með öllu af vefsíðunni:

Útrás atvinnulífsins

Þegar horft er til atvinnulífsins hafa fyrstu ár nýrrar aldar m.a. einkennst af miklum eignatilfærslum og útrás íslenskra fyrirtækja á erlendri grund. Atvinnulífið hefur nýtt sér til fulls það frelsi til athafna sem stjórnvöld komu á í lok 20. aldar og starfssvæðið er heimurinn allur. Ítök stjórnmálamanna og opinberra aðila í atvinnulífinu hafa aldrei verið minni og fyrirtækin aldrei verið öflugri.

 Ný forysta Sjálfstæðisflokksins

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins haustið 2005 lét Davíð Oddsson af formennsku í flokknum eftir rúm 14 árangursrík ár. Geir H. Haarde, sem verið hafði varaformaður frá árinu 1999, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hlutu glæsilega kosningu sem formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Þá lét Kjartan Gunnarsson af starfi framkvæmdastjóra um áramótin 2006/2007 eftir 26 farsæl ár í því starfi og við tók Andri Óttarsson. Nýju fólki fylgja nýir straumar og áherslur breytast en grundvöllurinn er óbreyttur og áfram sá sami, sjálfstæðisstefnan, trúin á frelsi einstaklingsins og stuðningur við þá sem á þurfa að halda.“

Textinn áður
Textinn áður Svona var textinn á vefsíðu Sjálfstæðisflokksins í upphafi síðasta mánaðar.
 

Textinn í dag
Textinn í dag Textinn er óbreyttur fyrir utan seinustu setninguna.
 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
3
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár