Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vararíkissaksóknari: „Væntanlega eru þessir menn múslímar“

Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari læt­ur presta þjóð­kirkj­unn­ar heyra það á Face­book vegna fram­taks Laug­ar­nes­kirkju til stuðn­ings tveim­ur hæl­is­leit­end­um frá Ír­ak.

Vararíkissaksóknari: „Væntanlega eru þessir menn múslímar“

Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara er gróflega misboðið vegna þess stuðnings sem Laugarneskirkja sýndi tveimur írökskum hælisleitendum sem vísað var úr landi í síðustu viku. Hann telur réttast að Toshiki Toma, prestur innflytjenda, og Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, verði áminnt vegna málsins.

Embættismaðurinn tjáir sig frjálslega um framtak Laugarneskirkju á Facebook og spyr hvort þjóðkirkjan sé hætt að virða landslög og ákvarðanir stjórnvalda. Vísar hann til þess að í síðustu viku fengu hælisleitendurnir Ali Nasir og Majed að bíða eftir lögreglu uppi við altari Laugarneskirkju ásamt vinum sínum og prestum sem veittu þeim andlegan stuðning þar til þeir voru handteknir, dregnir út úr kirkjunni og sendir til Noregs. Stundin fjallaði ítarlega um málið og birti myndband af lögregluaðgerðinni.

„Er þjóðkirkjan hætt að virða landslög og ákvarðanir stjórnvalda ? Eiga tilfinningar presta að ráða meiru en landslög. Á hvaða leið erum við ? Þetta er galið,“ skrifaði Helgi Magnús í færslu á Facebook-síðu sinni, sem opin er vinum hans, í síðustu viku. Þá bætti hann við: „Væntanlega eru þessir menn múslímar sem mundu ekki, að öllu jöfnu, láta sjá sig í kristinni kirkju nema í tilvikum sem þessum þar sem það þjónar hagsmunum þeirra.“ Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum tóku Ali og Majed kristna trú skömmu áður en þeim var vísað úr landi.

Helgi fullyrðir að með framgöngu sinni hafi kirkjan ekki virt „löglegar ákvarðanir stjórnvalda byggðar á lögum“ og skrifar: „Þessir prestar telja sig vita betur og eiga að sýna mótstöðu gegn þessari ákvörðun. Þetta eru opinberir embættismenn sem ættu að mínu viti að fá áminningu í starfi fyrir þetta frumhlaup. Ég geri ekki athugasemd við að fólk lýsi skoðunum sínum eða mæti með potta og pönnur niður í innanríkisráðuneyti en að koma fram í starfi með þessum hætti í nafni þjóðkirkjunnar er galið að mínu viti.“

Helgi Magnús Gunnarsson er vararíkissaksóknari. Hér er hann í fylgd ríkissaksóknara.

Á föstudaginn brást Helgi Magnús svo við frétt RÚV þar sem rætt var við Huga Hjaltason, prófessor í kirkjusögu, um kirkjugrið. „Hvaða dómsdags bull er þetta. Eigum við von á að kirkjan fari að boða annan ófögnuð sem fylgi henni á miðöldum eins og galdrabrennur og drekkingar kvenna sem eiga börn utan hjónabands? Ef þetta á að verða útbreitt framkvæmd hjá þjóðkirkjunni með stuðningi biskups eins og í þessu tilfelli þá mega þeir vita að þeir gera það ekki í mínu nafni því ég geng úr þjóðkirkjunni.:-(“

Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, útskýrði nýlega í samtali við Stundina hver tilgangur framtaksins hefði verið. „Með því að hittast á þessari stundu í kirkjunni vorum við á táknrænan og raunverulegan hátt að sýna stuðning aðstæðum fólks á flótta - og líka að tjá von um að fornar venjur um kirkjugrið geti reynst tæki til að knýja yfirvöld um breytta stefnu í málefnum hælisleitenda, hætta færibandabrottvísunum fólks sem leitar eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi og í staðinn taka ábyrga, efnislega afstöðu í einstökum málum,“ sagði hún og bætti því við að hún teldi brottvísun fólks sem leitar eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi vera ranga, vonda, ábyrgðarlausa og í engu samræmi við þau gildi sem byggja ætti samfélagið á.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sakað Kristínu og Toshiki Toma á Facebook um að hafa, með því að hýsa hælisleitendurna, reynt að koma í veg fyrir að lögregla gæti framfylgt lögum í landinu. Samkvæmt almennum hegningarlögum varðar það sektum eða fangelsi að tálma því að handhafi lögregluvalds gegni skyldustörfum sínum. Á meðal þeirra sem „læka“ færslu Brynjars á Facebook eru Helgi Magnús Gunnarsson og Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.

Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, furðaði sig á ásökunum Brynjars Níelssonar þegar Stundin ræddi við hana fyrr í dag. Hún sagði sig og Toshiki Toma hafa haldið dyrum kirkjunnar opnum fyrir tveimur hælisleitendum, staðið við hlið þeirra og sýnt þeim stuðning þegar lögreglan kom að sækja þá. Hún skildi ekki í hverju hindrunin á störfum lögreglu gæti mögulega verið fólgin og vísaði ásökunum þingmannsins til föðurhúsanna.

Facebook-hegðun Helga Magnúsar Gunnarssonar hefur áður vakið athygli og orðið tilefni fjölmiðlaumfjöllunar. Í lekamálinu svokallaða hélt verjandi Gísla Freys Valdórssonar, sakbornings í málinu, því fram að hlutlægnisskylda ákæruvaldsins hefði ekki verið virt við meðferð þess, meðal annars í ljósi þess að Helgi Magnús hefði „lækað“ færslu blaðamanns þar sem gert var gys að bloggaranum Páli Vilhjálmssyni og skrifum hans um lekamálið. Dómarinn hafnaði þeirri röksemd.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
5
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
10
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
8
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár