Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vararíkissaksóknari: „Væntanlega eru þessir menn múslímar“

Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari læt­ur presta þjóð­kirkj­unn­ar heyra það á Face­book vegna fram­taks Laug­ar­nes­kirkju til stuðn­ings tveim­ur hæl­is­leit­end­um frá Ír­ak.

Vararíkissaksóknari: „Væntanlega eru þessir menn múslímar“

Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara er gróflega misboðið vegna þess stuðnings sem Laugarneskirkja sýndi tveimur írökskum hælisleitendum sem vísað var úr landi í síðustu viku. Hann telur réttast að Toshiki Toma, prestur innflytjenda, og Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, verði áminnt vegna málsins.

Embættismaðurinn tjáir sig frjálslega um framtak Laugarneskirkju á Facebook og spyr hvort þjóðkirkjan sé hætt að virða landslög og ákvarðanir stjórnvalda. Vísar hann til þess að í síðustu viku fengu hælisleitendurnir Ali Nasir og Majed að bíða eftir lögreglu uppi við altari Laugarneskirkju ásamt vinum sínum og prestum sem veittu þeim andlegan stuðning þar til þeir voru handteknir, dregnir út úr kirkjunni og sendir til Noregs. Stundin fjallaði ítarlega um málið og birti myndband af lögregluaðgerðinni.

„Er þjóðkirkjan hætt að virða landslög og ákvarðanir stjórnvalda ? Eiga tilfinningar presta að ráða meiru en landslög. Á hvaða leið erum við ? Þetta er galið,“ skrifaði Helgi Magnús í færslu á Facebook-síðu sinni, sem opin er vinum hans, í síðustu viku. Þá bætti hann við: „Væntanlega eru þessir menn múslímar sem mundu ekki, að öllu jöfnu, láta sjá sig í kristinni kirkju nema í tilvikum sem þessum þar sem það þjónar hagsmunum þeirra.“ Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum tóku Ali og Majed kristna trú skömmu áður en þeim var vísað úr landi.

Helgi fullyrðir að með framgöngu sinni hafi kirkjan ekki virt „löglegar ákvarðanir stjórnvalda byggðar á lögum“ og skrifar: „Þessir prestar telja sig vita betur og eiga að sýna mótstöðu gegn þessari ákvörðun. Þetta eru opinberir embættismenn sem ættu að mínu viti að fá áminningu í starfi fyrir þetta frumhlaup. Ég geri ekki athugasemd við að fólk lýsi skoðunum sínum eða mæti með potta og pönnur niður í innanríkisráðuneyti en að koma fram í starfi með þessum hætti í nafni þjóðkirkjunnar er galið að mínu viti.“

Helgi Magnús Gunnarsson er vararíkissaksóknari. Hér er hann í fylgd ríkissaksóknara.

Á föstudaginn brást Helgi Magnús svo við frétt RÚV þar sem rætt var við Huga Hjaltason, prófessor í kirkjusögu, um kirkjugrið. „Hvaða dómsdags bull er þetta. Eigum við von á að kirkjan fari að boða annan ófögnuð sem fylgi henni á miðöldum eins og galdrabrennur og drekkingar kvenna sem eiga börn utan hjónabands? Ef þetta á að verða útbreitt framkvæmd hjá þjóðkirkjunni með stuðningi biskups eins og í þessu tilfelli þá mega þeir vita að þeir gera það ekki í mínu nafni því ég geng úr þjóðkirkjunni.:-(“

Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, útskýrði nýlega í samtali við Stundina hver tilgangur framtaksins hefði verið. „Með því að hittast á þessari stundu í kirkjunni vorum við á táknrænan og raunverulegan hátt að sýna stuðning aðstæðum fólks á flótta - og líka að tjá von um að fornar venjur um kirkjugrið geti reynst tæki til að knýja yfirvöld um breytta stefnu í málefnum hælisleitenda, hætta færibandabrottvísunum fólks sem leitar eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi og í staðinn taka ábyrga, efnislega afstöðu í einstökum málum,“ sagði hún og bætti því við að hún teldi brottvísun fólks sem leitar eftir alþjóðlegri vernd á Íslandi vera ranga, vonda, ábyrgðarlausa og í engu samræmi við þau gildi sem byggja ætti samfélagið á.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sakað Kristínu og Toshiki Toma á Facebook um að hafa, með því að hýsa hælisleitendurna, reynt að koma í veg fyrir að lögregla gæti framfylgt lögum í landinu. Samkvæmt almennum hegningarlögum varðar það sektum eða fangelsi að tálma því að handhafi lögregluvalds gegni skyldustörfum sínum. Á meðal þeirra sem „læka“ færslu Brynjars á Facebook eru Helgi Magnús Gunnarsson og Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.

Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, furðaði sig á ásökunum Brynjars Níelssonar þegar Stundin ræddi við hana fyrr í dag. Hún sagði sig og Toshiki Toma hafa haldið dyrum kirkjunnar opnum fyrir tveimur hælisleitendum, staðið við hlið þeirra og sýnt þeim stuðning þegar lögreglan kom að sækja þá. Hún skildi ekki í hverju hindrunin á störfum lögreglu gæti mögulega verið fólgin og vísaði ásökunum þingmannsins til föðurhúsanna.

Facebook-hegðun Helga Magnúsar Gunnarssonar hefur áður vakið athygli og orðið tilefni fjölmiðlaumfjöllunar. Í lekamálinu svokallaða hélt verjandi Gísla Freys Valdórssonar, sakbornings í málinu, því fram að hlutlægnisskylda ákæruvaldsins hefði ekki verið virt við meðferð þess, meðal annars í ljósi þess að Helgi Magnús hefði „lækað“ færslu blaðamanns þar sem gert var gys að bloggaranum Páli Vilhjálmssyni og skrifum hans um lekamálið. Dómarinn hafnaði þeirri röksemd.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár