„Ég er, eins og aðrir öryrkjar, alltaf að lepja dauðann úr skel síðustu vikur mánaðarins. Öryrkjar eiga sér mjög veikt bakland og ekki getum við farið í verkfall. Ég fór því að velta fyrir mér hvað væri hægt að gera táknrænt sem útskýrði stöðu margra öryrkja gagnvart núverandi ríkisstjórn,“ segir Ágústa Ísleifsdóttir en hún stakk upp á því í hópi fyrir öryrkja á Facebook að framkvæmdur yrði gjörningur þar sem líkkistu yrði komið fyrir á Austurvelli. Gjörningurinn, sem framkvæmdur var kl. 15 í gær, táknar bæði andvana ríkisstjórn og andvana öryrkja. Tilurð líkkistunnar er einnig kaldhæðnisleg því að sögn Ágústu mun dánarbú hennar ekki standa straum af kostnaði við líkkistu þegar þar að kemur.
„Ekki getum við farið í verkfall.“
Hugmyndin kviknaði í síðustu viku í kjölfar þess að Ágústa áttaði sig á því að hún gæti ekki keypt sér mat það sem eftir lifði mánaðar. Hún var búin að …
Athugasemdir