Þegar ég heyrði það í beinni útsendingu að Bob Dylan hefði hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels brosti ég. Eins og ef gamall kunningi hefði hlotið verðlaunin. Dylan, sem upphaflega var skýrður Robert Allen Zimmerman, á nefnilega verulega stóran stóran hluta í hugmyndafræðilegri og listrænni mótun minni. Dularfull ára hans og listilega samansettir textar voru nefnilega samferða mér á mjög brothættum mótunarárum.
Fyrsta platan sem virkilega festist í spilaranum hjá mér var Desire. Eftir lok nokkurra mánaða sambands, sem hafði verið stormasamt og stropað, var ég niðurbrotinn. 19 ára og bjó í kjallaranum hjá mömmu og fóstra. Á kvöldin sat ég inni í stofu og keðjureykti í sjálfvorkunn. Að því loknu lagðist ég upp í rúm og kveikti á Desire og leyfði plötunni að rúlla á meðan ég sofnaði. Svona
Athugasemdir