Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, mun leiða vinnu sem miðar að því að skera upp herör gegn skattaskjólum. Fyrir tæpum mánuði kom hann eigendum aflandsfélaga til varnar úr ræðustól Alþingis og sakaði þá þingmenn sem vakið höfðu máls á svonefndu Wintris-félagi forsætisráðherrahjóna um lágkúru.
„Ýjað er að því að hér sé ólöglegt að eiga eignir erlendis. Það er bara alveg löglegt. Það er líka fullkomlega löglegt að eiga eignir í erlendum aflandseyjum, Bresku Jómfrúreyjunum ef því er að skipta,“ sagði Frosti þann 18. mars. Ef litið er á ræður þingmanna sem fluttar höfðu verið áður en Frosti steig í ræðustól má sjá að enginn þingmaður hafði sakað forsætisráðherrahjónin um ólöglega háttsemi.
Athugasemdir